Austnorðaustan

Nú grynnist lægðin mikla fyrir sunnan land. Djúpum lægðum fylgja krappar beygjur á þrýstilínum og þegar slaknar á þrýstikraftinum tekur tíma að losna við snúninginn sem dettur þá gjarnan í sundur í smáa hvirfla, bæði inni við lægðarmiðjuna sem og utar í námunda við skýjabakkann sem flestir kalla samskil hennar.

Við lítum á mynd sem tekin er á sunnudagskvöldi (27. janúar) kl. rúmlega 21.

w-blogg280113a

Útlínur Íslands eru teiknaðar á kortið. Suður (neðst) af landinu eru litlir sveipir í námunda við lægðarmiðjuna gömlu. Mikið þrumuveður gerði suður af landinu og jafnvel syðst á því líka síðdegis en sá bakki er að mestu úr sögunni.

Lægðarhnútur er fyrir austan land og stefnir til vestsuðvesturs (merkt með ör). Meðan hann fer hjá herðir á vindi og úrkomu yfir landinu norðan og austanverðu - og viðheldur hvassviðri á Vestfjörðum.

Á undan hnútnum er vindur af norðaustri - slær jafnvel í norður en ríkjandi vindátt er samt úr austnorðaustri - langt upp í veðrahvolfið.  

Austnorðaustanátt í háloftum er oft erfið viðfangs í veðurspám, veðurkerfi sem berast úr þeirri átt eru gjarnan frekar veigalítil á þrýstikortum og á gervihnattamyndum er erfitt að greina þau. Þrátt fyrir þetta er úrkoma stundum mikli áveðurs auk þess sem vindur leggst í mikla strengi en allgott veður og hægur vindur er á milli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað segirðu um þessa frétt? Er lægðagangurinn orðinn eitthvað óvenjulegur?

http://visir.is/stormar-trufla-skipaumferd-a-nordur-atlantshafinu/article/2013130129095

Hermundur Sigurdsson (IP-tala skráð) 28.1.2013 kl. 08:56

2 Smámynd: Trausti Jónsson

Margar djúpar lægðir í röð trufla skipaumferð - reynt er að reikna út bestu leiðir fyrir þau rétt eins og fyrir flugvélar til að forðast hættulegan öldugang og seinkanir. Danska veðurstofan hefur talsverðar tekjur af leiðaráðgjöf af þessu tagi. En - staðan er samt ekki mjög óvenjuleg.

Trausti Jónsson, 30.1.2013 kl. 00:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • w-blogg200324b
  • w-blogg200324a
  • Slide10
  • Slide9
  • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 30
  • Sl. sólarhring: 54
  • Sl. viku: 521
  • Frá upphafi: 2343283

Annað

  • Innlit í dag: 27
  • Innlit sl. viku: 473
  • Gestir í dag: 25
  • IP-tölur í dag: 23

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband