Óvenjulegur háţrýstingur á N-Grćnlandi og Svalbarđa

Ađ undanförnu hefur ţrýstingur veriđ međ hćsta móti á norđurslóđum og á morgun á hann ađ fara upp fyrir 1060 hPa viđ strönd Norđaustur-Grćnlands. Á veđurkortum má stundum sjá hćrri ţrýsting yfir Grćnlandsjökli - en ekkert ţýđir ađ taka mark á ţví. Ţrýstingur nćrri sjávarmáli er hins vegar marktćkur í metingi. Viđ lítum á spá evrópureiknimiđstöđvarinnar á hádegi á morgun (ţriđjudaginn 19. mars).

w-blogg190313a

Norđurskautiđ er efst á myndinni en örvar benda á Ísland og Svalbarđa. Jafnţrýstilínur eru heildregnar en litir sýna hita í 850 hPa-fletinum. Á kortinu er hćđin um 1063 hPa í miđju. Breiđa jafnţrýstilínan í kringum hana sýnir 1060 hPa. Á kortinu nćr hún inn á Norđaustur-Grćnland ţar sem veđurstöđin Station Nord er stađsett norđan viđ nesiđ mikla sem kennt er viđ Kristján krónprins (sem síđar varđ tíundi). Viđ bíđum spennt eftir tölum ţađan. Kl. 24 á mánudagskvöld var ţrýstingurinn á stöđinni 1059,7 hPa (stígandi). Hvađ danska veđurstofan segir um ţađ verđur ađ koma í ljós.

Opinbert metabókhald á vef dönsku veđurstofunnar nćr ekki nema aftur til 1958 og segir ţađ hćsta ţrýsting sem mćlst hafi á Grćnlandi vera 1059,6 hPa, í Upernavik á vesturströndinni 18. janúar 1958. Misminni ritstjórans kvakar um ađ ţađ sé ekki hćsti ţrýstingur allra tíma á Grćnlandi en getur ekki neglt niđur tölur né dagsetningar ađ svo stöddu. Minnir ţó ađ hafa séđ tölu yfir 1060 hPa frá Myggbukta - ekki mjög langt norđur af Scoresbysundi í janúar stríđsveturinn fyrsta 1940. Mjög lítiđ er af athugunum frá Norđaustur-Grćnlandi fyrir ţann tíma. Vestur-Grćnland á ábyggilega hćrri tölu en 1060 á fyrri tíđ.

En ţrýstingur nú á einnig ađ fara mjög hátt á Svalbarđa - hćrra en ađ minnsta kosti síđustu 15 árin - ţótt 1060 hPa virđist ekki náđ ţar ađ ţessu sinni.

En ţađ er fleira merkilegt á kortinu. Gríđarleg hlýindi eru nú viđ Vestur-Grćnland og frostlaust í 850 hPa-fletinum á allstórum blettum, m.a. yfir Thule. Á veđurstöđinni ţar, Qaanaaq, fór hiti í dag í 9 stig. Ţađ hlýtur ađ teljast međ eindćmum. Frostlaust varđ á öllum veđurstöđvum Vestur-Grćnlands og hefur hćst frést af 11 stigum í Syđri-Straumfirđi. Grćnlandsmetiđ í mars var ţó ekki í hćttu (16,0 stig). Ađ sögn grćnlenska útvarpsins eru forsvarsmenn skíđalandsmótsins í Nuuk orđnir órólegir - ađalgöngubrautin er undir vatni sem stendur. En mótiđ er ekki fyrr en um páskana.

Á kortinu má einnig sjá smálćgđapar sem stefnir til Íslands úr norđaustri (ađeins önnur er merkt međ L). Norđvestan viđ ţađ er mikill norđaustanstrengur, um og yfir 25 m/s ţar sem mest er. Vegna ţess ađ lćgđirnar eru ekki á nákvćmlega sömu braut sleppum viđ furđanlega. Fyrri lćgđin fer til suđvesturs um Austurland á ţriđjudagskvöld - en sú síđari suđvestur yfir Vestfirđi snemma á miđvikudag. Síđari lćgđin beinir verstu norđaustanáttinni frá landinu ţannig ađ öflugasti strengurinn fer suđvestur um Grćnlandssund. En ţetta eru smáatriđi sem má ekki taka of mikiđ mark á.

Ferđalangar og ađrir sem eitthvađ eiga undir veđri ćttu ađ fylgjast međ spám Veđurstofunnar og sömuleiđis veđurathugunum á ferđaleiđum.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Ekkert virđist bóla á suđvestanáttinni hjá okkur. Ćtli viđ sleppum alveg viđ útsynningsél ţennan veturinn?

Emil Hannes Valgeirsson, 19.3.2013 kl. 20:48

2 Smámynd: Trausti Jónsson

Ţakka ţér fyrir Emil. Ţađ er sjaldan sem útsynningurinn nćr sér upp svo seint ađ austanáttarvetri, hefur ţó gerst. Ég hef hugsađ mér ađ fara í talningu útsynningsdaga einhverja áratugi aftur í tímann til ađ stađfesta tilfinninguna. Ef ég klára mig af ţví segi ég frá ţví á hungurdiskum.

Trausti Jónsson, 20.3.2013 kl. 00:46

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Maí 2024
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

 • w-blogg250524b
 • w-blogg250524a
 • Slide10
 • Slide9
 • Slide11

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (27.5.): 5
 • Sl. sólarhring: 316
 • Sl. viku: 1845
 • Frá upphafi: 2357238

Annađ

 • Innlit í dag: 5
 • Innlit sl. viku: 1724
 • Gestir í dag: 5
 • IP-tölur í dag: 5

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband