8.1.2013 | 01:15
Hvað er bakvið kuldaskilin?
Í dag (mánudag 7. janúar) voru enn mikil hlýindi hér á landi í suðaustlægri vindátt. Enn eitt lægðakerfið nálgaðist úr suðvestri. Þessi lægð náði reyndar mestum og bestum þroska við suðurodda Grænlands en kalda loftið á bakvið hana heldur áfram til austurs og síðar norðausturs þótt úr því sem mesti krafturinn. Það kemur hingað á bakvið kuldaskil sem fara yfir landið seint aðfaranótt þriðjudagsins 8. janúar. Þau verða væntanlega komin yfir allt landið vestanvert þegar flestir lesendur fletta þessum pistli. Ekki er efnið þó alveg úrelt því hér er líka fjallað um næsta kerfi sem á að fara svipaða leið aðfaranótt fimmtudags.
En lítum á kort sem sýnir fyrra kerfið. Það gildir kl. 6 að morgni þriðjudags. Alltaf er gott að æfa sig í túlkun spákorta. Kortið er í boði evrópureiknimiðstöðvarinnar.
Við köllum þetta fjölþáttaspá því lesa má fjölmörg atriði á kortinu. Jafnþrýstilínur eru gráar og heildregnar. Vindstyrkur og stefna eru sýnd á hefðbundinn hátt með vindörvum. Jafnhitalínur í 850 hPa-fletinum eru strikaðar, -5°C jafnhitalínan er fjólublá. Litafletir sýna úrkomu næstliðnar þrjár klukkustundir, á skærbláu svæðunum er hún 5 til 10 mm á 3 tímum. krossar (x) sýna snjókomu og þríhyrningar klakkaúrkomu - en það merkir e.t.v. að ákefðin gæti staðbundið verið meiri en litirnir sýna. Kortið batnar umtalsvert við stækkun.
Allt kerfið hreyfist til norðausturs og minnkar að afli. Fjólubláa strikalínan (-5°C í 850 hPa) er gjarnan notuð til þess að giska á mörk á milli rigningar og snjókomu á láglendi. Ef farið er í saumana á kortinu má sjá að engir krossar eru suðvestanmegin í kerfinu þar sem það er að fara yfir Reykjanes. En nú vitum við það að sé úrkomuákefðin nægileg og vindur hægur nær snjókoman alveg til jarðar. Í textaspá Veðurstofunnar fyrr í kvöld (mánudag) er slyddu eða snjókomu ekki getið. Lega fjólubláu strikalínunnar styrkir það viðhorf - en einhverjar líkur eru samt á slyddu eða snjókomu - ef ekki við sjávarmál þá heldur ofar.
Síðan birtir upp og við bíðum næsta kerfis. Það er alveg eins og það fyrra að því leyti að fyrst er allhvöss eða hvöss suðaustanátt sem gengur niður í hægan vind eftir að kuldaskilin fara yfir. Ef marka má spár eru þessi síðari skil hægari á yfirferð sinni heldur en þau fyrri og eykur það líkur á að snjókoma verði á bakhlið þeirra. Úrkoma fellur lengur niður í sama loftið og fær meiri tíma til að kæla það.
Hér er samsvarandi kort sem gildir á miðnætti á miðvikudagskvöld.
Hér sjáum við að skilin eru rétt yfir höfuðborginni. Hér gæti auðvitað skeikað nokkru - þrátt fyrir allt eru tveir dagar í þessa stöðu. Býsna mikil úrkoma fylgir skilunum, en -5°C línan er alllangt suðvestur undan og utan við úrkomukerfið. Handan hennar eru örugglega él - en hvað með bakhlið skilanna? Ekki gott að segja - en við lítum á eitt kort til viðbótar.
Þetta kort sýnir hæð 925 hPa-flatarins á sama tíma og næsta kort fyrir ofan. Jafnhæðarlínur eru heildregnar, vindur sýndur með vindörvum og hiti með litatónum. Mörkin milli grænu og gulbrúnu litanna eru við frostmark. Það er 640 metra jafnhæðarlínan sem er ið Reykjanes. Þarna er grænn (kaldari) fleygur á milli gulra flata. Ekki getum við verið alveg viss um hvað veldur - líklegast þó annað hvort staðbundið uppstreymi (sem kælir) eða þá afleiðing af kælingu af völdum bráðnandi snævar.
Já, hvað er bakvið kuldaskilin fyrri og síðari? Ekki veit ritstjórinn svarið við því frekar en venjulega.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 21
- Sl. sólarhring: 862
- Sl. viku: 3513
- Frá upphafi: 2430560
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 2888
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.