Jú, hlý sunnanátt

Nćstu daga rennur sunnanátt ćttuđ langt suđur í höfum yfir landiđ og ber međ sér hverja lćgđina á fćtur annarri, svo margar ađ helst minnir á febrúar 2012 en ţá fóru átján lćgđir yfir landiđ eđa rétt hjá ţví á 29 dögum. Ekki er nokkur leiđ ađ fylgja ţeim öllum eftir nema međ nánast samfelldri gjörgćslu - en ţađ gera hungurdiskar ekki - en Veđurstofan aftur á móti.

Lćgđakerfiđ sem fer hjá á föstudaginn kemur (4. janúar) er ţađ hlýjasta, en síđan koma heldur kaldari kerfi í kjölfariđ - en ekki köld samt. Viđ lítum á stöđuna eins og evrópureiknimiđstöđin vill hafa hana kl. 18 á föstudagskvöld.

w-blogg030113

Ísland er rétt til hćgri viđ miđja mynd, Spánn sést neđarlega til hćgri en austurströnd Bandaríkjanna lengst til vinstri. Jafnhćđarlínur 500 hPa-flatarins eru heildregnar og merktar í dekametrum (1 dam = 10 metrar). Ţví ţéttari sem línurnar eru ţví hvassari er vindurinn sem hér blćs nokkurn veginn samsíđa jafnhćđarlínunum međ hćrri flöt til hćgri viđ vindstefnuna.

Litafletirnir marka ákveđin jafnţykktarbil, skipt er um lit á 6 dam bili. Mörkin á milli grćnna og blárra lita er sett viđ 5280 metra, en mörk á milli grćnna og gulra er viđ 5460 metra. Ţar er algeng sumarţykkt á Íslandi. Ţykktin mćlir međalhita í neđri hluta veđrahvolfs. Ţví meiri sem hún er ţví hlýrra er loftiđ.

Ţegar málin eru skođuđ nánar kemur í ljós ađ ţykktinni yfir Austurlandi er spáđ upp fyrir 5520 metra á föstudaginn, en ţađ er einmitt nokkurn veginn metţykkt í janúar. Eins og oft hefur veriđ fjallađ um áđur á hungurdiskum eru ţá meiri líkur á methita heldur en annars, en há ţykkt nćgir ekki ein og sér til ađ met falli. Ţađ sem dregur úr líkum ađ ţau falli í ţetta sinn er einkum snjórinn - segja má ađ bráđnun hans hafi forgang fram yfir hita á hitamćlum.

En mćttishita í 850 hPa er líka spáđ upp í hćstu janúarhćđir, yfir 21 stig. Auk ţess er mikilli úrkomu er spáđ sunnan heiđa samfara ţessum hlýindum.

En lítum aftur á kortiđ. Ţađ er óvenjuhreinlegt - ein risastór bylgja nćr vestan frá Klettafjöllum austur undir Noreg. Í miđjunni situr kuldapollurinn Stóri-Boli sem ekki hefur sést oft á ţessum slóđum ţađ sem af er vetri. Ţótt hann sé illilegur er hann samt nokkuđ langt frá sínum mesta vetrarstyrk. Dekkri fjólublái liturinn byrjar viđ 4860 metra en ţađ er 100 til 200 metrum meiri ţykkt heldur en yfirleitt verđur minnst á vetrum - en kaldasti tími norđurhvels er enn framundan.

Inni í risabylgjunni má sjá margar smćrri - hér merktar međ tölustöfunum 1 til 6. Allar ţessar smábylgjur hreyfast hratt til austurs og síđar norđausturs í stefnu vindrastarinnar. Ţótt ţessi ákveđna reikniruna líkansins (sem byrjar kl. 12 í dag - miđvikudag) sé međ tillögu um hvenćr allar ţessar bylgjur fari hér yfir er gagnslítiđ ađ reyna telja ţađ upp hér - vegna ţess ađ reikningarnir raskast marktćkt í hvert einasta sinn sem reiknađ er. Samanburđur frá einni runu til annarrar sýnir ađ allt umfram ţrjá til fjóra daga er óljóst varđandi styrk og stefnu lćgđanna - og líka hvort ţćr verđa fleiri eđa fćrri en hér er stungiđ upp á.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 83
  • Sl. viku: 1377
  • Frá upphafi: 2350961

Annađ

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 1194
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband