9.5.2013 | 00:59
Raunverulegur og reiknaður snjór
Á Veðurstofunni er í gangi reikniverkefni. Háupplausnarveðurlíkan sem kallað er harmonie reiknar spár án afláts rétt rúma tvo sólarhringa fram í tímann. Að mörgu er að hyggja þegar slíkt er gert með aðeins fárra kílómetra upplausn. Eitt af því sem nauðsynlegt er að vita er hvort landið er snævi hulið eða ekki.
Í vetur hefur verið gerð tilraun til að láta líkanið sjálft búa snjóhuluna til. Það var núllstillt í haust með snjólausu landi (utan jökla) og síðan hefur snjóað og bráðnað í líkaninu í allan vetur. Svo virðist sem talsvert vit sé í þessari reiknuðu snjóhulu - en nú fara hlutirnir að verða spennandi. Tekst líkaninu að bræða allan vetrarsnjóinn á eðlilegan hátt á næstu vikum og mánuðum? Það er fyrirfram ekki víst.
En við skulum líta á snjóhuluna eins og líkanið segir hana verða síðdegis á fimmtudag (9. maí). Við þökkum harmoniehóp Veðurstofunnar fyrir útsjónasemina og gera tilraunina jafnframt sýnilega.
Á brúnu svæðunum er snjólaust, en kvarðinn frá gráu yfir í hvítt táknar mismunandi magn snævar. Á dekkstu svæðunum er sáralítill snjór - en mikill á þeim hvítu. Kvarðinn sýnir ekki snjódýptina heldur er magnið tilfært sem vatnsgildi í kílóum á fermetra. Sýnist líkaninu að magnið sé meira en 200 kg á fermetra er hvíti liturinn notaður. Tölur eru á stangli um kortið, misháar. Athuga þarf að þær eru settar við hámörk í snjómagninu og eiga því flestar við um snjó á fjöllum og fjallatindum.
Sé kortið borið saman við gervihnattamyndir og snjóathuganir á veðurstöðvum virðist sem talsvert vit sé í kortinu. En eins og áður sagði skera næstu vikur um það hversu vel þessi fyrsti vetur með reiknuðum snjó kemur út.
Athyglisvert er að líta á hæstu tölurnar (kortið batnar lítillega við stækkun). Sú alhæsta er á Öræfajökli 8948. Tæp 9 tonn á fermetra af vetrarsnjó þar. Mestöll úrkoma fellur þar sem snjór á vetrum og talan ætti því að samsvara úrkomumagni sem fallið hefur frá því í september (um 8 mánuðir). Næsthæst er talan á Mýrdalsjökli, 8554 kg á fermetra.
Það er sérlega athyglisvert að snjómagnið á Drangajökli er 5305 kg á fermetra, um 2000 kg meira heldur en á Langjökli og Hofsjökli. Hæsta talan á Tröllaskaga er 2491 kg á fermetra og á skaganum austan Eyjarfjarðar (nafnakeppnin stendur víst enn yfir) er hæsta gildið 2968 kg á fermetra. Talan á Snæfellsjökli er ívið lægri, en hafa verður í huga að hann er aðeins lægri í líkaninu heldur en í raunveruleikanum. Á Austurlandi eru Smjörfjöll sunnan Vopnafjarðar með býsna háa tölu, 3622 kg á fermetra.
Rétt er að ítreka að háu tölurnar eiga við fjöll en ekki byggðir.
En líkanið heldur ekki aðeins utan um ákomu heldur líka bráðnun. Hér að neðan er reiknuð 12 tíma bráðnun (og ákoma) á fimmtudag 9. maí.
Það virðist hvergi eiga að bæta í snjó nema á smábletti á Mýrdalsjökli, þar segir líkanið að 6 kg á fermetra eigi að bætast við snjómagnið. Bráðnunin er mjög mismikil, sjá má tölur á bilinu 10 til 12 kg á fermetra á allmörgum stöðum. Í innsveitum norðaustanlands eru gildi á bilinu 5 til 9 kg á fermetra nokkuð algeng.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 01:00 | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 583
- Sl. sólarhring: 686
- Sl. viku: 2505
- Frá upphafi: 2458490
Annað
- Innlit í dag: 552
- Innlit sl. viku: 2296
- Gestir í dag: 539
- IP-tölur í dag: 524
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.