11.3.2013 | 01:13
Þversnið
Nú er hægviðri upp í gegnum allt veðrahvolfið yfir landinu og gott að nota tækifærið til kynna þversnið til sögunnar í fyrsta sinn á hungurdiskum. Þau sýna, eins og nafnið bendir til, lóðréttar sneiðar af lofthjúpnum - misháar og mislangar. Sýna má margs konar veðurþætti með þversniðum en algengastir eru vindur, mættishiti og rakastig. Fleira sést þó, t.d. lóðréttur vindur, bylgjubrot og raunar nærri því hvað sem er.
Þversniðið sem hér verður litið á er fengið úr harmonie-spálíkaninu sem Veðurstofa Íslands reiknar allt að því fjórum sinnum á dag. Vonandi líður að því að framleiðsluvörur þess fari að birtast með reglubundnum hætti á vef stofnunarinnar. Sniðið sýnir vind, vindátt og mættishita eftir 23. lengdarbaugnum frá 63°N til 67°N. Lengdarbaugurinn liggur til norðurs rétt vestur af Reykjanesi, fer yfir Snæfellsnes og síðan norður um Vestfirði. Efst í hægra horni má sjá lítið Íslandskort þar sem hvít lína sýnir legu sniðsins.
Suður er til vinstri á myndinni, en norður til hægri, breiddarstig eru mörkuð á lárétta ásinn. Lóðrétti ásinn sýnir þrýsting. Hann minnkar auðvitað með hæð. Efst er 250 hPa flöturinn, í um 10 kílómetra hæð. Grá klessa stingur sér upp á við rétt sunnan við 66°N. Það eru Vestfjarðafjöllin. Snæfellsnes er veigaminna. Rétt sést sem lítill grár nagli til vinstri við þar sem stendur Sn (myndin batnar þónokkuð við stækkun).
Litafletirnir sýna vindhraða. Á grænu svæðunum er hann minni en 10 m/s, kaldi eða minna. Fyrir ofan 500 hPa er dágóður ljósblár flötur, þar er vindur meiri en 10 m/s. Vindörvar sýna vindstefnu og hraða á hefðbundinn hátt. Þó verður að vara sig vel á því að stefnan á alls ekki við lóðréttar hreyfingar heldur sýnir þær láréttu á hverjum stað. Vindstefna er víðast hvar á bilinu frá vestri yfir í norðvestur. Allra neðst vottar fyrir mjög hægri norðan- og norðaustanátt.
Mjóslegnar, heildregnar línur sýna mættishitann á tveggja stiga bilum. Hann er hér í Kelvingráðum (til að forðast rugling við hinn mælda hita). Mættishitinn er lægstur allra neðst (hann er það alltaf). Það er 274 K línan sem rekst á Vestfirði og þar undir við norðanverðan Breiðafjörð má aðeins sjá í 272 K línuna. Við vitum að frostmark er við 273 K.
Ef rýnt er í mættishitalínurnar má sjá að þær eru þéttari á milli 850 hPa og 800 hPa heldur en annars. Sömuleiðis má þar sjá veigalítið brot í bæði vindátt og vindhraða. Þarna er loft sem er stöðugra heldur en annað. Því þéttari sem mættishitalínurnar eru því stöðugra er loftið. Sennilega markar þetta stöðuga lag efra borð jaðarlagsins svonefnda. Jaðarlagið hefur nánari tengsl við yfirborð jarðar heldur en loftið ofan þess. Hér er vindur þó svo hægur að stöðuga lagið (hitahvörf?) eru leifar af fréttaflutningi (blöndun) þegar vindur var meiri fyrir einum til tveimur dögum.
Einnig eru allþéttar mættishitalínur alveg efst á myndinni. Þar eru veðrahvörfin sennilega á ferð.
Þetta er óvenjurólegur vetrardagur og ekkert stórt að gerast á Vesturlandi. Myndin verður æsilegri að sjá þegar illviðri geisa. Við bíðum eftir einhverju stílhreinu til að líta á. Það er kortameistari Veðurstofunnar, Bolli Pálmason, sem á heiðurinn af gerð myndarinnar.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 01:16 | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.3.): 310
- Sl. sólarhring: 526
- Sl. viku: 1500
- Frá upphafi: 2453520
Annað
- Innlit í dag: 300
- Innlit sl. viku: 1382
- Gestir í dag: 298
- IP-tölur í dag: 296
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.