Dálítiđ öfugsnúiđ

Vestanáttin er langt undan eins og oftast í vetur. Sem stendur ber mest á norđan- og sunnanáttum á ţeim svćđum sem viđ erum vön ađ sjá á veđurkortum - en svo virđist sem norđaustan- og austanátt taki viđ. Ţegar ritstjórinn var ađ alast upp ţótti honum ţađ hin eđlilega marsveđrátta međ úrkomuleysi, ţurrkum og sinubrunum á Vesturlandi.

Marsmánuđur ársins í ár skríđur nú ákveđiđ upp eftir međalháţrýstilistunum - ađ vísu enn ekki kominn nálćgt toppnum en ef svo fer fram sem horfir mćtti fara ađ gefa ţrýstingnum meiri gaum. En viđ lendum enn og aftur í ţeirri stöđu ađ lćgđir sem nálgast landiđ úr hefđbundinni átt lognast út af langt fyrir sunnan land. Rými skapast ţó fyrir ađrar tegundir lćgđa - ţćr sem koma afturábak úr norđaustri - eđa ţćr sem snarast út úr austanáttinni fyrir sunnan land og fara sömuleiđis í öfuga átt - til vesturs. Ţađ getur veriđ gaman ađ fylgjast međ slíku í fylgd háupplausnarveđurlíkana. Fyrr á árum réđst illa viđ greiningu á ţessum fyrirbrigđum.

Viđ skulum líta á sjávarmálsspána frá evrópureiknimiđstöđinni og gildir hún klukkan 6 á mánudagsmorgni.

w-blogg170313

Litafletir sýna úrkomu en strikalínur hita í 850 hPa. Engin alvöruvestanátt er á kortinu og viđ borđ liggur ađ engin sjávarmálsvestanátt sé á Atlantshafi fyrr en langt suđur á suđurhveli jarđar. Stađa sem ţessi er einna algengust seint í apríl og byrjun maí. En voriđ er ţó varla komiđ? Nei, ekki enn. Hćđin yfir Grćnlandi er merkt sem 1042 hPa - viđ tökum hóflegt mark á tölum yfir hálendi jökulsins en ţrýstingur er líka yfir 1040 hPa viđ ströndina ţar norđausturaf. Ţađ tökum viđ gott og gilt.

Nćsta lćgđ sem fer hjá landinu er sú sem á kortinu er viđ Norđur-Noreg. Hún böđlast einhvern veginn til suđvesturs - međ óljósri miđju og fer yfir landiđ eđa nćrri ţví á ţriđjudagskvöld eđa ađfaranótt miđvikudags. Vel má vera ađ hún verđi orđin ađ lćgđardragi. Á undan henni er kaldur gjóstur frá heimskautaslóđum - ţykkt spáđ niđur fyrir 5040 metra.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Ágúst 2020
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

 • w-blogg110820a
 • w-blogg090820aa
 • ar_1871p
 • ar_1871t
 • ar_1870p

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (12.8.): 448
 • Sl. sólarhring: 727
 • Sl. viku: 2556
 • Frá upphafi: 1953382

Annađ

 • Innlit í dag: 413
 • Innlit sl. viku: 2243
 • Gestir í dag: 407
 • IP-tölur í dag: 395

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband