6.1.2013 | 00:50
Norðurhvel á þrettándanum
Smábylgjur með lægðum eða skilasvæðum ryðjast nú hver af annarri yfir landið eða fara hjá skammt undan. Sagt er að vikan öll sé frátekin fyrir þetta veðurlag. Þar með er ekki sagt að bylgjurnar séu allar eins - hver þeirra er með sínu sniði. Hlýtt loft fylgir þeim öllum - engin þeirra væntanlegu er þó jafnhlý og sú sem fór hjá í gær með metaföllum. Þótt hlýtt sé í veðri er ekki þar með sagt að hálka og snjór haldi sig alveg fjarri. Í heiðu veðri milli lægða myndast fljótt hálka, jafnvel þó það sé í skamman tíma hverju sinni. Svo stingur kaldara loft sér líka inn og endrum og sinnum og getur valdið skammvinnri en ákafri snjókomu. Vörumst því hálkuna að vanda.
En lítum á norðurhvelskort sem sýnir 500 hPa-hæðar og þykktarspá sunnudaginn 6. janúar kl. 18. Gögnin eru frá evrópureiknimiðstöðinni en teikningin fór að vanda fram í smiðju Bolla Pálmasonar teiknimeistara Veðurstofunnar.
Gráa örin bendir á lægðarbylgju rétt sunnan við Ísland. Norðurskaut er um það bil á miðri mynd og neðri endi örvarinnar er við strönd Marokkó. Jafnhæðarlínur 500 hPa-flatarins eru heildregnar og sýna hæð hans í dekametrum (1 dam = 10 metrar). Merkingar og litakvarði sjást mun betur sé kortið stækkað með (2x) smellistækkun. Þykktin er sýnd í litum, því meiri sem hún er því hlýrra er loftið - og hún er líka mæld í dekametrum. Mörkin á milli grænna og blárra litatóna er sett við 5280 metra. Það er rétt ofan meðallags á Íslandi á þessum tíma árs.
Dökkfjólubláir litir byrja við 4920 metra - svo lág þykkt nær aðeins örsjaldan til Íslands - hafið umhverfis landið verndar okkur að mestu frá slíku. Mestu kuldapollar norðurhvels mynda stórar fjólubláar breiður á kortum á vetrum og eru miklir illviðravaldar hnikist þeir úr sínum hefðbundnu sætum. Stöku sinnum skjótast fyrirferðaminni háloftalægðir út úr meginpollunum, þá er eins og þeir verpi eggjum - en oftast ganga smærri bylgjur linnulítið í kringum þá.
Þannig er ástandið núna. Fyrir nokkrum dögum gátum við talið einar sex smábylgjur í kringum Stóra-bola sem hér er notað sem eins konar gælunafn á Kanadakuldapollinum mikla en hann situr þessa dagana í réttu sæti - og er reyndar ekkert óskaplega öflugur.
Á kortinu að ofan hefur hann þó skotið dragi til suðurs yfir Labrador. Þetta drag nær á miðvikudaginn eða svo sambandi við smábylgju sem nú er á austurleið yfir vötnunum miklu í Ameríku. Saman eiga þessi tvö drög að mynda mjög djúpa lægð sem reyndar kemst ekki alveg til Íslands ef trúa má spám - en þó er spáð suðaustanhvassviðri og rigningu samfara henni.
En það eru tvö eða þrjú lægðardrög sem þurfa að fara hér hjá áður. Annað þeirra er það sem er á myndinni rétt sunnan við Ísland og myndar litla, lokaða háloftalægð. Hún er að fara hjá þegar kortið gildir síðdegis á sunnudag. Í dag (laugardag) hefur verið talsverður kraftur í henni - með ofsaveðri sunnan lægðarmiðjunnar. Allar spár eru hins vegar sammála um að hún missi andann ótrúlega fljótt og valdi því ekki neinu teljandi illviðri hér á landi - nema úrkomu, rigningu eða snjó. En við látum Veðurstofuna fylgjast með því og eru allir sem eitthvað eiga undir veðri hvattir til þess að fylgjast með spám hennar um þessa lægð og aðrar - en taka ekki mark á tuði hungurdiska.
Ástæða uppgjafar lægðarinnar mun vera sú að ný smábylgja sem ekki sést á þessu korti á að troða sér á milli hennar og þeirrar næstu sem merkt er á kortið (L) - þar með nær sú fyrri ekki að ná í kalt loft (eða niðurdrátt veðrahvarfanna) sem nauðsynlegt er henni til viðgangs.
Fyrir nokkrum dögum fjölluðu hungurdiskar um merkilega stöðubreytingu uppi í heiðhvolfinu. Sú snögga breyting á sér einmitt stað í dag (laugardag). Að sögn fróðustu manna eykur atburður sem þessi líkur á háreistum bylgjum og jafnvel fyrirstöðum í vestanvindabelti veðrahvolfsins. Langtímaspár (tveggja til fjögurra vikna) hafa gefið fyrirstöðumyndanir til kynna og þar með má segja að þær liggi í loftinu (bókstaflega) - en viku- til tíudagaspár hafa hins vegar fæstar viljað viðurkenna þennan möguleika.
Ritstjórinn verður bara að segja pass og bíða næsta sagnhrings.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 26
- Sl. sólarhring: 224
- Sl. viku: 2324
- Frá upphafi: 2413988
Annað
- Innlit í dag: 24
- Innlit sl. viku: 2139
- Gestir í dag: 23
- IP-tölur í dag: 23
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.