Órólegar veđurspár

Nú fara ađ streyma inn spár um veđur á jólum. Hér verđur ekki (frekar en venjulega) tekin afstađa til ţeirra en bornar saman tvćr spár um veđur nokkra daga fram í tímann. Báđar spárnar eru fengnar frá evrópureiknimiđstöđinni, munurinn er ađeins sá ađ önnur er frá ţví á hádegi í dag, mánudaginn 17. desember, en hin frá miđnćtti sama dag. Sama líkan - gangsett međ 12 stunda millibili.

Kortasyrpan sem viđ lítum á ber saman ákveđna gildistíma spánna. Fyrst er samanburđur á spá fyrir hádegi á ţriđjudag (18. desember, einn dagur fram í tímann), síđan fjóra daga fram í tímann. Ţá er kominn föstudagur, ţriđja kortiđ sýnir mismun spánna um hádegi á ađfangadag (7 dagar fram í tímann) og ađ lokum á miđnćtti ađfaranótt ţriđja í jólum (9,5 dagar).

Kortin batna talsvert viđ stćkkun - en hér verđur ađeins minnt á ađalatriđi. Gildi litatónanna sjást í kvarđanum lengst til hćgri á myndinni sé myndin stćkkuđ međ tvísmellu. Litamerkingin byrjar viđ eitt hPa, fyrsta skipting er síđan viđ 5 hPa. Svćđiđ nćr yfir allt norđanvert Atlantshaf, frá Labrador í vestri og austur á Eystrasalt, frá Spáni í suđri og langleiđina norđur Grćnland. Ísland er merkt međ ör á fyrsta kortinu - en er á sama stađ á hinum.

w-blogg181212

Best er fyrir langflesta ađ lesa hćgt til ađ átta sig á kortum og texta. Blá svćđi sýna hvar ţrýstingur í seinni spánni er hćrri heldur en í fyrri spá (12 tímum áđur), en ţau rauđu marka ţau svćđi ţar sem ţrýstingur er lćgri í nýrri spánni.

Fyrsti dagur (hádegi á ţriđjudag - efra kort til vinstri). Viđ sjáum ađ spárnar eru býsna sammála, á langstćrsta hluta kortsins skeikar innan viđ einu hPa, en á fáeinum stöđum meira, t.d. međfram austurströnd Grćnlands - en ţađ er erfitt svćđi ađ reikna.

Fjórđi dagur (hádegi á föstudag - efra kort til hćgri). Hér er munurinn orđinn meiri, sums stađar meiri en 5 hPa. Rautt svćđi nćr alveg ţvert yfir kortiđ. Ţađ gćti bent til ţess ađ meginbylgja í háloftunum hafi ađeins hnikast til í austurátt - miđađ viđ samanburđarspána.

Sjöundi dagur (hádegi á mánudag - ađfangadag jóla - neđra kort til vinstri). Hér er allt kortiđ undirlagt af stórum mun. Mestur er munurinn í miđju rauđa svćđinsins ţar sem hann sprengir kvarđann - (smár hvítur blettur), er meiri en 50 hPa. Ţetta ţýđir ađ óvissa í spánni er gríđarmikil. Annađ hvort er lćgđin djúpa hliđruđ um breidd rauđa svćđisins (ţar sem styst er út úr ţví) - eđa ţá ađ hún var ekki til í fyrri spá. Upplýsa má ađ hún var íviđ grynnri og talsvert sunnar í fyrri spánni. Takiđ vel eftir ţví ađ hvorug spáin ţarf ađ vera rétt - sú fyrri gćti líka veriđ réttari heldur en sú síđari. En - óvissan er gríđarleg.

Níundi (eđa tíundi) dagur (miđnćtti ađ kvöldi annars jóladags). Nú er megniđ af kortinu orđiđ blátt. Ţađ ţýđir ađ ţrýstingur í nýrri spánni er talsvert hćrri en í ţeirri fyrri. Ţađ bendir til ţess ađ spánum beri engan veginn saman um legu (eđa ölduhćđ) stóru norđurhvelsbylgnanna.

Ţeir sem endilega vilja spá einhverju geta e.t.v. haldiđ ţví fram ađ líkur séu á ţví ađ djúp lćgđ verđi á svćđinu um jólin - ţađ er ţó ekki alveg víst. Og ađ segja eitthvađ nákvćmara en ţađ, t.d. um vindátt eđa vindstyrk er hálfpartinn út í bláinn enn sem komiđ er. En jólin nálgast hratt og spár verđa vćntanlega öruggari eftir ţví sem nćr dregur.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 226
  • Sl. viku: 1928
  • Frá upphafi: 2350797

Annađ

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 1722
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband