29.1.2013 | 01:20
Af hitamálum (12-mánaða keðjumeðaltal í Reykjavík)
Hvernig kom hitinn í Reykjavík árið 2012 út í samhengi fyrstu ára aldarinnar?
Lóðrétti ás línuritsins sýnir hita í °C, en sá lóðrétti tíma í árum. Punktarnir sýna 12-mánaða keðjumeðaltöl hita í Reykjavík. Fyrsti punktur markar árið 2000 (janúar til desember) en sá síðasti árið 2012 (janúar til desember).
Ef reiknuð er leitni í gegnum allt tímabilið fæst út hlýnunin 0,3 stig á áratug. Athugið vel að strangt tiltekið er óheimilt eða alla vega illa séð að reikna leitni í gegnum keðjumeðaltöl - því má ekki hafa þessa tölu eftir á almennum markaði.
Á tímabilinu 2005 til 2012 hefur hitinn greinilega leitað upp - en ekkert slær samt út hlýindin miklu á árunum 2002 til 2004. Þessi miklu hlýindi drepa leitnina þó ekki. Takið eftir því að ef hún heldur áfram - og ekkert annað gerist - tekur 30 ár að komast upp í hæsta 12-mánaðatímabilið á myndinni. Auðvitað geta á þeim tíma komið ámóta hrinur niður á við.
Munum að línurit sem þetta spá eitt og sér engu um framtíðina - merkilegt hvað margir eru samt á því.
Meðalhiti tímabilsins á myndinni (2000 til 2012) er 5,41 stig, hitinn árið 2012 var 0,13 stigum yfir því meðaltali. Meðalhiti í Reykjavík 1961 til 1990 er 4,31 stig, en meðaltalið 1931 til 1960 er 4,96 stig.
En vestanáttin lætur enn á sér standa í vetur, skyldi hún hafa gleymst heima? Hvað skyldi febrúar gera?
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.1.): 899
- Sl. sólarhring: 1114
- Sl. viku: 3289
- Frá upphafi: 2426321
Annað
- Innlit í dag: 799
- Innlit sl. viku: 2955
- Gestir í dag: 782
- IP-tölur í dag: 719
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Ekki græt ég vestanáttina, tekur hún ekki upp raka úr sjónum og dælir éljaklökkum yfir okkur grandvaralausa borgaranna :( (vona ekki að þú sért með blæti fyrir svona tja.... 19 febrúarlægðum )
Annars bíður maður spenntur eftir janúarmeðaltalinu, hlýtur að vera eitthvað nálægt 3°C?
Ari (IP-tala skráð) 29.1.2013 kl. 12:36
Við erum báðir lítt hrifnir af vestanátt vetur, sumar vor og haust. Janúar ætlar að verða hlýr - líttu við hjá nimbusi - hann fylgist gjörla með hitameðaltölunum frá degi til dags (sjá viðhengi á síðunni sem hér er vísað á).
Trausti Jónsson, 30.1.2013 kl. 00:53
Meðalhiti í Reykjavík 1. til 29. janúar er 2,9 stig.
Trausti Jónsson, 30.1.2013 kl. 00:58
Takk!
Ari (IP-tala skráð) 30.1.2013 kl. 20:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.