Illviðratíðni í apríl (örstuttur fróðleiksmoli)

Þótt illviðri séu stundum hörð í apríl og geti stöku sinnum skákað vetrarveðrum er tíðni þeirra mun minni heldur en í mars. Það sést í hvaða illviðramæli sem vera skal, t.d. þeim sem taflan hér að neðan byggir á.

Tekinn var saman fjöldi daga þegar hámarksvindhraði hefur náð 20 m/s á að minnsta kosti 15% veðurstöðva. Frá 1949 fundust alls 1528 slíkir dagar. Þeir dreifast mjög ójafnt á mánuði eins og taflan sýnir.

mánillviðradaghlutfall
jan29915,1
feb28015,5
mar21811,0
apr723,8
maí231,2
jún150,8
júl50,3
ágú90,5
sep603,1
okt1316,6
nóv1819,4
des23511,8

Dagarnir eru flestir í janúar, því næst í febrúar og desember. Reyndar er febrúar styttri en hinir mánuðirnir og þegar búið er að leiðrétta fyrir því fer hann rétt upp fyrir janúar sem illviðrasamasti mánuður ársins á þessu tímabili.

Fyrri dálkur töflunnar sýnir einfaldlega fjölda illviðradaga á 64 ára tímabilinu, en sá aftari sýnir líkurnar á að einhver dagur í mánuðinum sé illviðradagur af þessu tagi. Það eru um 15% daga í janúar og febrúar, rúmlega einn af sjö að jafnaði.

Mars er svipaður og desember, nóvember litlu lægri, en apríl og september mun neðar í talningunni. Í apríl ekki nema fjórir dagar af hundrað - rúmlega einn í mánuði. Maí er síðan enn neðar. Illviðri eru fátíðust í júlí og ágúst.

Flestir voru illviðradagarnir í apríl 1953, fimm talsins. Samkvæmt þessu máli voru verstu veðrin þessi:

 ármán dagurátt
12011410suður
21990411suðvestur
31992424norðaustur
4195342norður
51990425norðvestur
61971417norðaustur
7196943suðvestur
81990426norðvestur
9195343norður
101995412suðvestur
111963410norðaustur
121963411norður

Þetta eru tíu veður - en tólf dagar, tvö veðranna eiga tvo daga hvort á listanum. Efst er illviðrið mikla þann 10. apríl 2011. Um það var fjallað á hungurdiskum á sínum tíma, bæði 10. og 11. apríl


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

 • Slide10
 • Slide9
 • Slide11
 • w-1945v
 • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (24.5.): 33
 • Sl. sólarhring: 84
 • Sl. viku: 1501
 • Frá upphafi: 2356106

Annað

 • Innlit í dag: 33
 • Innlit sl. viku: 1406
 • Gestir í dag: 33
 • IP-tölur í dag: 33

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband