Tíðindalítið

Gervihnattamyndir undanfarna daga hafa verið mjög flóknar að sjá, en síðdegis í dag (miðvikudag) var eins og allt skýrðist og helstu kerfi urðu sýnilegri.

w-blogg210213

Breitt skýjabelti er á myndinni yfir Íslandi. Þetta eru býsna skörp skil og ekki er langt í kalda loftið norðurundan. Reiknimiðstöðvar gefa því samt engan möguleika á að komast hingað næstu daga - frekar að það hörfi aftur til norðurs undan hlýindunum úr suðri.

Við sjáum kalda loftið yfir Evrópu - heppilegt er að þar eru engin úrkomusvæði að ráði. Útlit skýjakerfanna suður í hafi er ólíkt því sem annars er á kortinu. Þar er loft mjög óstöðugt - á uppruna sinn úr vestri og leitar nú til austurs yfir hlýjan sjó. Óstöðugu skýin (klakkar) eru miklu minni um sig heldur en stöðugar breiður sem einkenna myndina að öðru leyti. Ansi snörp „heimskautalægð“ er að rífa sig áfram vestur af Spáni. Enn vantar heppilegt íslenskt orð yfir fyrirbrigðið - að kenna það við heimskaut er óheppilegt - en það verður að duga þar til rétta orðið finnst. (Útrásarlægð??)

Í dag komst hámarkshiti í 9,2 stig í Reykjavík og dugar það í 23. til 27. sæti febrúarhámarka þar á bæ. Ef hámarkið færi 0,4 stigum ofar - í 9,6 stig myndi það duga í 8. til 10. sæti. - Svona er hart barist.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

 • w-blogg160424b
 • w-blogg160424a
 • w-blogg120424c
 • w-blogg120424b
 • w-blogg120424a

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (18.4.): 22
 • Sl. sólarhring: 436
 • Sl. viku: 2264
 • Frá upphafi: 2348491

Annað

 • Innlit í dag: 20
 • Innlit sl. viku: 1983
 • Gestir í dag: 20
 • IP-tölur í dag: 20

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband