25.1.2013 | 01:21
Mesta sprengjan? - En í sæmilegri fjarlægð
Nú tekur þriðja ofurlægð vikunnar flugið undan austurströnd Bandaríkjanna og stefnir til norðausturs. Henni er spáð sjaldgæfri dýpt, evrópureiknimiðstöðin stakk í kvöld (fimmtudaginn 24. janúar) upp á 925 hPa í lægðarmiðju kl. 6 á laugardagsmorgun. Þá á lægðin að hafa dýpkað um 60 hPa á einum sólarhring og nærri 40 hPa á 12 klst.
Stundum líða mörg ár á milli svona djúpra lægða hér við norðanvert Atlantshaf. Þrýstingur hér á landi hefur aðeins sárasjaldan farið niður fyrir 930 hPa frá því að mælingar hófust. Nú er það auðvitað svo að ekki er víst að lægðin verði í raun alveg svona djúp - en líklega verður lægsta talan samt um eða undir 930 hPa.
Enn fáum við tækifæri til að sjá lægðina dýpka á stöðugleikakorti evrópureiknimiðstöðvarinnar - það ætti að fara að verða kunnuglegt föstum lesendum.
Við sjáum Nýfundnaland til lengst til vinstri á myndinni. Kortið gildir kl. 18 síðdegis á föstudag (25. janúar). Heildregnu línurnar sýna þrýstingur við sjávarmál. Lægðarmiðjan er hér um 963 hPa djúp. Á rauðu og brúnu svæðunum er stöðugleiki lítill, en á grænu svæðunum er hann mikill. Tölurnar eru mál fyrir stöðugleikann, háar tölur sýna að hann er hár, en lágar að hann sé lítill.
Pínulítill fjólublár blettur er inni við lægðarmiðjuna, þar er stöðugleikinn minnstur og veðrahvörfin lægst. Við sjáum hvernig lág veðrahvörf (brúnn litur) breiðast til suðausturs í breiðum boga. Nákvæmlega Þar sem hann mætir fleyg af röku lofti (sem í þessu tilviki er hlýi geiri lægðarkerfisins) á mesta dýpkunin sér stað. Veðrahvörfin stinga sér þar niður og undir í mjórri trekt, við það magnast snúningur í kerfinu gríðarlega og fárviðri geisar í kringum miðjuna.
Þetta er spákort bresku veðurstofunnar sem gildir á sama tíma og kortið að ofan. Hér er lægðin talin vera 959 hPa (í líkani þeirra). Hlýi geiri lægðarinnar (sá ytri) þekur nokkurn veginn sama svæði og raki fleygurinn þekur á litakortinu að ofan. Aðalatriði myndarinnar (framsókn veðrahvarfanna) sést hvergi og hefði þó mátt teikna hann sem háloftakuldaskil (svipað og sundurslitnu hitaskilin framan við lægðina á kortinu). Æ.
Á litakortinu að ofan bendir ör einnig á skarpa brún efst á kortinu. Þetta er útjaðar kerfisins og eru þar einnig grófgerðir atburðir. Útstreymisloft (loft rís upp í lægðum og streymir fram og til hliðar) ryðst þar undir veðrahvörfin og lyftir þeim snögglega. Mikil ókyrrð (sem flugvélar eiga að forðast) er oftast í kringum ruðning af þessu tagi. Hvort það verður í þetta sinn skal látið ósagt.
En lítum loks á tvö spákort. Hið fyrra sýnir lægðina eins og henni er spáð í dýpstu stöðu kl. 6 á laugardagsmorgun - óvenjuleg tala, 925 hPa.
Hitt spákortið sýnir líka mjög óvenjulega tölu. Hún birtist í spánni fyrir miðnætti á föstudagskvöld.
Litirnir sýna loftþrýstibreytingar á þremur klukkustundum. Á hvíta svæðinu sem örin bendir á hefur fallið sprengt litakvarðann - enda er ástandið mjög óvenjulegt. Þrýstingur hefur fallið um 31,3 hPa á þremur klukkustundum. Svo ákaft hefur þrýstingur aldrei fallið svo vitað sé hér á landi. Vitað er um eitt þrýstiris sem er meira. Þrýstingur steig um 33,0 hPa á Dalatanga 25. janúar 1949, gildandi íslandsmet í þrýstirisi.
Hér á landi er ris yfir 20 hPa / 3 klst algengara en ámóta fall.
Lægðin fer að hafa áhrif hér á landi síðdegis á laugardag með vaxandi austanátt en verður þá farin að grynnast. Spár gera síðan ráð fyrir því að hún þokist til austurs fyrir sunnan land og vindur snúist þá til norðausturs.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.1.): 914
- Sl. sólarhring: 1116
- Sl. viku: 3304
- Frá upphafi: 2426336
Annað
- Innlit í dag: 814
- Innlit sl. viku: 2970
- Gestir í dag: 796
- IP-tölur í dag: 732
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Mjög athyglisvert, ef ekki beinlínis uggvænlegt.
Jón Valur Jensson, 25.1.2013 kl. 02:00
Er nokkur von að það komi strok í lægðina og hún taki strikið norður? Öll skemmtunin er langt suður í höfum.
Sigurbjörn Sveinsson, 25.1.2013 kl. 08:49
Lægðin heldur sig vonandi langt sunnan við land.
Trausti Jónsson, 26.1.2013 kl. 01:50
En hvað skyldi gerast ef hún kæmi hér yfir landið eða upp að því?
Sigurður Þór Guðjónsson, 26.1.2013 kl. 12:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.