Sumardagurinn fyrsti - í svalara lagi í ár?

Tölvuspár gera nú ráð fyrir norðanátt og kulda á sumardaginn fyrsta (fimmtudag í þessari viku). En þó gæti orðið sæmilega hlýtt sunnan undir vegg um landið sunnanvert - ef menn geta hörfað inn í stofu þegar svo ber undir. Dægursveifla er stór þar sem sólar nýtur.

Þykktarspá evrópureiknimiðstöðvarinnar er kuldaleg.

w-blogg230413a

Jafnþykktarlínur eru heildregnar og litafletir sýna hita í 850 hPa-fletinum. Það er 5100 metra jafnþykktarlínan sem liggur inn á Vestfirði norðanverða og þar er um 14 stiga frost í 850 hPa. Ekki sérlega glæsilegt.

En þetta var reyndar ekki mikið hlýrra í fyrra (19. apríl 2012). Kortið hér að neðan sýnir það.

w-blogg230413b

Þykktin á þessu korti er í um 5180 metrum yfir Vestfjörðum og frostið í 850 hPa er um -9 stig. Munurinn á þykktinni nú og þá er um 80 metrar en það samsvarar um það bil 4 stigum í meðalhita neðri hluta veðrahvolfs.

Auðvitað er ekki á hreinu að spáin núna standist - enn eru þrír dagar í það og oft tekur styttri tíma fyrir spár að bregðast. En hér er um allgóða vísbendingu að ræða.

En hvað er langt síðan þykktin hefur verið svona rýr á sumardaginn fyrsta? Ef við trúum bandarísku endurgreiningunni hefur þykktin aðeins tvisvar verið minni en 5100 metrar á sumardaginn fyrsta. Það var 20. apríl 1967 (5080 metrar yfir miðju landi) og 21. apríl 1949 (5070 metrar yfir miðju landi). Í eldri gögnum sjást ekki lægri tölur í endurgreiningunni - en við vitum þó að þykktin í henni er vafasöm fyrir 1940 - sérstaklega köldu dagarnir.

Sé litið á morgunhita sumardagsins fyrsta í Stykkishólmi allt aftur til 1846 eru 1967 og 1949 mjög neðarlega, fyrrnefnda árið er í 4. neðsta sæti (hiti -5,4 stig) og 1949 í næstneðsta (-7,1), á milli þeirra er sumardagurinn fyrsti 1951 með -6,0 stig. Langkaldast var hins vegar að morgni sumardagsins fyrsta 1876, -11,8 stig.

Mikil ófærð var víða um land - meira að segja á Suðvesturlandi - í kringum sumarmálin 1949 og 1951. Vonandi sleppum við betur nú.

Á vef Veðurstofunnar er fróðleikspistill um veður á sumardaginn fyrsta (sem mætti reyndar uppfæra). Í dag (mánudag) var eitthvað erfitt að finna svona gamla fróðleikspistla á Veðurstofuvegnum. Hvort það ástand er viðvarandi er ekki vitað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ætli 1. maí verði ekki enn  verri!

Sigurður Þór Guðjónsson, 23.4.2013 kl. 22:19

2 Smámynd: Trausti Jónsson

Evrópureiknimiðstöðvarvéfréttin segir að kalt verði 1. maí  - kannski snjókoma sunnanlands (?)

Trausti Jónsson, 24.4.2013 kl. 01:46

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þessir dagar verða þó barnaleikur miðað við 17. júní!

Sigurður Þór Guðjónsson, 24.4.2013 kl. 11:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 8
  • Sl. sólarhring: 387
  • Sl. viku: 1582
  • Frá upphafi: 2350209

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 1455
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband