Snjór við Ermarsund

Sjaldan snjóar á Ermarsundseyjum í marsmánuði - snjóhula (alhvítt?) hefur þar viðdvöl á jörð aðeins um það bil fimmta hvert ár að meðaltali. Ársmeðalfjöldi 1961 til 1990 er innan við þrír dagar á ári. Í dag (mánudag) stefndi þar í snjódýptarmet fyrir mars - að sögn breska útvarpsins. Ekki vitum við hvort sú varð raunin. En veðurlag var dæmigert fyrir snjó á þessum slóðum. Það sjáum við á kortinu að neðan.

w-blogg120313a

Lægð er yfir vestanverðu Frakklandi. Talsverð úrkoma er norðan við hana og austanáttin býsna köld, tíu stiga frost er í 850 hPa suður á sundið, fjórum stigum kaldara en var yfir Reykjavík á sama tíma. Þykktin var nálægt 5280 metrum á sama stað, sú sama og yfir Reykjavík.

Snjórinn á eyjunum bráðnar væntanlega strax og styttir upp. Lægðin fer austur og síðar suðaustur og mun valda leiðindum víðar í álfunni í vikunni þótt ekki sé hún djúp - ekki einu sinni á þarlendan mælikvarða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Hvernig ætli sé með veðurfarið við Lagarfljót. Hefur það breyst eftir virkjunina eins og lífríkið?

Sigurður Þór Guðjónsson, 12.3.2013 kl. 14:54

2 Smámynd: Trausti Jónsson

Ekki svo vitað sé - ég veit ekki hvort fylgst hefur verið með breytingum á vatnshita eða ísmyndun.

Trausti Jónsson, 13.3.2013 kl. 01:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

 • Slide10
 • Slide9
 • Slide11
 • w-1945v
 • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (24.5.): 25
 • Sl. sólarhring: 80
 • Sl. viku: 1493
 • Frá upphafi: 2356098

Annað

 • Innlit í dag: 25
 • Innlit sl. viku: 1398
 • Gestir í dag: 25
 • IP-tölur í dag: 25

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband