Úrkomubakkar

Ţegar kalt loft umlykur landiđ eins og nú eru úrkomubakkar af ýmsu tagi vanir ađ skjóta upp kollinum. Sumir ţeirra vefjast upp í kringum smálćgđir. Mesta furđa er hversu vel tölvuspárnar ná ţessu nú á síđustu árum.

Harmonie-líkaniđ sem Veđurstofan er nú međ í tilraunarekstri er eitt ţeirra. Ţađ nćr ađ vísu ekki nema rétt út fyrir Ísland, utar rćđur evrópureiknimiđstöđin öllu. Út úr líkaninu eru teknar upplýsingar um fjölmarga veđurţćtti á klukkustundar fresti. Hér ađ neđan er eitt ţessara korta.

Ţađ sýnir sjávarmálsţrýsting, vind og úrkomu klukkan 18 síđdegis á föstudegi 12. apríl.

w-blogg120413a

Jafnţrýstilínur eru heildregnar. Einnig má merkja daufar bláar strikalínur og sýna ţćr hita í 850 hPa-fletinum - ţar er kalt frostiđ um -15 stig yfir Reykjavík. Hefđbundnar vindörvar sýna vindátt og stefnu. Lituđ svćđi sýna úrkomuákefđ - klukkustundarúrkomu. Tveir úrkomubakkar eru áberandi. Annar ţeirra er rétt fyrir sunnan land og er ađ skila upp í 10 mm úrkomu á einni klukkustund ţar sem mest er. Ţađ er mikil snjókoma.

Hinn bakkinn er viđ norđurströndina. Af kortunum fyrir og eftir má ráđa ađ ţessi bakki kemur úr norđaustri og gengur til suđvesturs inn á land - en leysist upp ađ mestu ţegar inn á landiđ kemur. Annars eru snjókomubakkar nokkuđ algengir á ţessum slóđum og geta viđ bestu skilyrđi setiđ ţar fastir langtímum saman. Eins og kunnugir vita er oft snjókoma á annesjum norđvestanlands ţótt bjart veđur sé ţar inni í sveitum. Ţađ eru fleiri en ein ástćđa fyrir ţví ađ ţessu er svona háttađ og eitthvađ hefur veriđ um ţađ fjallađ á hungurdiskum áđur.

Á klukkustundarkortum verđa éljabakkar oftast mjög mjóslegnir - sé úrkoma ţriggja klukkustunda lögđ saman verđa ţeir breiđari, smyrjast út. Viđ lítum á kort evrópureiknimiđstöđvarinnar sem gildir á sama tíma - nema ađ hér er safnađ saman ţriggja klukkustunda úrkomu.

w-blogg120413b

Báđir úrkomubakkar harmoniekortsins eru til stađar á ţessu korti. Bakkinn veiđ Norđurland er útsmurđari en hámarkiđ í honum er 1,5 til 3,0 mm á ţremur tímum. Blái liturinn í bakkanum suđurundan sýnir 5 til 10 mm á ţremur klukkustundum. Ţađ er samt ţónokkur snjókoma. 

Á ţessu korti má einnig sjá úrkomutegund. Örsmáir krossar (kortiđ batnar viđ stćkkun) tákna snjókomu en ţríhyrningar klakkaúrkomu (él eđa sambreyskju élja og breiđuúrkomu). Hér nćr úrkoman ađeins inn á land - ţar eru engir ţríhyrningar. Sennilega kembir bliku fram af bakkanum. Ţađ kemur í ljós hvort úrkoman kemst inn á land í raun og veru.

Síđasta kort dagsins sýnir klakkaţátt úrkomunnar eingöngu - á heldur stćrra svćđi.

w-blogg120413c

Klakkaúrkoman nćr ekki inn á land (hvort hún svo gerir ţađ er annađ mál). Bakkinn hringar sig í kringum nokkuđ krappa smálćgđ sem á ađ fara í hringi fram á laugardag. Spárnar segja ađra smálćgđ myndast fyrir norđaustan land og ađ hún ađ fari til vesturs skammt úti af Vestfjörđum síđdegis á laugardag. Ţađ er ansi vel af sér vikiđ reiknist ţetta allt rétt.

Fyrir ofan lćgđina fyrir sunnan land er suđvestanátt í háloftum og kembir fram af háreistum skýjum éljabakkans. Skýjaglópar fylgjast auđvitađ međ ţví í bjartviđri. Alltaf nóg ađ sjá.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Hér í Hafnarfyrđinum er nú búiđ ađ vera kallt og ţurt í margar vikur og norđanátt. Í húsinu okkar fer rafmagniđ ađ haga sér annsi skringilega međ ađ allt sem gengur á rafhlöđum stoppar og reykvarslarar tćmast og fara ađ pípa og ţetta er bara á nóttunni núna síđastliđnar 2 vikur. Hvađ er ţađ sem veldur? ţurt rafmagnađ loft. Húsiđ er međ mjög lélega jarđtengingu veit ég.

Eyjólfur Jónsson, 13.4.2013 kl. 00:24

2 Smámynd: Trausti Jónsson

Ţakka ábendinguna Eyjólfur. Ég er nú ekki sérlega vel ađ mér í rafmagnsmálum - utandyra veldur vindur (og núningur lofts í akstri) í ţurrki ţví ađ hleđslur byggjast upp á bílum og sjálfsagt öllum málmhlutum og fleiru. Ég veit ekki međ bárujárnsţök - eđa bárujárnshús eđa ţá járnabindingar? Mér finnst reyndar perur hjá mér hafa enst óvenjuilla upp á síđkastiđ. Góđar jarđtengingar eru til bóta.

Trausti Jónsson, 13.4.2013 kl. 01:43

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 46
  • Sl. sólarhring: 240
  • Sl. viku: 1362
  • Frá upphafi: 2349831

Annađ

  • Innlit í dag: 36
  • Innlit sl. viku: 1239
  • Gestir í dag: 36
  • IP-tölur í dag: 35

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband