Ţorrahiti í Reykjavík 1949 til 2012 (og fréttir af stöđunni)

Gamla íslenska tímataliđ hjarir enn, sumardagurinn fyrsti er enn á sínum stađ ţótt ýmsir vilji leggja hann af eđa flytja til. Vćri ekki bara fínt ađ halda upp á nýjársdag annan janúar?

En látum nöldur eiga sig ađ sinni og lítum á hitafar á ţorra í Reykjavík frá 1949 til 2012.

w-240113

Lóđrétti ásinn sýnir međalhita á ţorra, frá bóndadegi til ţorraţrćls, sá lárétti markar árin. Ţorrinn byrjar alltaf á föstudegi og endar á laugardegi - misgengi er ţví á milli dagsetninga hins venjulega almanaksárs gregorstímatals og ţess íslenska svo skeikađ getur viku. Til lengri tíma litiđ fer misrćmiđ ţó ekki úr böndunum vegna ţess ađ aukaviku er skotiđ inn í íslenska tímataliđ á u.ţ.b. sjö ára fresti og gregorsáriđ leggur fram hlaupársdaginn af sinni hálfu. Dagar ađ baki međaltalsins á línuritinu fylgja ţorranum eins og hann fćrist til frá ári til árs.

Á myndinni vekja athygli hinir gríđarlega hlýju ţorramánuđir 1964, 1965 og 1967. Eini nýlegi ţorrinn sem blandar sér í keppnina um ţann hlýjasta er 2006. Međaltal nýju aldarinnar er ţó hátt miđađ viđ undangengna kalda áratugi.

En ţađ er erfitt ađ sleppa stöđu dagsins og lítum á hana í skyndi.

 w-blogg240113a

Ţetta er hitamynd af vef Veđurstofunnar frá miđnćtti á miđvikudagskvöldi 23. janúar. Hér er „sprengilćgđ“ dagsins búin ađ hringa sig upp skammt sunnan Grćnlands. En mikill skýjabakki gengur út úr henni til austurs og síđan suđurs og suđvesturs. Viđ sjáum merkimiđa háloftavindrastar í gríđarskarpri hvítri brún skýjabakkans - ţar hlýtt fćriband nýrrar lćgđar.

Nýmyndunin er meira ađ segja búin ađ koma sér upp svonefndum „haus“ sem einkennir vaxandi lćgđakerfi. En skyldi eitthvađ verđa úr ţessu?

Svariđ sést ađ nokkru leyti á myndinni ađ neđan sem er í flokki ţeirra sem viđ höfum litiđ á undanfarna daga. Hún sýnir sumsé lóđréttan stöđugleika í veđrahvolfi (litafletir) og sjávarmálsţrýsting (heildregnar línur) og gildir á miđnćtti, ţ.e. á sama tíma og gervihnattarmyndin.

w-blogg240113b

Viđ sjáum raka fleyginn vel - er e.t.v. ekki alveg orđinn ađ eiginlegum fleyg heldur er hann frekar eins og tunga. En hér eru engin lág veđrahvörf í nánd - lítiđ verđur ţví úr ţessu, - ţótt lćgđ myndist.

Viđ bíđum hins vegar spennt eftir nćstu stórlćgđinni, e.t.v. ţeirri mestu í ţessari syrpu. Evrópureiknimiđstöđin segir hana munu dýpka um 62 hPa á sólarhring ţegar mest verđur - ţađ hlýtur ađ vera nćrri meti á ţessum slóđum. [Misminniđ rámar ţó í 70]. Viđ eigum víst ađ sleppa ađ mestu.

En fullsnemmt er ađ fjalla nánar um ţessa nýju lćgđ - ţví hún er ekki orđin til. Einu sjáanlegu merkin nú felast í lítilli bylgju sem er á suđausturleiđ yfir Minnesotaríki.

w-blogg240113c

Kortiđ sýnir ástandiđ í 500 hPa um miđnćtti á miđvikudagskvöld. Litir sýna ţykktina, ţví lćgri sem hún er ţví kaldara er loftiđ. Fjólublái liturinn markar svćđi ţar sem ţykktin er minni en 4920 metrar. Lćgđardragiđ er merkt međ ör og fylgir ţađ jađri kuldapollsins til móts viđ sinn hlýja fleyg sem á ađ birtast ţegar dragiđ kemst til austurstrandar Bandaríkjanna á fimmtudagskvöld.

Athugasemd 26. janúar: Smávilla leyndist í ţorralínuritinu, bćtt hefur veriđ úr ţví.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Ţessi fćrsla veitir bestu bókum Agötu Christi harđa samkeppni.

Ragnhildur Kolka, 24.1.2013 kl. 09:38

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Des. 2019
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

 • halavedrid_pp
 • Slide8
 • Slide7
 • Slide6
 • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (7.12.): 82
 • Sl. sólarhring: 123
 • Sl. viku: 2347
 • Frá upphafi: 1856937

Annađ

 • Innlit í dag: 75
 • Innlit sl. viku: 1933
 • Gestir í dag: 68
 • IP-tölur í dag: 64

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband