Úrkomubakki dagsins

Í dag (miđvikudaginn 17. apríl) var mjór úrkomubakki yfir landinu suđvestanverđu. Hann hreyfđist lítiđ, en en endurnýjađi sig sífellt í heilan sólarhring. Ţá fór hann ađ ţokast suđur og leysast upp. Bakkinn sást vel á veđursjá Veđurstofunnar og myndin hér ađ neđan er frá ţví klukkan 18.

w-blogg180413a

Litakvarđinn sýnir endurkast ratsjárgeislans af úrkomunni. Ef vel er ađ gáđ má einnig sjá endurkast geislans frá stöđinni ofan Fljótsdals eystra af jöklum Bárđarbungu og Kverkfjalla. Greinilega sést ađ úrkoma er mjög mismikil í úrkomubakkanum yfir Suđvesturlandi - kögglar í úrkomusvćđum benda til ţess ađ ţar sé klakkavirkni. Miklir éljaklakkar myndast og eyđast á víxl í mjög óstöđugu lofti.

Eins og oft hefur veriđ fjallađ um á hungurdiskum áđur myndast nćr öll úrkoma hér á landi sem snjór. Snjórinn bráđnar síđan falli hann niđur fyrir frostmarkshćđ. Bráđnunin útheimtir orku sem tekin er af varma loftsins og ţađ kólnar. Sé vindur hćgur lćkkar og lćkkar frostmarkshćđin haldi úrkoman áfram og loks fellur snjór á jörđ. Viđ ţessar ađstćđur er ţví ađ öđru jöfnu kaldast ţar sem úrkoman er mest.

En viđ skulum líta til lofts og athuga ástandiđ hćrra í lofthjúpnum á sama tíma og myndin sýnir, klukkan 18. Ţetta er sýn evrópureiknimiđstöđvarinnar. Fyrst er ţađ 925 hPa-flöturinn. Í dag var hann í um 640 metra hćđ yfir Reykjavík.

w-blogg180413b

Heildregnar línur sýna hćđ flatarins í dekametrum (1 dam = 10 metrar), litafletir marka hita (kvarđinn skýrist mjög viđ stćkkun) og vindörvar sýna vindhrađa og stefnu. Tveimur brúnum örvum hefur veriđ bćtt inn á myndina til ađ leggja áherslu á vindáttina sitt hvoru megin lćgđardrags sem merkt er međ rauđu striki. Úrkomubakkinn er ađeins austan viđ lćgđardragiđ. Séu vindstefnur teknar bókstaflega má sjá ađ austanáttin reynir ađ ţoka kerfinu til vesturs.

Vindar ofar í lofthjúpnum eru ţó ekki sammála ţeirri skipan mála. Áđur en viđ yfirgefum ţessa mynd má benda á ađ á henni hćkkar hiti ađ jafnađi í áttina ađ lćgri fleti, ţađ er áberandi hlýrra fyrir sunnan land heldur en norđan ţess. Flöturinn stendur hćrra fyrir norđan en sunnan. Hlý tunga fylgir lćgđardraginu.

En lítum á ástandiđ í 500 hPa. Ţar er litakvarđinn annar (athugiđ hann međ stćkkun).

w-blogg180413c

Hér er líka lćgđardrag - ađeins vestar en á hinni myndinni. Vindáttir eru samt ólíkar. Vestan lćgđardragsins er norđvestanátt, var úr norđri á hinni myndinni. Vindsnúningur frá norđri til norđvesturs međ hćđ táknar kalt ađstreymi. Austan dragsins er suđvestanátt, var úr austri á hinni myndinni. Hér blćs vindur sumsé úr nćrri andstćđum áttum. Ţá er erfitt ađ meta hvort ađstreymiđ er hlýtt eđa kalt - viđ ţurfum einhverjar upplýsingar úr flötunum á milli til ađ sjá hvorn hringinn vindsnúningurinn gengur.

Í ţessu tilviki upplýsist ţađ ekki - ţví logn er á mestöllu bilinu frá 1 km og upp í 4 km (ekki sýnt hér). En - viđ sjáum samt (međ góđum vilja) ađ vindur í neđstu lögum reynir ađ beina lćgđardraginu og ţar međ uppstreyminu í ţví til vesturs. En ţetta sama uppstreymi hittir fyrir suđvestanátt ofan viđ - og ţar er ađstreymiđ kalt. Í grófum dráttum má segja ađ köldu lofti sé dćlt inn í uppstreymiđ ofanvert - og ţar međ helst ţađ og úrkoman viđ.

En ţessu fína jafnvćgi linnir - og ţegar ţetta er skrifađ er hćtt ađ snjóa í Reykjavík og veđursjáin sýnir ađ úrkomubakkinn hefur hörfađ til suđausturs.

Stađa sem ţessi er mjög algeng - vetur, sumar, vor og haust. Sé úrkomuákefđin nćgilega mikil snjóar, jafnvel í fyrrihluta júnímánađar og snemma í september. Ritstjóranum er ekki kunnugt um snjókomutilvik af ţessu tagi yfir hásumariđ - en einu sinni er allt fyrst, bíđum viđ nógu lengi.

En takiđ eftir ţví á 500 hPa myndinni ađ ţar kólnar inn ađ lćgri fleti - öfugt viđ ástandiđ í 925 hPa. Köld tunga fylgir lćgđardraginu í ţessari hćđ - öfugt viđ 925 hPa. Athyglisvert ekki satt?


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Maí 2024
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

 • w-blogg250524b
 • w-blogg250524a
 • Slide10
 • Slide9
 • Slide11

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (27.5.): 5
 • Sl. sólarhring: 323
 • Sl. viku: 1845
 • Frá upphafi: 2357238

Annađ

 • Innlit í dag: 5
 • Innlit sl. viku: 1724
 • Gestir í dag: 5
 • IP-tölur í dag: 5

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband