Snjóhula í apríl

Um þessar mundir er snjóþungt um landið norðaustanvert og alhvítt er einnig víða eystra og á Vestfjörðum norðanverðum. Hins vegar er snjólítið syðra þrátt fyrir að enn komi dagar þar með alhvítri jörð. Bíða verður nokkuð fram yfir mánaðamót til að hægt sé að gera snjóhulu aprílmánaðar og vetrarins alls upp. Hér verður því eingöngu rýnt í fortíðarspegilinn.

Meðaltal snjóhulu aprílmánaða áranna 1971 til 2000 er 62 prósent á Norðurlandi en ekki nema 27 prósent syðra. Nærri tveir af hverjum þremur apríldögum eru því alhvítir norðanlands en aðeins fjórði hver dagur á Suðurlandi. Fyrstu tólf aprílmánuðir nýrrar aldar hafa verið snjóléttir, snjóhula á Norðurlandi er 45 prósent þessi ár, en ekki nema 15 prósent um landið sunnanvert. Syðra er aðeins einn dagur af sjö alhvítur í apríl.

Í Reykjavík eru að meðaltali aðeins 3,5 alhvítir dagar í apríl (miðað við 1971 til 2000) en 11 á Akureyri. Hvernig sem framhaldið verður er ljóst að veturinn 2012 til 2013 (haustið innifalið) verður snjóléttur í Reykjavík, en er nú þegar orðinn sá snjóþyngsti á Akureyri frá 1999.

Snjóþyngstu aprílmánuðirnir (frá og með 1924 að telja) eru þessir á Norðurlandi (í prósentum). Norðurland er hér í víðum skilningi, svæðið frá Önundarfirði í vestri til Vattarness í austri.

ármánN-land
1983493
1990492
1953491
1951490
1995489
1947487

Hvort apríl 2013 nær að skjóta sér upp í toppsæti verður að koma í ljós. Tölurnar fyrir Suðurland (frá Dýrafirði í vestri suður og austur um til Fáskrúðsfjarðar eru mun lægri:

ármánS-land
1990470
1983456
1949456
1951453
1961450
1989447

Þarna er apríl 1990 langefstur á blaði og langt (14%) í þá tvo jafnhæstu. Apríl 1990 var svo sannarlega óvenjulegur mánuður.

Þegar þetta er skrifað (seint að kvöldi 16. apríl) er úrkomubakki yfir Suðvesturlandi - hugsanlegt er að úr honum snjói á þeim slóðum, en sólin er fljót að bræða þunnan snjó.

Ef litið er til fjalla um landið suðvestanvert má sjá að snjór er sérlega lítill að minnsta kosti neðan við 600 metra hæð. Fannir sem venjulega eru stórar í lok vetrar eru nú með rýrasta móti og verði vorið sæmilega hlýtt munu þær hverfa á fáeinum vikum. Svæði í yfir 700 til 800 metra hæð sem sést til héðan frá láglendinu eru hvít ennþá og ekki vitað hvort sá snjór sem sést er aðeins nýtt skæni eða hvort eitthvað efnismeira leynist undir.

Næstliðnar vikur hafa verið óvenjuþurrar í Reykjavík og nágrenni, úrkoma síðustu 30 daga hefur mælst aðeins 10 mm (þar af aðeins 1,5 mm í apríl). Úrkoma hefur aðeins einu sinni verið minni á sama 30-daga tímabili. Það var 1979.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5
  • Slide4

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 47
  • Sl. sólarhring: 120
  • Sl. viku: 1671
  • Frá upphafi: 2349631

Annað

  • Innlit í dag: 42
  • Innlit sl. viku: 1513
  • Gestir í dag: 42
  • IP-tölur í dag: 39

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband