8.4.2013 | 00:55
Lægðardrag úr norðvestri
Háloftalægðardrög sem koma úr norðvestri yfir Grænland eru leiðinleg á öllum árstímum. Ekki þó alveg öll því það skiptir mjög miklu máli hvar og hvernig þau fara yfir jökulinn. Fleira skiptir líka máli t.d. hversu mikið af köldu lofti er í biðstöðu yfir ísaslóðum austan Grænlands. Ekki er ætlunin hér að greina það í smáatriðum. Mörg verstu hret sem gerir hér á landi að vor- og sumarlagi eru þessarar ættar. Meinlausu lægðardrögin eru þó miklu fleiri - og svo allt þar á milli.
Lítum á mynd sem sýnir þrjár dæmigerðar leiðir lægða sem koma úr norðvestri. Kortagrunnurinn er eftir Þórð Arason.
Hér sjást þrjár dæmigerðar leiðir. Sú austasta (dökkbláa) sýnir drag (lægð) sem rennur hjá án þess að aflagast mikið af Grænlandi. Þá kemur veggur af köldu lofti suður yfir land. Snögglega skiptir úr hægviðri og yfir í hvassa norðan- eða norðaustanátt. Lægð myndast þá um síðir fyrir suðaustan land eða jafnvel enn sunnar.
Komi lægðardragið yfir Grænland vestar, nær fjallgarðurinn betra taki á því og skerpir á draginu. Þá myndast lægð yfir landinu eða fyrir vestan það og að baki hennar gengur í hvassa norðaustanátt. Þriðja leiðin, sú syðsta, er að jafnaði hagkvæmust. Þá myndast lægð fyrir vestan land og fer e.t.v. ekki langt til austurs. Hugsanlegt er að landið sleppi við norðaustanáttina. (En samt hafa nokkur allra verstu veðrin farið þessa leið).
Þetta er allt saman ansi mikil einföldun - ekki síst vegna þess að drögin eru svo misöflug þegar þau koma að Grænlandi - eins skiptir mjög miklu máli hver breidd og krappi þeirra er.
Nú stefnir í að eitt þessara draga komi að landinu á þriðjudaginn og fari suðaustur fyrir land. Það bregður þó út af myndinni hér að ofan þannig að annað kemur óþægilega stutt á eftir því og truflar myndina. Það er alltaf eitthvað sem gerir það.
En lítum á 500 hPa-kort sem sýnir hæð flatarins ásamt vind og hita í honum um hádegi á þriðjudag (9. apríl).
Þetta lægðardrag er býsna skarpt og er á leið til suðausturs. Á eftir því fylgir gusa af köldu lofti beint úr norðri. Þetta minnir dálítið á kuldakastið í byrjun marsmánaðar - en ekki eins slæmt. Við sjávarmál (ekki sýnt) er lægð að myndast undan Vestfjörðum. Lægðin er þó mjög flöt á annað borð - suðvestanátt varla til á suðausturhlið hennar - en allhvöss eða hvöss norðaustanátt er á hitt borðið. Sú norðaustanátt fylgir síðan lægðinni á leið hennar suðaustur og nær um síðir um land allt.
Í marskastinu komst kalda loftið vel suður fyrir land - en hlýja loftið sótti síðan aftur á af eftirminnilegu harðfylgi. Þá myndaðist lægðardrag sem fór hægt til vesturs við Suðurland - en lokuð lægð sýndi sig ekki fyrr en vestur undir Grænlandi - svo mikil var norðaustanáttin.
Núna virðast svipaðir hlutir eiga að gerast. Þó þannig að þriðjudagslægðin grafist niður undan Suðvesturlandi og taki það hlutverk sem lægðardragið hafði í marskastinu. Í dag spáir evrópureiknimiðstöðin því að lægðin fari suður á um 62 gráður norðurbreiddar síðdegis á fimmtudag en snúi þá við og takist á við kalda loftið með tilheyrandi slyddu eða hríð.
Þótt þetta sé allt með vægari hætti heldur en í marsveðrinu eru átök komandi viku samt talsvert sjónarspil sem alla vega sum veðurnörd ættu að hafa gaman af að fylgjast með. Víst er að hefði vikan sem nú fer í hönd verið dymbilvika hefði þessi atgangur kallast páskahret.
En á þriðjudaginn (9. apríl) eru nákvæmlega 50 ár frá frægasta páskahreti á síðari hluta 20. aldar. Það var sömu ættar og hretið okkar. Lægðardrag kom úr norðvestri yfir Grænland og fór suður um land. Á kortinu hér að neðan má sjá útgáfu amerísku ncep-greiningarinnar af lægðardraginu - á hádegi 9. apríl 1963, sama mánaðardag og myndin hér að ofan.
Jafnhæðarlínur eru dregnar með sama bili og þær eru á nútímakortinu. Sjá má að hér er um miklu verri stöðu að ræða heldur en í dag. Á fyrra korti eru 4 jafnhæðarbil sem þekja Ísland en átta á þessu. Þó er það svo að í greiningunni vantar upp á snerpu raunveruleikans.
Hungurdiskar munu einhvern næstu daga fjalla meira um páskahretið mikla - ef hretaþrek ritstjórans endist.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.3.): 34
- Sl. sólarhring: 78
- Sl. viku: 1715
- Frá upphafi: 2452592
Annað
- Innlit í dag: 30
- Innlit sl. viku: 1583
- Gestir í dag: 29
- IP-tölur í dag: 28
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Endilega að fjalla um páskahretið mikla,hvert ég man eins og gerst hefði í gær þó það hafi verið áður en ég fé veðurmaníuna.
Sigurður Þór Guðjónsson, 8.4.2013 kl. 17:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.