21.1.2013 | 00:23
Nokkra daga að jafna sig
Veðrakerfi yfir N-Atlantshafi taka nú fáeina daga í að jafna sig á lægðinni miklu sem hungurdiskar hafa fjallað um í síðustu tveimur pistlum. Lægðin grynnkar óðfluga, ruðningur er enn á köldu lofti í átt til vesturstrandar Evrópu en lítið virðist gerast í námunda við Ísland.
Kortið að neðan sýnir stöðuna í 500 hPa-fletinum um hádegi á morgun, mánudag (21. janúar).
Jafnhæðarlínur eru heildregnar og sýna hæð 500 hPa-flatarins í dekametrum (1 dam = 10 metrar). Þykktin er sýnd með rauðum strikalínum, því meiri sem hún er því hlýrri er neðri hluti veðrahvolfs.
Blá ör bendir á 516 dam jafnþykktarlínuna en hún hringar sig í kringum háloftalægðina - og svæði suður af henni. Það er fremur óvenjulegt að svona kalt loft nái suður á þessar slóðir úr vestri (frekar úr norðri). Það er komið yfir Norður-Atlantshafsstrauminn (Golfstrauminn) og hitar yfirborð sjávar nú loftið baki brotnu. Líkanið segir að ekki verði búið að útrýma svæðinu innan við 516 dam línuna fyrr en kl. 6 á þriðjudagsmorgun. Gríðarlegir skúra- og éljaklakkar fylgja kalda loftinu og má búast við illri færð á spænskum og jafnvel Portúgölskum heiðum og í fjallaskörðum næstu daga.
Ísland er hér áfram verndað af fyrirstöðuhæð fyrir austan land - hún er ekki sterk en dugar samt í nokkra daga til viðbótar. Grábleiku svæðin sýna iðuhámörk - iðan er hér mest í löngum borðum sem ekki hreyfast mikið. Við látum frekari umfjöllun um þá bíða betri tíma (eða sleppa þeim alveg).
Þó er skemmtilegt að minnast á það að næsti borði sem berst til Íslands á samkvæmt líkaninu að koma frá Danmörku, þar sem ör bendir á hann. Hann á að renna til norðvesturs meðfram hæðinni og koma upp að landinu á þriðjudag - kannski bætir í úrkomu suðaustanlands - kannski gerist nákvæmlega ekki neitt.
En góður skammtur af kulda er enn yfir Kanada og leitar til austurs. Næsta meginlægð á að verða eitthvað minni en sú síðasta - en síðan fylgja fleiri í kjölfarið.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.1.): 951
- Sl. sólarhring: 1118
- Sl. viku: 3341
- Frá upphafi: 2426373
Annað
- Innlit í dag: 846
- Innlit sl. viku: 3002
- Gestir í dag: 826
- IP-tölur í dag: 761
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Boris Johnson borgarstjóri Lundúna virðist hafa fengið nóg af snjónum í vetur og undanfarna vetur. Hann skrifaði grein um málið í The Telegraph í gær: http://www.telegraph.co.uk/comment/columnists/borisjohnson/9814618/Its-snowing-and-it-really-feels-like-the-start-of-a-mini-ice-age.html
Ágúst H Bjarnason, 21.1.2013 kl. 09:06
Merkilegt hvernig hvert hálmstrá er dregið upp varðandi meinta kólnun jarðar með tilvísanir í staðbundið veður. Misvitrir stjórnmálamenn koma með vangaveltur um komandi ísöld með tilvísun í Piers Corbin, m.a. segir téður Boris eftirfarandi:
Hér undir má lesa orð vísindamanns um aðferðafræði Piers Corbyn (sem ekki hefur birt kenningar sínar á fræðasviðinu):
Nánar - Climate scientists on Boris Johnson's climate whiff-whaff
Nokkrar tilvísanir í Corbyn og hans hlutlæga mat á loftslagsfræðunum, sjá nánar Piers Corbyn:
Meint ísöld virðist vera enn eitt þunnt hálmstrá "efasemdamanna" um hnattræna hlýnun af mannavöldum - ekkert nýtt í því í sjálfu sér - sjá t.a.m. um hina margendurteknu mýtu MÝTA - Lítil ísöld eða kuldaskeið er á næsta leiti.
Sveinn Atli Gunnarsson, 21.1.2013 kl. 16:55
Leiðrétting:
Orðið "hlutlæga" hér í minni síðustu athugasemd ber að vera "huglæga", þ.e. "Nokkrar tilvísanir í Corbyn og hans huglæga mat á loftslagsfræðunum, sjá nánar Piers Corbyn:" Kannski ætti jafnvel að segja einhliða og huglæga mat Corbyns, enda hans persónulegu skoðanir sem hafa lítið með raunveruleikann að gera...
Sveinn Atli Gunnarsson, 21.1.2013 kl. 19:20
Smá viðbót varðandi þessa grein borgarstjórans í London. Gott að vita til þess að svona vitleysu eins og hann heldur fram og "efasemdarmenn" lepja upp, sé núorðið svarað nánast strax á fjölmörgum stöðum, m.a. á SkepticalScience, þar sem lesa má eftirfarandi færslu, Open Letter to London Mayor Boris Johnson - Weather is not Climate. Þarna má m.a. lesa eftirfarandi:
Sveinn Atli Gunnarsson, 21.1.2013 kl. 19:41
Spurning sem ég beindi til kollega þíns en fékk ekki svar. Ef ekki væri fyrir fyrirstöðuhæðina, væri þá uppi svipuð staða og í fyrra vegna þessara suðlægu vestanvinda? Að lægðir æddu með látum, langt fyrir sunnan land og yfir Færeyjar eða Skotland og sveigja svo yfir Skandinavíu en hér værum við í rólegheita vetrarstillum með stöku rafmagnstruflandi áhlaupum frá Grænlandsjökli?
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 21.1.2013 kl. 22:09
Skemmtilegur karl, Boris (alla vega úr hæfilegri fjarlægð). Atvinnustjórnmálamenn verða að láta sig hafa það að viðra skoðanir sem þeir telja að falli helst í kram kjósenda á hverjum tíma - ég heyrði ekki í Obama í dag - hvaðan skyldi vindurinn hafa blásið á þeim bæ?
Bjarni, ef ekki væri fyrirstöðuhæðin? Þessi fyrirstaða er ekki sérlega öflug - en hún er orðin til vegna afbrigðilegrar legu háloftavindrasta. Þær henda henni hingað í stað þess að liggja hér um eins og í febrúar í fyrra (19 lægðir á 29 dögum).
Trausti Jónsson, 22.1.2013 kl. 01:25
Atvinnustjórnmálamenn þurfa stundum að grípa til alls kyns misviturra ummæla til að reyna að falla í kramið hjá kjósendum - þeir eiga allt sitt á vinsældarkönnunum þeim sem þeir ganga í gegnum á nokkura ára fresti, það er rétt. Það krefst þó þors að þora að segja skoðanir sem eru ekki endilega í takt við það sem kjósendur vilja heyra. Ætli það sé þó ekki hægt að ætlast til að menn eins og Boris hafi fyrir því að athuga heimildir sínar - það væri framför í tilfellum eins og um er rætt hér að ofan.
Mín persónulega skoðun er sú, að fólk getur vel haft góð rök (ekki sjálfgefið þó) fyrir persónulegum skoðunum á skattstigi, vegamálum, sjúkrakerfi o.s.frv. (vonandi með tilvísun í eitthvað raunhæft) - en það er verra þegar það viðrar skoðanir sem eru í mótstöðu við viðurkennd vísindi, eins og þessi vitleysa hans Boris. Tek reyndar undir að Boris er fjarska skemmtilegur og getur alveg komið með skemmtileg skot í umræðunni...hann mætir gjarnan í viðtöl í spjallþáttum og viðrar sig og sínar skoðanir á gamansaman hátt.
Varðandi Obama, þá kom hann með ummæli um loftslagsbreytingar í setningarræðunni í gær, m.a. eftirfarandi:
Sjá nánar, Can Obama make defeating climate change his legacy?.
Annars er grundvallar munur á ummælum sem byggjast á skoðunum manna eins og Piers Corbyn (sem virðast byggjast á hans eigin óskjalfestu hugmyndum um loftslagsmálin) eða þá að hafa skoðun á því hvernig ber að takast á við þær loftslagsbreytingar sem eru í gangi og eru mjög vel skjalfestar með alvöru gögnum og rannsóknum sem gerðar eru af þúsundum vísindamanna um allan heim. Ég er ekki að meta hvort að Obama muni takast að setja sitt mark á lausnir til framtíðar, eða hvort að þetta eru bara innantóm orð sem ekki munu leiða til frekari aðgerða - en allavega gott að viðurkenna vandamálið, það er skref í rétta átt.
Sveinn Atli Gunnarsson, 22.1.2013 kl. 16:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.