7.4.2013 | 01:31
Meinlaust aprílveður
Þetta meinlausa veður í dag (laugardag) verður víst að flokkast undir kulda. Hámarkshiti á landinu rétt skreið yfir 5 stig og lægsta lágmarkið um -20 stig (á Brúarjökli). Á miðnætti var -14 stiga frost á Grímsstöðum á Fjöllum og frost á láglendi um nánast allt land. Dægursveifla var lítil um landið vestanvert í skýjuðu veðri og norðaustanlands dregur snjórinn úr dægursveiflunni þar sem hann liggur. En vindur er hægur og veðrið því meinlaust (að slepptri laumulegri hálku sem varast ber).
Spákort morgundagsins (sunnudags 7. apríl klukkan 18) er líka rólegt að sjá. Það er fengið úr hirlam-líkani því sem danska veðurstofan rekur.
Mikið háþrýstisvæði er í námunda við Ísland og norður í höf en kröftug en þó minnkandi lægð suður af Grænlandi. Enn er frekar svalt í Evrópu, snjókomu spáð í Skotlandi og Írum þykir kalt - írska veðurstofan varar við kulda í nótt. Þýska veðurstofan er einnig í kuldagír. Þegar nánar er að gáð sjáum við -5 stiga jafnhitalínuna (blá strikalina) þvælast yfir Bretlandi og suður á Þýskaland.
Við sitjum við -10 línuna, hún er rétt norðan við land á kortinu. Þetta breytist lítið á mánudaginn í námunda við okkur. Á þriðjudaginn færist kuldinn í aukana og vindur vex, en ekki er enn hægt að sjá hvort hægt verður að tala um hret. Orðið felur í sér eitthvað meira heldur en hita rétt undir meðallagi og hægan vind. Páskarnir eru liðnir þannig að ekki er hægt að tala um páskahret - ætli hrafnahret sé það næsta í langri röð vorhretanafna?
Spár í dag (laugardag) eru heldur vægari varðandi hretið heldur en var í gær (sjá næsta pistil á undan þessum) - vonandi heldur sú þróun áfram. En það munar samt um 4 til 5 stiga kólnun frá því sem var í dag og öllu meiri vind.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.5.): 496
- Sl. sólarhring: 615
- Sl. viku: 2069
- Frá upphafi: 2466629
Annað
- Innlit í dag: 460
- Innlit sl. viku: 1900
- Gestir í dag: 445
- IP-tölur í dag: 430
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Ég bíð enn eftir að fá tölfræðina frá þér Trausti sem bað um daginn.

Pálmi Freyr Óskarsson, 7.4.2013 kl. 01:45
Ég er ekki í sambandi við gagnagrunn Veðurstofunnar nema í vinnunni - þannig að þú verður að bíða rólegur.
Trausti Jónsson, 7.4.2013 kl. 02:06
Allt í góðu. Ég bíð þá bara sallarólegur enn lengur.
Pálmi Freyr Óskarsson, 7.4.2013 kl. 02:18
Sæll Trausti!
Ég les pistla þína reglulega með mikilli ánægju.
Sem fullkominn amatör tók ég mig til og bjó til línurit yfir mánaðarmeðalhita á Egilsstöðum frá desember 2010 til mars nýliðins og bar saman við meðaltalstölurnar. Allt frngið úr tíðarfarsyfirlitum Veðurstofunnar. Þá kemur í ljós áberandi frávik sem endurtekur sig öll árin. Hlýinadakaflar síðvetrar með allt að 4 gráðu fráviki.
En sem Héraðsbúi hef ég ekki getað varist þeirri tilfinningu að það verði æ sjaldgæfara hér um slóöir að það komi veruleg hlýindi með suðlægum hér á sumrin. Þá ég við röð daga með hita um eða yfir 20 stiga hita. Sumrin hér einkennast æ meir af austan og norðaustanátt, skýjuðu veðri og fýlu, meðan Faxaflóabúar lofa árgæskuna æ meir. Síðustu tvö ár hafa ribsber ekki náð að þroskast að gagni á minni lóð. Raunar var 2011 árið þegar ekkert sumar kom. Hins vegar var haustið milt.
Það er eins og að lægðabrautirnar sitji fastar sunnan við land og beygi síðan hart í bak og upp Noregshaf.
Erum við að sjá í þessu hegðun sem á sér dýpri rætur ?
Kveðja, Þórhallur ( MA 72 )
Þórhallur Pálsson, 7.4.2013 kl. 10:45
Bestu þakkir fyrir athugasemdina Þórhallur. Sumur hafa verið heldur dauf eystra - enda hafa eins og þú segir austan- og norðaustanáttir verið ríkjandi. Ég á eftir að kíkja betur á hvaða sunnanáttardögum hefur fækkað eða hvort þeim hefur fækkað. Það má að vísu sjá umfjöllun um þessi mál í eldri pistlum hér á hungurdiskum. En Norður- og Austurland hefur þó átt góða daga. Hér er til gamans listi um hæsta hita ársins á landinu síðustu 10 ár. Egilsstaðaflugvöllur er tvisvar á toppnum og þessi landshluti á hæsta hitann í 7 árum af 10.
Trausti Jónsson, 9.4.2013 kl. 01:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.