Sumardagurinn fyrsti - í svalara lagi í ár?

Tölvuspár gera nú ráđ fyrir norđanátt og kulda á sumardaginn fyrsta (fimmtudag í ţessari viku). En ţó gćti orđiđ sćmilega hlýtt sunnan undir vegg um landiđ sunnanvert - ef menn geta hörfađ inn í stofu ţegar svo ber undir. Dćgursveifla er stór ţar sem sólar nýtur.

Ţykktarspá evrópureiknimiđstöđvarinnar er kuldaleg.

w-blogg230413a

Jafnţykktarlínur eru heildregnar og litafletir sýna hita í 850 hPa-fletinum. Ţađ er 5100 metra jafnţykktarlínan sem liggur inn á Vestfirđi norđanverđa og ţar er um 14 stiga frost í 850 hPa. Ekki sérlega glćsilegt.

En ţetta var reyndar ekki mikiđ hlýrra í fyrra (19. apríl 2012). Kortiđ hér ađ neđan sýnir ţađ.

w-blogg230413b

Ţykktin á ţessu korti er í um 5180 metrum yfir Vestfjörđum og frostiđ í 850 hPa er um -9 stig. Munurinn á ţykktinni nú og ţá er um 80 metrar en ţađ samsvarar um ţađ bil 4 stigum í međalhita neđri hluta veđrahvolfs.

Auđvitađ er ekki á hreinu ađ spáin núna standist - enn eru ţrír dagar í ţađ og oft tekur styttri tíma fyrir spár ađ bregđast. En hér er um allgóđa vísbendingu ađ rćđa.

En hvađ er langt síđan ţykktin hefur veriđ svona rýr á sumardaginn fyrsta? Ef viđ trúum bandarísku endurgreiningunni hefur ţykktin ađeins tvisvar veriđ minni en 5100 metrar á sumardaginn fyrsta. Ţađ var 20. apríl 1967 (5080 metrar yfir miđju landi) og 21. apríl 1949 (5070 metrar yfir miđju landi). Í eldri gögnum sjást ekki lćgri tölur í endurgreiningunni - en viđ vitum ţó ađ ţykktin í henni er vafasöm fyrir 1940 - sérstaklega köldu dagarnir.

Sé litiđ á morgunhita sumardagsins fyrsta í Stykkishólmi allt aftur til 1846 eru 1967 og 1949 mjög neđarlega, fyrrnefnda áriđ er í 4. neđsta sćti (hiti -5,4 stig) og 1949 í nćstneđsta (-7,1), á milli ţeirra er sumardagurinn fyrsti 1951 međ -6,0 stig. Langkaldast var hins vegar ađ morgni sumardagsins fyrsta 1876, -11,8 stig.

Mikil ófćrđ var víđa um land - meira ađ segja á Suđvesturlandi - í kringum sumarmálin 1949 og 1951. Vonandi sleppum viđ betur nú.

Á vef Veđurstofunnar er fróđleikspistill um veđur á sumardaginn fyrsta (sem mćtti reyndar uppfćra). Í dag (mánudag) var eitthvađ erfitt ađ finna svona gamla fróđleikspistla á Veđurstofuvegnum. Hvort ţađ ástand er viđvarandi er ekki vitađ.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurđur Ţór Guđjónsson

Ćtli 1. maí verđi ekki enn  verri!

Sigurđur Ţór Guđjónsson, 23.4.2013 kl. 22:19

2 Smámynd: Trausti Jónsson

Evrópureiknimiđstöđvarvéfréttin segir ađ kalt verđi 1. maí  - kannski snjókoma sunnanlands (?)

Trausti Jónsson, 24.4.2013 kl. 01:46

3 Smámynd: Sigurđur Ţór Guđjónsson

Ţessir dagar verđa ţó barnaleikur miđađ viđ 17. júní!

Sigurđur Ţór Guđjónsson, 24.4.2013 kl. 11:32

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Ágúst 2020
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

 • w-blogg110820a
 • w-blogg090820aa
 • ar_1871p
 • ar_1871t
 • ar_1870p

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (15.8.): 263
 • Sl. sólarhring: 483
 • Sl. viku: 3166
 • Frá upphafi: 1954506

Annađ

 • Innlit í dag: 250
 • Innlit sl. viku: 2814
 • Gestir í dag: 244
 • IP-tölur í dag: 241

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband