Engin sumarstađa

Ekki fór mikiđ fyrir hlýindunum í sunnanáttinni snöggu sem gekk yfir landiđ í dag (föstudag 19. apríl). Mest fréttist af 9,2 stigum norđur á Siglunesi og rigningin syđra var heldur hráslagaleg. Nú er tekin viđ afskaplega skammvinn (og lin) suđvestanátt međ skúrum og slydduéljum. Allt ţetta á ađ hreinsast burt á undan nćstu lćgđ en hennar fer ađ gćta á ađfaranótt mánudagsins.

Ţessi nýja lćgđ er hluti af gríđarmiklu háloftalćgđardragi sem nćr vestur og suđur um Bandaríkin öll og sami sveigurinn nćr allt til Alaska í vestri. Ţetta sést vel á spákorti evrópureiknimiđstöđvarinnar sem gildir um hádegi á sunnudag (21. apríl). Jafnhćđarlínur eru heildregnar en litafletir sýna ţykktina (kortiđ batnar stórlega viđ tvöfalda stćkkun). Ţví ţéttari sem jafnhćđarlínurnar eru ţví hvassari er vindurinn, ţví minni sem ţykktin er ţví kaldari er neđri hluti veđrahvolfs.

w-blogg200413

Ísland er rétt neđan viđ miđja mynd en kortiđ nćr allt suđur til Kanaríeyja, austur til Indlands og vestur til Mexíkó og Alaska.

Kuldapollurinn mikli sem viđ höfum til hćgđar kallađ Stóra-Bola er óţarflega frísklegur miđađ viđ árstíma og bróđir hans Síberíu-blesi sést varla í samanburđinum. Ţetta er vonandi ađeins tímabundinn styrkur. Fjólublái liturinn sýnir ţykkt undir 4920 metrum í ţann veginn ađ skella á Vestur-Grćnlandi - sem á ađ stöđva framrás hennar.

Vestur af Íslandi er dálítill hćđarhryggur (međ góđu veđri) á hrađri leiđ austur. Vestan hans er mikiđ hes neđan úr heimskautaröstinni, yfir 50 m/s hvass vindur. Ţetta fer allt til austurs fyrir sunnan land en eftir situr lćgđ viđ Ísland í nokkra daga (ađ sögn reiknimiđstöđva).

Viđ sjáum ađ kalda loftiđ nćr langt suđur um Bandaríkin og ekki er sérlega hlýtt í Evrópu heldur, ţykktin rétt slefar í 5460 metra (sem okkur ţykir gott) en er varla sérstakt suđur á Ţýskalandi og hvađ ţá á Ítalíu, Grikklandi eđa Tyrklandi. Í hryggnum suđvestan viđ Ísland (á kortinu) er hlýrra loft sem mun um síđir komast til Suđur-Evrópu og bćtir ástandiđ ţar og gefur álfunni vestanverđri falsvonir um vor í nánd.

En hvađ međ okkur? Međalhiti í Reykjavík er um 3 stig á ţessum árstíma, en 2 á Akureyri. Međalţykkt er um 5290 metrar - einmitt svipađ og spáđ er fram eftir vikunni - en síđan á hún ađ síga. Varnarsigur? Já, ef sólin lćtur sjá sig.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Ágúst 2020
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

 • w-blogg110820a
 • w-blogg090820aa
 • ar_1871p
 • ar_1871t
 • ar_1870p

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (15.8.): 263
 • Sl. sólarhring: 483
 • Sl. viku: 3166
 • Frá upphafi: 1954506

Annađ

 • Innlit í dag: 250
 • Innlit sl. viku: 2814
 • Gestir í dag: 244
 • IP-tölur í dag: 241

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband