20.1.2013 | 01:57
Úthafslægðin djúpa - stefnumótið
Í gær var fjallað hér um gríðarlega djúpa og krappa lægð sem þá var að myndast langt suðvestur í hafi (og nær ekki hingað). Nú hefur dýpkunin átt sér stað og ástæða til að líta á stöðuna - eða öllu heldur eitt smáatriði hennar - sem er reyndar aðalatriðið. Lægðin dýpkaði um 53 hPa á einum sólarhring og 40 hPa á 12 klukkustundum - það gerist ekki öllu svakalegra.
En fyrst er mjög falleg innrauð gervihnattamynd frá noaa (bandarísku veðurstofunni) sem tekin var um kl. hálfellefu í kvöld (laugardag 19. janúar 2013).
Lægðarmiðjan er á 55°N og 30°V og er orðin hægfara - fer þó fyrst í norður en síðan til norðvesturs, vesturs og suðvesturs. Miklir éljaklakkar eru í vestanofviðrinu sunnan við lægðina en veðrið er þó verst í slóðanum rétt suður og suðaustur af hringrásarmiðjunni, þar er örugglega fárviðri. Þessi slóði er oft kallaður broddur eða stingur lægðarinnar eða að talað er um lægðarsnúðinn.
Við sjáum að skýjabakkinn austan við miðjuna er tvískiptur - fremst fara mjög háreist (hvít) ský þar sem aðalúrkoman er en á eftir fylgir grátt svæði lægri skýja. Þar er jafnvel rof í skýjahuluna. Við svipaðar aðstæður yfir Suðvesturlandi ályktar maður jafnvel að nú hljóti kuldaskilin að hafa farið yfir - en svo er þó ekki - ofsafenginn landsynningurinn heldur áfram af fullum krafti.
Kuldaskilin (eða samskilin ef slíkt á við) fara síðar yfir. Þetta eru þó skrýtin kuldaskil að því leyti að niðurstreymisloft ofan úr efri hluta veðrahvolfs ryðst yfir og klippir efri hluta þeirra frá neðrihlutanum. Kuldaskilin eru því komin lengra uppi en niðri. Hvernig má það vera? Jú, niðurstreymisloftið að ofan er enn hlýrra heldur en loftið í hinum eiginlega hlýja geira lægðarinnar. Sé það aðeins lítillega hlýrra getur loftið orðið verulega óstöðugt og þrumuveður myndast.
En lægðin og dýpkun hennar orsakast af ákveðnu stefnumóti sem við skulum nú líta á - fyrir nördin. Aðrir eru sjálfsagt hættir að lesa fyrir löngu. Það þarf nokkra reynslu til að lesa úr kortum eins og hér eru sýnd - en við einbeitum okkur aðeins að einu atriði - látum önnur ekki trufla.
Litavalið minnir á 100 ára gamalt málverk - sem ritstjórinn hefur séð en kemur ekki alveg fyrir sig. Horfum nú rólega á kortið sem er úr safni evrópureiknimiðstöðvarinnar. Það er m.a. gert til að gera á stefnumót af því tagi sem við fjöllum um sýnilegt. Gráar línur eru þrýstingur við sjávarmál (venjulegt veðurkort). Mjóslegin ör bendir á lægðarmiðjuna eins og hún var um kl. 9 á laugardagsmorgni. Þrýstingur í lægðarmiðju er um 976 hPa.
Litirnir ráðast af tvennu, annars vegar mættishita veðrahvarfanna og rakainnihaldi (dulvarma) í 850 hPa - látum smáatriðin eiga sig. Á grænu svæðunum eru veðrahvörfin há en rauðu og brúnu svæðin tákna annað hvort að veðrahvörfin séu lág - eða þá að dulvarmi í 850 hPa sé mikill. Smáreynslu þarf til að greina þetta að. Svo vill til að það er auðvelt í tilviki því sem við erum að skoða.
Bókstafurinn K og örin sem frá honum liggur benda á svæði þar sem kalt loft er að ryðjast áfram. Ofan á því liggja mjög lág veðrahvörf - ruðningur lágra veðrahvarfa er hættulegur. Bókstafurinn R og ör hans benda hins vegar á svæði þar sem dulvarmi er mikill. Við gætum sagt að R-svæðið sé hlýr geiri lægðarinnar. Hér eru veðrahvörfin há.
Á næstu kortum er bent á nákvæmlega sömu atriði - við fylgjumst bara með þeim en skiptum okkur ekki af neinu öðru á kortunum - sama hversu athyglisvert það er.
Hér er klukkan orðin 12 á hádegi (aðeins þrír tímar hafa liðið). Við sjáum að örvarendarnir hafa nálgast og lægðin hefur dýpkað um 9 hPa. Kaldi fleygurinn er eins og brattur veggur.
Hér er klukkan orðin 15 og sprengingin á sér stað, raka loftið og veðrahvörfin lágu snertast, liturinn verður blár. Ofsafenginn snúningur verður til. Lægðin hefur dýpkað um 15 hPa á aðeins 3 klukkustundum.
Kl. 18 eru veðrahvörfin lágu að hringa lægðarmiðjuna sem nú er orðin 943 hPa. Í þessu tilviki skiptir framsókn lágra og þar með kaldra veðrahvarfa trúlega meira máli heldur en rakinn í hlýja loftinu en það var ekki sérlega hlýtt. Lægðin heldur fullum styrk í hálfan sólarhring en grynnist síðan.
Já, blái liturinn yfir Spáni. Það voru þrumuveður hans sem töfðu þar lestarferðir handboltalandsliðsins. En hegðan veðrahvarfanna er ekki ofsafengin á þeim slóðum eins og úti á Atlantshafinu í dag. Rakinn skiptir meira máli heldur en veðrahvörfin - þótt þau séu reyndar óvenju lág yfir Spáni á kortinu, örmjór fingur merktur 720 hPa var yfir Barselóna - vonandi meiddist enginn.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 02:17 | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.1.): 40
- Sl. sólarhring: 1131
- Sl. viku: 2711
- Frá upphafi: 2426568
Annað
- Innlit í dag: 38
- Innlit sl. viku: 2415
- Gestir í dag: 38
- IP-tölur í dag: 38
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Þarna er líklega lægðin sem ég talaði um fyrir nokkru síðan. Þetta er ekki alveg eins og ég hafði hugsað mér það. Ég reikna þó fastlega með því að þessi lægð muni á endanum brjóta sér leið norður með (líklegast austan til við Ísland).
Hvað varðar aðrar lægðir. Þá munu þær líklega koma fram. Þó ekki nærri því eins kröftugar og þessa lægð sem um ræðir hérna. Það gæti myndast minniháttar lægð við suðurodda Grænlands á næstu klukkutímum til dögum. Sú lægð, ef hún myndast mun væntanlega renna inn í þessa lægð og koma af stað atburðarrás sem ég er ekki alveg viss um hvernig endar ennþá. Þar sem spádómum mínum semur ekki í þessu máli ennþá.
Jón Frímann Jónsson, 20.1.2013 kl. 23:28
En nú eru Danir farnir að tala um mögulegan ísvetur - þá væntanlega á dönsku sundunum, skv. DMI
Holder langtidsprognoserne, kan Danmark være på vej mod første isvinter i 17 år. Ny beregningsmetode afslører, hvad der skal til.
Den gængse definition af isvinter er, at isdannelser i hovedfarvandene skal byde på så store vanskeligheder for skibsfarten, at mindst én statsisbryder skal bryde is mindst én dag.
Emil Hannes Valgeirsson, 21.1.2013 kl. 00:11
Ég bjó í Lundi í Suður-Svíþjóð ´69-´71. Þá var annan veturinn ís á Eyrarsundinu milli Málmeyjar og Kaupmannahafnar. Ísbrjótar voru þar til að opna leið fyrir ferjurnar. Þegar ég fór heim í jólafrí þá var allt annað og mildara veður á Íslandi en þar, enda vildu Svíar ekki trúa mér þegar ég sagði þeim að hitinn heima hefði farið í +10 gráður (kannski ýkti ég aðeins, en ekki mikið).
Ágúst H Bjarnason, 21.1.2013 kl. 13:29
Ísvetur í Danmörku? Ég las þennan danska pistil, en verð að játa að skilgreiningin einn ríkisrekinn ísbrjótur að störfum í einn dag hefur alveg farið framhjá mér til þessa. Hafa þeir síðan legið bundnir við bryggju eða reikað um í iðjuleysi? Er viðhaldið í lagi? Er ekki búið að selja þá alla? Eru þeir allir í hjakki við Grænland? Þeim hlýtur alla vega að hafa fækkað? En fróðlegt engu að síður.
Trausti Jónsson, 22.1.2013 kl. 01:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.