Enn eitt kuldakastið í V-Evrópu

Við sitjum hér við áframhaldandi sýndarvor, en kuldi leitar vestur um Evrópu rétt einu sinni. Kuldakastið er reyndar ekki af verstu gerð - en samt slæmt sérstaklega vestarlega í álfunni, í Frakklandi og jafnvel N-Spáni og einnig á sunnanverðu Englandi síðar í vikunni. Ástæðan er eins og oftast sú að kuldapollur kemur úr norðaustri og fer vestur um álfuna. Lítum á spákort evrópureiknimiðstöðvarinnar sem gildir um hádegi á fimmtudag (21. febrúar).

w-blogg200213

Að vanda sýnir kortið jafnhæðarlínur heildregnar (í dekametrum), en þykktin er sýnd með litaflötum. Mörkin á milli bláu og grænu tónana er við 5280 metra. Við sitjum í græna litnum í vesturjaðri mikillar fyrirstöðuhæðar sem á þessu korti hefur miðju við Hjaltland - verndar þar með Skota líka frá kuldanum. Það er eftirtektarvert hversu hlýjar háloftalægðirnar eru suðvestur í hafi - enginn blár litur nærri miðjum þeirra.

Kalda loftið yfir Evrópu skýst eins og fleygur úr austri. Í dag (þriðjudag) náði það frá Danmörku suður um Þýskaland vestanvert - en á fimmtudaginn verður það komið vestar. Miðja kuldapollsins fer allt til Suður-Frakklands, leggst um helgina meira að segja suður á vestanvert Miðjarðarhaf en á síðan að fara til norðvesturs. Loftið hlýnar smám saman.

Á kortinu sjáum við líka fjólubláa kló Stóra-Bola teygja sig suður með Vestur-Grænlandi. Eitthvað var grænlenska útvarpið að tala um hugsanlegt kuldakast þar um slóðir - en á þessu korti ná hlýindi til Eystribyggðar rétt eins og til Íslands. Hiti fór í 6 stig í Nassarsuaq í dag og í Nuuk var ekki nema 2 stiga frost.

Spár virðast gera ráð fyrir svipaðri stöðu að minnsta kosti í viku enn - það kemur víst í ljós.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2021
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30  

Nýjustu myndir

 • w-blogg120421b
 • w-blogg120421a
 • ar_1802t
 • w-blogg090421a
 • w-blogg070421a

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (13.4.): 197
 • Sl. sólarhring: 411
 • Sl. viku: 2765
 • Frá upphafi: 2023184

Annað

 • Innlit í dag: 189
 • Innlit sl. viku: 2519
 • Gestir í dag: 189
 • IP-tölur í dag: 187

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband