Hitasveiflurnar á laugardaginn (13. apríl)

Hvađa hitasveiflur? Flestir koma sennilega af fjöllum. Í lok dags á laugardaginn var (13. apríl) kom í ljós ađ hćsti hiti á landinu ţann daginn hafđi mćlst á sjálfvirku stöđinni á Mánárbakka og nćsthćstur í Grímsey. En hámarkshitinn á mönnuđu stöđinni á fyrrnefnda stađnum var ađeins 2,6 stig. Um ţetta spurđi Óskar Sigurđsson í athugasemd á hungurdiskum, fleiri voru líka frekar hissa og ritstjórinn líka.

Hér er litiđ ađeins betur á máliđ. Til ţess notum viđ athuganir sjálfvirku stöđvanna sem gerđar eru á 10-mínútna fresti. Hiti er reyndar mćldur á mínútufresti og hćsti hiti innan hverra nćstliđinna 10-mínútna er talinn sem hámark ţeirra. Oftast er sáralítill munur á hámarki og lágmarki innan sömu tíu mínútna. Ţađ kemur frekar á óvart ađ hitinn í hefđbundna skýlinu á Mánárbakka skyldi ekki vera nćr hámarki sjálfvirku stöđvarinnar - en nokkur munur er á viđbragđstíma skýlis og hólka.

Fyrst er Mánárbakki.

w-blogg160413a

Lóđrétti ásinn sýnir hitann, en sá lárétti tíma sólarhringsins. Fyrstu 7 klukkustundirnar er lítil hreyfing á hitanum, en ţá fellur hann snögglega um nćrri 2 stig áđur en hann fer ađ stíga jafnt og ţétt. Rétt fyrir klukkan 14 stekkur hann upp mörg stig og dettur síđan niđur aftur skömmu síđar. Allur atburđurinn stendur innan viđ 30 mínútur. Rétt fyrir klukkan 16 hćkkar hitinn snögglega aftur og síđan jafnt og ţétt til klukkan 16:50 og fer ţá í hámark dagsins 6,2 stig. Á nćstu 10-mínútum fellur hann síđan niđur í 0,9 stig.

Nćsta mynd sýnir ţađ sama - en rakastigiđ ađ auki (hćgri kvarđi í prósentum).

w-blogg160413b

Grái ferillinn er hámarkshitinn eins og áđur, en sá rauđi sýnir rakastigiđ. Viđ sjáum greinilega ađ rakastigiđ fellur umtalsvert um leiđ og hitatopparnir tveir ganga yfir. Ţessi hegđan bendir ótvírćtt til ţess ađ ţurrara og hlýrra loft ađ ofan sé ađ blandast niđur í stöđvarloftiđ. Svona sveiflur eru ólíklegar sé einhver teljandi vindur (ţó eru til dćmi um ţađ) og líka ólíklegar í stafalogni.

Síđasta myndin sýnir hitabreytingar í Grímsey, í Ólafsfirđi og viđ Mývatn ţennan sama dag. Athuga ber ađ hitakvarđinn er annar vegna ţess hversu mikiđ frostiđ er viđ Mývatn. Hitasveiflurnar sýnast ţví minni heldur en á Mánárbakkaritunum.

w-blogg160413c

Í Grímsey kemur ađeins einn hitatoppur, milli klukkan 13 og 14. Stćrđ hans er um 5 stig, heldur minni en á Mánárbakka. Grímsey er líka langt frá öllum fjöllum en nćrvera ţeirra stóreykur á líkindi atburđa af ţessu tagi.

Á Ólafsfirđi eru stóru topparnir ţrír - og ađ auki er ámóta áberandi dćld (lágmark) um kl. 20. Viđ Mývatn er einn toppur mestur (um 5 stiga sveifla). Hann gengur yfir um klukkan 13.

Nokkuđ langt var frá ţví ađ tölvuspár nćđu ađ spá ţessum hita. Hins vegar fór kröpp smálćgđ til vesturs fyrir norđan land fyrr um daginn og í henni var greinilegt mćttishitahámark - um 5 stig í lćgđarmiđju í 850 hPa-fletinum. Ţetta er ekki alveg nóg til ađ skýra hámörkin í Grímsey og á Mánárbakka. Trúlega hefur slóđi af hlýju lofti (sem tölvurnar sáu ekki) legiđ yfir norđurströndinni í kjölfari lćgđarinnar og honum slegiđ niđur fyrir hitahvörf (jafnvel fleiri en ein yfir landi) sem hafa ţá legiđ yfir svćđinu.

Skemmtilegt ekki satt? En er ţetta algengt? Já, furđualgengt ţegar litiđ er á landiđ í heild og stundum stórgerđara heldur en ţetta dćmi sýnir. En ţetta er sjaldgćft í Grímsey. Ţakka Óskari fyrir ađ ýta á máliđ.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 304
  • Sl. sólarhring: 450
  • Sl. viku: 1620
  • Frá upphafi: 2350089

Annađ

  • Innlit í dag: 273
  • Innlit sl. viku: 1476
  • Gestir í dag: 269
  • IP-tölur í dag: 259

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband