Frekar óvenjulegt (en ekki út úr korti)

Síđdegis í dag (föstudag 12. apríl) gat ađ líta óvenjulegt skýjafar viđ Faxaflóa. Háreistir éljaklakkar fóru um sviđiđ. Ţeir óđu upp - varla búnir ađ myndast ţegar öll úrkoman var fallin úr ţeim - harla rýr ađ vöxtum enda var rakastig í Reykjavík á sama tíma innan viđ 40%. Sól skein á milli klakkanna og í gegnum éljadrögin - í norđanáttinni. Vont ađ geta ekki sýnt myndir af ţessu en ţađ er varla hćgt ađ mynda allt - mikiđ vantar upp á heildaráhrifin.

En hvađ um ţađ. Kortiđ hér ađ neđan má minna á ţetta ástand. Ekki er ţó beinlínis hćgt ađ sjá ţađ af kortinu einu saman. Ţađ gilti klukkan 15 í dag (ţegar klakkarnir voru upp á sitt besta).

w-blogg130413a

Tvennt er kunnuglegt á kortinu, ţarna eru venjulegar vindörvar og sýna vind í 10 metra hćđ og sömuleiđis má sjá hefđbundnar jafnţrýstilínur taka sinn venjulega norđaustanáttarsveig yfir landinu. Litafletirnir sýna hins vegar hćđ efra borđs jađarlagsins svonefnda. Lítillega er um ţađ fjallađ í fróđleikspistli á vef Veđurstofunnar. Ţar segir m.a.: Jađarlagiđ er skilgreint sem sá hluti veđrahvolfsins sem er undir svo nánum áhrifum frá yfirborđi jarđar ađ fréttir af breytingum ţar geti borist á klukkustund eđa minna í gegnum allt lagiđ.

Bláu litirnir sýna ţunnt jađarlag - efra borđiđ er ekki nema í um 200 metra hćđ yfir sýndarVatnajökli líkansins. Rauđi liturinn viđ vesturströnd Íslands táknar ţykkara jađarlag, hćst er í ţađ í punkti rétt viđ Reykjavík, 2742 metrar (nákvćmt skal ţađ vera). Á svona korti sýna rauđu svćđin sérlega óstöđugt loft - í dag var hrćrt svo ört ađ varla var hćgt ađ fylgjast međ.

En ţađ er fleira óvenjulegt á ferđinni. Ţar er sérlega djúp lćgđ  - langt vestur af Írlandi. Öllu lćgri tölur sjást ekki í apríl. Kortiđ ađ neđan sýnir spá evrópureiknimiđstöđvarinnar um hádegi á laugardag. Táknmál ţess er kunnuglegt, jafnţrýstilínur, úrkoma og hiti í 850 hPa-fletinum (strikalínur).

w-blogg130413b

Lćgđin hefur áhrif á mjög stóru svćđi og ţar á međal á Íslandi en ekki fyrr en á sunnudag - ţá farin ađ grynnast (en leiđindi samt). Viđ sjáum tvćr smálćgđir á kortinu viđ Ísland, önnur er fyrir suđaustan land var nokkuđ öflug í dag (föstudag) en farin ađ grynnast um hádegi á morgun - kannski kemur hún aftur til vesturs međ Suđurlandi. Hin lćgđin er viđ Vestfirđi - býsna kröpp og er ţarna á leiđ til suđvesturs.

Ţótt lćgđin suđur í hafi sé óvenjuleg er ástandiđ í 500 hPa jafnvel enn óvenjulegra. Ţetta er spá bandarísku veđurstofunnar (fyrir fljótfćrni ritstjórans).

w-blogg130413c

Hér eru jafnhćđarlínur heildregnar, en rauđar strikalínur sýna ţykktina. Ţví meiri sem hún er ţví hlýrra er í neđri hluta veđrahvolfs. Miđja kuldapollsins sem valdiđ hefur köldu veđri undanfarna daga er ţarna rétt undan Vesturlandi. Ţađ er 5100 metra jafnţykktarlínan sem kemur inn á land. Ţessi ţykkt er dćmigerđ fyrir kaldan útsynning ađ vetrarlagi - suđvestanátt er reyndar viđ Suđvesturland í ţessari hćđ - en hún nćr ekki niđur orđin ađ veikri norđvestanátt viđ jörđ (sjá efra kort).

En 500 hPa-hćđin í lćgđarmiđjunni suđur í hafi er 4980 metrar (ösmár hringur) - ţađ er óvenjulegt svo sunnarlega undir miđjan apríl. Ađeins hálfur mánuđur tćpur í sumardaginn fyrsta.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pálmi Freyr Óskarsson

Ţar sem tölvupóstforitiđ virkar ekki til sendinga, ţá vil ég ţakka ţér hér Trausti kćrlega fyir tölfrćđina sem ţú sendir mér fyrir nokkrum dögum. Mađur mun melta ţessar tölur nćstu árin.

Pálmi Freyr Óskarsson, 13.4.2013 kl. 01:45

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Júlí 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Nýjustu myndir

  • w-blogg220724b
  • w-blogg220724a
  • w-blogg210724
  • Slide2
  • Slide1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.7.): 17
  • Sl. sólarhring: 427
  • Sl. viku: 2733
  • Frá upphafi: 2378309

Annađ

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 2421
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband