Þorraþrællinn

Þorri er fjórði mánuður vetrar í íslenska tímatalinu gamla. Síðasti dagur hans er nefndur þorraþræll og ber ætíð upp á laugardag. Daginn eftir hefst góa með konudegi. Á þorraþræl er liðinn fyrsti þriðjungur útmánaða en það er samheiti síðvetrarmánaðanna þriggja, þorra, góu og einmánaðar.

Margir kannast eingöngu við þorraþrælinn vegna nafns kvæðisins sem hefst á orðunum „Nú er frost á Fróni - frýs í æðum blóð“, „Þorraþrællinn 1866“. Um veðrið þann ákveðna dag má lesa í fróðleikspistli á vef Veðurstofunnar.

Þorraþrællinn [þrítugasti í þorra] hreyfist til frá ári til árs í okkar venjubundna dagatali. Nú, árið 2013, ber hann upp á 23. febrúar. Hann getur síðast borið upp á þann 24 en fyrst þann 17. - eins og 1866.

En lítum til gamans á hita að morgni 30. dags þorra í Stykkishólmi frá 1846 til 2012.

thorrathraell_sth-1846-2012

Lóðrétti ásinn sýnir morgunhitann, en árin eru á lárétta ásnum frá vinstri til hægri. Það vekur athygli að ekkert sést af alkunnum hlýinda- og kuldaskeiðum, - en leitnin reiknast samt um 1,0°C á öld - svipað eða litlu minna en fyrir veturinn í heild - en meira en árshitaleitnin. Kaldastur hefur þorraþrællinn á þessu tímabili orðið 1865 - árið áður en Kristján orti sitt fræga kvæði, kannski hefur hann átt það á lager handa ritstjóra Þjóðólfs.

Næstkaldastur varð þorraþrællinn langt inni á hlýskeiðinu, 21. febrúar 1931. Einstakir dagar segja lítt frá hlýskeiðum. Þeir segja líka lítt af kuldaskeiðum. Hlýjasti þorraþrællinn var 1980 og árið áður - hið illræmda kuldaár 1979 - var hitinn með hæsta móti þennan dag.

En það er nú samt þannig að mjög köldum þorraþrælsdögum hefur fækkað frá því sem var - á þeirri staðreynd byggist reiknaða leitnin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2021
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30  

Nýjustu myndir

 • w-blogg120421b
 • w-blogg120421a
 • ar_1802t
 • w-blogg090421a
 • w-blogg070421a

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (13.4.): 117
 • Sl. sólarhring: 347
 • Sl. viku: 2685
 • Frá upphafi: 2023104

Annað

 • Innlit í dag: 113
 • Innlit sl. viku: 2443
 • Gestir í dag: 113
 • IP-tölur í dag: 112

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband