Útsynningur í hálfan sólarhring?

Ţegar ţetta er skrifađ (seint á fimmtudagskvöldi) nálgast lćgđ úr suđvestri. Hún veldur rigningu og hvassviđri megniđ af föstudeginum. Eftir ađ skil hennar fara hér yfir á föstudagskvöld og ađfaranótt laugardags kemur hingađ kalt loft frá Kanada í snögga heimsókn. Lítiđ hefur veriđ um slíkt í vetur.

Kortiđ hér ađ neđan (úr smiđju hirlam) gildir klukkan 6 á laugardagsmorgni. Suđurhluti Grćnlands hefur gripiđ lćgđina og stöđvađ framrás hennar tímabundiđ - en ađalúrkomusvćđiđ er hér komiđ vel austur fyrir land. Annar úrkomubakki er viđ Vesturland og kalda loftiđ fylgir í kjölfariđ á honum.

w-blogg190413a

Ef vel er ađ gáđ má sjá ađ hiti í 850 hPa (strikalínur) er um -5 stig yfir Vesturlandi en -10 jafnhitalínan er suđvestur á Grćnlandshafi. Mikiđ hćđasvćđi liggur um Atlantshafiđ ţvert og á ađ verđa á svipuđum slóđum nćstu daga ef marka má tölvuspár. Heimskautaröstin liggur norđan háţrýstisvćđisins og ber bylgjur og lćgđir hratt til austurs nćstu daga.

Lćgđin verđur ekki lengi kyrrstćđ viđ Grćnland en fer síđdegis á laugardag og á sunnudag til austurs fyrir sunnan land. Ţađ ţýđir ađ útsynningurinn stendur mjög stutt viđ. Raunar er alveg óvíst hvort áttin kemst nema augnablik norđur fyrir suđvestur.

Viđ sjáum kjarna kalda loftsins betur á myndinni ađ neđan. Hún sýnir hefđbundiđ ţykktarkort, jafnţykktarlínur eru heildregnar en litafletir sýna hita í 850 hPa. Kortiđ gildir á sama tíma ţađ fyrra, klukkan 6 á laugardagsmorgni.

w-blogg190413b

Mikill fleygur af lágri ţykkt liggur til austurs rétt sunnan viđ Hvarf á Grćnlandi en breiđir síđan úr sér til beggja handa. Lćgst er ţykktin um 5130 metrar viđ enda bláu örvarinnar á myndinni. Ţetta loft stefnir til Íslands en sjórinn hitar ţađ jafnt og ţétt á leiđinni, ţannig ađ ţađ verđur orđiđ um 30 til 40 metrum hlýrra ţegar hingađ er komiđ. Ţađ samsvarar um 2 stigum.

Hlýi fleygurinn á undan kerfinu (úrkomusvćđiđ) er ekkert sérlega hlýr (nćr ekki 5400 metrum) og fer ţar ađ auki hratt hjá. Varla er ţví hlýinda ađ vćnta. Taka má eftir ţví hversu vel Grćnland stíflar kuldann vestan viđ, bćđi ţykktar- og jafnhitalínur eru sérlega ţéttar yfir jöklinum - hann er í ţetta sinn áhrifamikill veggur. Gríđarkalt verđur á Vestur-Grćnlandi um helgina.

Á efra kortinu er nćsta lćgđ yfir Labrador og hreyfist hún hratt til austnorđausturs og á ađ strjúka suđurströnd Íslands á mánudag. Framhaldiđ verđur í fangi lćgđardrags á eftir ţeirri lćgđ - nákvćmlega hvernig er ekki orđiđ ljóst hér og nú.

Útsynningurinn stendur ađ ţessu sinni ekki nema um hálfan sólarhring - éljaloftiđ stendur viđ eitthvađ lengur í sunnan- og síđan suđaustanátt međan lćgđin fer hjá. Viđ erum ţví varla laus viđ nćturhálkuna á blautum vegum - ţví miđur.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Maí 2024
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

 • w-blogg250524b
 • w-blogg250524a
 • Slide10
 • Slide9
 • Slide11

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (27.5.): 5
 • Sl. sólarhring: 301
 • Sl. viku: 1845
 • Frá upphafi: 2357238

Annađ

 • Innlit í dag: 5
 • Innlit sl. viku: 1724
 • Gestir í dag: 5
 • IP-tölur í dag: 5

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband