18.4.2013 | 01:25
Úrkomubakki dagsins
Í dag (miðvikudaginn 17. apríl) var mjór úrkomubakki yfir landinu suðvestanverðu. Hann hreyfðist lítið, en en endurnýjaði sig sífellt í heilan sólarhring. Þá fór hann að þokast suður og leysast upp. Bakkinn sást vel á veðursjá Veðurstofunnar og myndin hér að neðan er frá því klukkan 18.
Litakvarðinn sýnir endurkast ratsjárgeislans af úrkomunni. Ef vel er að gáð má einnig sjá endurkast geislans frá stöðinni ofan Fljótsdals eystra af jöklum Bárðarbungu og Kverkfjalla. Greinilega sést að úrkoma er mjög mismikil í úrkomubakkanum yfir Suðvesturlandi - kögglar í úrkomusvæðum benda til þess að þar sé klakkavirkni. Miklir éljaklakkar myndast og eyðast á víxl í mjög óstöðugu lofti.
Eins og oft hefur verið fjallað um á hungurdiskum áður myndast nær öll úrkoma hér á landi sem snjór. Snjórinn bráðnar síðan falli hann niður fyrir frostmarkshæð. Bráðnunin útheimtir orku sem tekin er af varma loftsins og það kólnar. Sé vindur hægur lækkar og lækkar frostmarkshæðin haldi úrkoman áfram og loks fellur snjór á jörð. Við þessar aðstæður er því að öðru jöfnu kaldast þar sem úrkoman er mest.
En við skulum líta til lofts og athuga ástandið hærra í lofthjúpnum á sama tíma og myndin sýnir, klukkan 18. Þetta er sýn evrópureiknimiðstöðvarinnar. Fyrst er það 925 hPa-flöturinn. Í dag var hann í um 640 metra hæð yfir Reykjavík.
Heildregnar línur sýna hæð flatarins í dekametrum (1 dam = 10 metrar), litafletir marka hita (kvarðinn skýrist mjög við stækkun) og vindörvar sýna vindhraða og stefnu. Tveimur brúnum örvum hefur verið bætt inn á myndina til að leggja áherslu á vindáttina sitt hvoru megin lægðardrags sem merkt er með rauðu striki. Úrkomubakkinn er aðeins austan við lægðardragið. Séu vindstefnur teknar bókstaflega má sjá að austanáttin reynir að þoka kerfinu til vesturs.
Vindar ofar í lofthjúpnum eru þó ekki sammála þeirri skipan mála. Áður en við yfirgefum þessa mynd má benda á að á henni hækkar hiti að jafnaði í áttina að lægri fleti, það er áberandi hlýrra fyrir sunnan land heldur en norðan þess. Flöturinn stendur hærra fyrir norðan en sunnan. Hlý tunga fylgir lægðardraginu.
En lítum á ástandið í 500 hPa. Þar er litakvarðinn annar (athugið hann með stækkun).
Hér er líka lægðardrag - aðeins vestar en á hinni myndinni. Vindáttir eru samt ólíkar. Vestan lægðardragsins er norðvestanátt, var úr norðri á hinni myndinni. Vindsnúningur frá norðri til norðvesturs með hæð táknar kalt aðstreymi. Austan dragsins er suðvestanátt, var úr austri á hinni myndinni. Hér blæs vindur sumsé úr nærri andstæðum áttum. Þá er erfitt að meta hvort aðstreymið er hlýtt eða kalt - við þurfum einhverjar upplýsingar úr flötunum á milli til að sjá hvorn hringinn vindsnúningurinn gengur.
Í þessu tilviki upplýsist það ekki - því logn er á mestöllu bilinu frá 1 km og upp í 4 km (ekki sýnt hér). En - við sjáum samt (með góðum vilja) að vindur í neðstu lögum reynir að beina lægðardraginu og þar með uppstreyminu í því til vesturs. En þetta sama uppstreymi hittir fyrir suðvestanátt ofan við - og þar er aðstreymið kalt. Í grófum dráttum má segja að köldu lofti sé dælt inn í uppstreymið ofanvert - og þar með helst það og úrkoman við.
En þessu fína jafnvægi linnir - og þegar þetta er skrifað er hætt að snjóa í Reykjavík og veðursjáin sýnir að úrkomubakkinn hefur hörfað til suðausturs.
Staða sem þessi er mjög algeng - vetur, sumar, vor og haust. Sé úrkomuákefðin nægilega mikil snjóar, jafnvel í fyrrihluta júnímánaðar og snemma í september. Ritstjóranum er ekki kunnugt um snjókomutilvik af þessu tagi yfir hásumarið - en einu sinni er allt fyrst, bíðum við nógu lengi.
En takið eftir því á 500 hPa myndinni að þar kólnar inn að lægri fleti - öfugt við ástandið í 925 hPa. Köld tunga fylgir lægðardraginu í þessari hæð - öfugt við 925 hPa. Athyglisvert ekki satt?
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.3.): 187
- Sl. sólarhring: 253
- Sl. viku: 1749
- Frá upphafi: 2452855
Annað
- Innlit í dag: 177
- Innlit sl. viku: 1619
- Gestir í dag: 173
- IP-tölur í dag: 171
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.