16.12.2012 | 01:40
Litið á lítið
Í dag lítum við nær okkur og jafnvel upp á við frekar en að skima á heilu heimshöfin eða norðurhvelið allt. Fyrsta kortið er nærri því hefðbundið grunnkort. Það sýnir alla vega þrýsting við sjávarmál, úrkomusvæði og vind. Ef vel er gáð má einnig sjá hita í 850 hPa-fletinum og gerðarflokkun og ákefð úrkomunnar. Í lagi er að rifja upp gamlan pistil þar sem rýnt er í kort af þessu tagi. Krossar inni í úrkomusvæðum tákna snjókomu. Kortin að neðan gilda á kl. 18 síðdegis á sunnudag, 16. desember.
Landið er í heiðarlegri norðaustanátt, hæð er yfir Grænlandi en fremur grunn lægð er norður af Færeyjum á leið til vestnorðvesturs. Lægðin þjappar þrýstilínum heldur saman þegar hún hreyfist nær - en hún grynnist á sama tíma. Lægðin var við Hjaltland um hádegi á laugardegi og er spáð upp undir land á Austfjörðum á mánudag. Síðan er ekki ljóst hvað verður um hana. Hún kemst ef til vill vestur fyrir land áður en hún ferst í austanátt næstu stórlægðar.
En lítum nú upp á við. Fyrst upp í 925 hPa-flötinn. Á kortinu má sjá hæð hans ásamt vindi og hita.
Það er 700 metra jafnhæðarlínan sem liggur um Breiðafjörð. Þetta er því í fjallahæð. Lægðin er á nærri sama stað og á grunnkortinu og vindur ámóta nema norðvestan við lægðarmiðjuna þar sem hann er 25 m/s. Mörkin á milli bláu og grænu svæðanna eru sett við fjögurra stiga frost, en á brúnu svæðunum er hiti ofan frostmarks. Áberandi kaldara er við Norðaustur-Grænland þar sem fjólublái liturinn táknar -16 stiga frost. Þetta er afskaplega algeng staða, hlýjast syðst, kaldast nyrst.
Þá upp í 500 hPa. Það er 5280 metra jafnhæðarlínan sem liggur um Vestfirði. Það er nærri meðallagi árstímans.
Lægðin við Færeyjar er enn á sama stað, en tvær aðrar lægðir sjást á kortinu - mjög grunnar þó. Segja má að lægðardrag liggi um kortið á ská, frá suðvesturhorni þess til norðausturhornsins. Vindur er mikill norðvestanmegin á kortinu, 25 m/s, en annars lítill. Nú ber svo við að köld pulsa liggur eftir lægðardraginu öllu. Dálítill kuldapollur er rétt suðvestan við land. Þar er frostið -37 stig þar sem mest er. Þeir sem lesið hafa pistla hungurdiska undanfarna daga kannast hér við kalda loftið sem fleygaðist vestur um frá Noregi - með hlýju lofti á báða vegu.
En við lítum enn ofar - upp í 300 hPa og það er 8680 metra jafnhæðarlínan sem liggur um Vestfirði.
Enn er vindstrengurinn milli Vestfjarða og Grænlands áberandi, jafnvel enn meiri heldur en neðar. Nú bregður svo við að lægðin fyrir suðvestan land er orðin öflugri heldur en sú við Færeyjar og það sem meira er; hlýjast er í lægðardraginu langa og mjóa. Hvers vegna? Það er vegna þess að 300 hPa-flöturinn sker veðrahvörfin og á hlýja svæðinu erum við fyrir ofan þau.
Algengast er að hiti falli með hæð í veðrahvolfinu allt til veðrahvarfa. Þar fyrir ofan - í neðri lögum heiðhvolfsins fellur hiti ekki. Bláu svæðin á myndinni eru flest neðan veðrahvarfa - þar er hiti því enn fallandi með hæð. Undir græna svæðinu fellur hiti neðar jafnmikið með hæð og á svæðunum umhverfis - en þegar komið var að veðrahvörfum hættir hann því - þess vegna er hýrra á græna svæðinu heldur en hinum.
En hversu hátt liggja veðrahvörfin í spánni? Við athugum það á síðasta korti dagsins en það sýnir þrýstihæð veðrahvarfanna eins og evrópureiknimiðstöðin telur hana verða síðdegis þennan desembersunnudag.
Litirnir tákna ákveðin þrýstibil. Talan fyrir suðvestan land, 499, segir okkur að þar séu veðrahvörfin í 499 hPa hæð, við vitum af 500 hPa kortinu hvaða hæð það er í metrum, um 5290 metrar. Nú þarf að muna hið sjálfsagða: Þrýstingur minnkar með hæð, því lægri sem tölurnar eru því hærri eru veðrahvörfin. Á bláu svæðunum eru þau í yfir 240 hPa-hæð. Það eru um 10 kílómetrar.
Gula svæðið sýnir því langa og mjóa gjá í veðrahvörfin, gjáin er svo brött suðvestan við Ísland að litatóna vantar í myndina. Þar gæti verið brot í veðrahvörfunum.
Veðrahvörfin eru á sífelldu iði með hnútum og brotum, beygjuskrensi og ókyrrð og lega þeirra getur líka átt þátt í ofsaveðrum á jörðu niðri. Þess vegna er vel þess virði að gefa þeim auga rétt eins og lægðum, hæðum, skilum og úrkomusvæðum hefðbundinna veðurkorta.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.3.): 24
- Sl. sólarhring: 126
- Sl. viku: 1586
- Frá upphafi: 2452692
Annað
- Innlit í dag: 24
- Innlit sl. viku: 1466
- Gestir í dag: 23
- IP-tölur í dag: 23
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.