4.1.2013 | 01:06
Enn eitt árið bætist við mæliraðir
Að venju bætist nú enn eitt árið við allar veðurraðir - mældar eða metnar, stuttar eða langar. Hungurdiskar munu af því tilefni birta á stangli eitthvað úr raðagarðinum. Hversu margt eða mikið það verður er óráðið.
Sú veðurröð sem oftast er sýnd er ársmeðalhitinn - ýmist fyrir einstakar stöðvar eða landsvæði. Við lítum á langa röð sem miðast við Reykjavík. Auk þess að nýnæmi er að nýliðnu ári, 2012 hefur einnig verið bætt við röðina í fortíðarendann - svona eins og samviska ritstjórans leyfir. Sjá má að nokkuð hefur fallið á hana því fyrsta árið sem minnst er á er 1780. Síðan gengur á með eyðum og skáldskap fram á þriðja áratug 19. aldar en raunverulegar athuganir eru til frá Reykjavík á árunum 1820 til 1854. Þá kemur aftur til kasta skáldskapargáfu ritstjórans - fram til 1866.
En lítum á myndina.
Tíminn er á lárétta ásnum, merktur á tuttugu ára bili. Lóðrétti ásinn sýnir ársmeðalhitann. Hann leikur á rétt rúmlega fjögurra stiga bili, milli tveggja og sex stiga. Rauða línan er reiknuð línuleg leitni, það er eins og aldrei fáist neitt út úr þeim reikningum nema hlýnun upp á 0,7° á öld. Hefji menn þá reikninga fyrir hundrað árum fæst að vísu út nokkru hærri tala og sú langhæsta sé aðeins miðað við síðustu 40 ár. Sýnist í fljótu bragði að slíkir reikningar gæfu um 4°C hlýnun á öld fram haldi sem verið hefur.
Menn geta valið sér viðmiðunartímabil eftir smekk eða sleppt því alveg - sem sennilega er hyggilegast. Ætti að sjást að venjuleg náttúruleg hitasveifla er ríflega 1,5 stig hvort sem miðað er við ár eða áratugi eða tvöfalt það sem menn telja almennt viðurkennda hnattræna hlýnun á síðustu 100 árum. Erfitt er að meta hið hnattræna út frá Reykjavík einni saman.
Blái ferillinn á myndinni er settur inn til að draga fram aðalatriði í áratugasveiflunum en segir ekkert um framtíðina frekar en línulega leitnin.
Meðalhitinn á nýliðnu ári var 5,54°C í Reykjavík (tveir aukastafir eru fóður í metinginn en ekki til marks um nákvæmnina). Frá því að samfelldar mælingar hófust 1870 hafa aðeins 11 ár verið hlýrri. Þeirra hlýjast var 2003 en síðan 1941, 2010 og 1939. Sé tekið mark á tímanum á undan bætist aðeins eitt ár við, 1847 (ómarktækt hlýrra).
Eins og fjallað var um í pistli í gær fer mjög hlýtt loft yfir landið á morgun föstudag. Því miður mun varla fréttast af mesta hitanum niður á vorar jarðlægu slóðir - og komi eitthvað niður fari það í snjóbræðslu frekar en í að ýta hitamælum upp kvarðann. En - von er enn og rétt að muna að sjaldgæft er að hiti nái 10 stigum á Suður- og Vesturlandi í janúar.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 01:07 | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 188
- Sl. sólarhring: 195
- Sl. viku: 2510
- Frá upphafi: 2413944
Annað
- Innlit í dag: 176
- Innlit sl. viku: 2317
- Gestir í dag: 168
- IP-tölur í dag: 166
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Ég myndi velja (cherrypikka) tímabilið 1813-1998 og skoða leitnina. Þá erum við búin að vinsa úr þetta stutta og óeðlilega hlýja tímabil sem er að setja veröldina á hliðina.
Gunnar Th. Gunnarsson, 4.1.2013 kl. 03:14
Já það er kannski rétt Gunnar, hunsa bara undanfarinn áratug (rúmlega) og gleyma því bara að það sé að hlýna - þá kannski hverfur hlýnunin.
En nei, við skulum vera vísindalegir og þetta er ágæt mynd þó hún sé nokkuð staðbundin. Hún sýnir frekar ýkta útgáfu af hinni hnattrænu hlýnun, en sveiflurnar hér eru mun meiri en á hnattræna vísu. Þá sýnir hún einnig hvernig hin svokallaða Norðurskautsmögnun virkar hér á norðurslóðum..
Höskuldur Búi Jónsson, 4.1.2013 kl. 14:56
Nokkrar spurningar handa háæruverðugum presti veðurGuðanna: Á hve mörgum stöðum hefur verið mælt í Reykjavík fyrir opinberu reykjavíkurtöluna (á vedur.is segir að opinbera reykjavíkurveðurstöðin hafi mælt frá 1920, er það allt af Bústaðaveginum?), hversu mikið hafa mæliaðferðirnar breyst og er hægt að treysta þeim gömlu , hversu mikil áhrif hefur "urban heat island effect" haft á hitastig þessarar stækkandi borg okkar gegnum tíðina (+gróðurframvinda sem hefur lægt vindinn)
Ari (IP-tala skráð) 4.1.2013 kl. 15:31
Ef einhver skyldi velkjast í vafa, þá er mér það ljóst eftir að búa á Patreksfirði í hálft ár að Reykjavík er höfuðstaður Suð-Vestfirða!
Ísafjörður er ekki eini bæjarkjarninn á Vestfjörðum! Patreksfjörður er hérna einnig...halló! Svo ég tali ekki um alla Vesturbyggð, sem dregur að sér mesta erlenda túristafjölda Vestfirða (Látrabjarg og Rauðasandur). Ísafjörður er í 3 og 4 sæti hjá útlendingum.
Hjá Vesturbyggð er Ísafjörður eins og Egilsstaðir, langt í burtu og Egilsstaðir meiga eiga það að allir vegir fyrir Austan liggja til Egilsstaða! Þannig er það EKKI á Vestfjörðum Ólafur Ragnar og Ólína Þorvarðard. .og fl.
Ísafjörður á sér þá skömm að hafa aðeins hugsað um sig og sína, á meðan þessi bær nýtur þess að það eru ekki malbikaðir vegir til Patreksfjarðar (halló Ísafjörður ?) þess að heimska landsmanna , eins og mín ,er að læra í bókum að þetta sé "höfuðstaður" Vestfjarða! (það er að segja Ísafjörður?)
Þá veit ég núna að Ísafjörður er eins og forseti Íslands, hugsar einungis um sjálfan sig og hefur tungutak Loka!
Minni á að snjóflóðahættan var lengi líka á Patreksfirði um áramótin.
Núna segjum við öll í kór í Vesturbyggð (1.300 manns eftir á stærð við Sjáland í DK)
Reykjavík, vor höfuðstaður og Ísafjörður alls ekki!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 4.1.2013 kl. 21:53
Gunnar, sykurmolaval þitt gefur leitni upp á 0,5 stig á öld séu þessi gögn notuð. Höskuldur, það er merkileg staðreynd að þar sem mögnunin á að verða mest verður jafnframt erfiðast að sýna fram á að hún sé að eiga sér stað eða hafi átt sér stað. Það er mun auðveldara þar sem hlýnun er minni. Ari, mælingar hafa verið gerðar á fjölmörgum stöðum í Reykjavík - myndin nær líka til langra tímabila þegar þar voru engar mælingar - hún er aðeins birt til gamans. Ekki hefur verið sýnt fram á þéttbýlisbólgu í hitaröðum fyrir Reykjavík - en vel má vera að hennar gæti lítillega. Anna, þótt ég sé almennt hrifinn af Vesturbyggð og nágrenni, landi þar og mannlífi átta ég mig ekki á því hvers vegna fjallað er um viðkvæm byggðamál í athugasemdum á hungurdiskum - en mér yfirsýnist sjálfsagt eitthvað. Sé svo biðst ég velvirðingar.
Trausti Jónsson, 5.1.2013 kl. 01:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.