Nýútkomin bók um kolefnishringrásina - og það á íslensku

Nú er loksins komin út bók á íslensku þar sem hringrás kolefnis í náttúrunni og áhrifa mannsins á hana er lýst á greinargóðan hátt. Höfundur bókarinnar, Sigurður Reynir Gíslason, og nemendur hans hafa um árabil stundað rannsóknir á efnaskiptum vatns, bergs, lofts og lífvera í náttúrunni og á tilraunastofu með sérstakri áherslu á hringrás kolefnis.

w-blogg151212i

Betur og betur kemur í ljós að áhrif mannsins á hringrás kolefnis og fleiri frumefna eru meiri en flestir hugðu. Þau hríslast um lofthjúpinn, höf, berg og lífkerfið allt. Þótt afleiðingarnar séu í eðli sínu illfyrirsjáanlegar fleygir þekkingu fram á þeim ferlum sem koma við sögu.

Margslungin hringrás kolefnis á stuttum og löngum tímakvarða er skýrð út í bókinni auk þess sem sérstaklega er fjallað um kolefnishringrásina á Íslandi bæði þann hluta hennar sem riðlast vegna athafna okkar sem og þann sem kalla má náttúrulegan.

Bókin fylgir rannsóknum á viðfangsefninu allt til þessa ársins í ár (2012) en óhætt er að segja að höfundurinn sé meðal fremstu vísindamanna á sínu sviði á heimsvísu. Alþjóðasamband jarðefnafræðinga hefur veitt honum viðurkenningu fyrir rannsóknir á veðrun basalts og mikilvægi hennar fyrir hringrás kolefnis á jörðinni. Sigurður er formaður vísindaráðs CarbFix verkefnisins en það er alþjóðlegt vísindasamstarf um bindingu kolefnis í bergi.

Bókin er skyldulesning fyrir bæði sérfræðinga og áhugamenn um náttúrufræði auk þess sem hún er uppbyggilegt innlegg í umræðuna um hnattrænar umhverfisbreytingar af manna völdum. Þær hæringar taka til fleiri hluta en loftslagsbreytinga eingöngu. Það er varla ástæða til að ganga lengur um í þoku um það grundvallaratriði sem kolefnishringrásin er - alveg sama hvort menn telja ástæðu til aðgerða eða ekki.

Kolefnishringrásin er fjórða bókin í flokki umhverfisrita Bókmenntafélagsins. Hinar þrjár eru: Náttúra, vald og verðmæti eftir Ólaf Pál Jónsson, Þar sem fossarnir falla eftir Unni Birnu Karlsdóttur og Gróðurhúsaáhrif og loftslagsbreytingar eftir Halldór Björnsson. Kolefnishringrásin kallast sérstaklega á við síðastnefndu bókina. Ættu menn að drífa sig í að koma höndum yfir þessar bækur allar og lesa þær sem fyrst. Fleiri rit eru í undirbúningi.

Í bókinni er ítarleg heimildaskrá þar sem þeir sem vita vilja enn meira fá ótalmargt á silfurfati. Bókin er 269 blaðsíður og er prýdd yfir 80 skýringarmyndum, auk sérkafla þar sem helstu efnahvörf sem koma við sögu eru tíunduð.

Kolefnishringrásin er gefin út af Hinu íslenska bókmenntafélagi og er fáanleg í öllum helstu bókaverslunum auk afgreiðslu Bókmenntafélagsins í Skeifunni 3b í Reykjavík.

Myndin sem prýðir forsíðu bókarinnar er Dansinn eftir Henri Matisse.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Set þessa bók á jólagjafalistann - takk fyrir ábendinguna Trausti.

Sveinn Atli Gunnarsson, 15.12.2012 kl. 10:54

2 identicon

Set þessa bók á jólagjafalistann hans Svatla.

Það er athyglisvert að þessi sjálfumglaða tilraunastarfsemi (les: Pilot Study) byggist á niðurdælingu vatns við Hellisheiðarvirkjun - á kostnað íbúa í Hveragerði. Manngerðu jarðskjálftarnir sem fylgja þessari glórulausu vitleysu OR hafa sannarlega vakið athygli.

Það er ljóst af viðtölum við íslenska vísindamenn að þeir hafa ekki hugmynd um hvort þessi tilraun heppnist. Það stoppar þá hins vegar ekki í niðurdælingunni, enda sjá þeir stórar fjárfúlgur í hillingum.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 15.12.2012 kl. 18:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg160424b
  • w-blogg160424a
  • w-blogg120424c
  • w-blogg120424b
  • w-blogg120424a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 48
  • Sl. sólarhring: 130
  • Sl. viku: 1797
  • Frá upphafi: 2348675

Annað

  • Innlit í dag: 45
  • Innlit sl. viku: 1575
  • Gestir í dag: 45
  • IP-tölur í dag: 45

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband