Hæðarhryggur tekur við

Nú (um miðnætti sunnudagskvöldið 25. nóvember) er hæðarhryggur að koma úr vestri inn yfir landið. Hann mun ráða veðri næstu daga en ekki er enn vitað hversu lengi.

Hæðarhryggjum af þessu tagi fylgir yfirleitt meinlaust veður - jafnvel nokkuð hlýtt. Þunnt lag af köldu lofti yfir landinu mun þó þrjóskast við eins og venjulega í hægum vindi. Kortið sýnir spá evrópureiknimiðstöðvarinnar um 500 hPa hæð og þykkt á mestöllu norðurhveli um hádegi á þriðjudaginn (27. nóvember).

w-blogg261112

Ísland er við efri enda grænu strikalínunnar en hún sýnir háhrygginn sem liggur langt sunnan úr höfum og í átt til Norður-Grænlands. Veik en þrálát fyrirstöðuhæð er yfir norðurskautinu og skiptir kuldanum á norðurhveli í tvennt. Gríðarlegir flatbotna kuldapollar eru yfir Norður-Kanada og Síberíu. Kuldinn í þeim miðjum er þó ekkert sérlega mikill miðað við hnattstöðu og tíma árs.

Nokkrar bylgjur eru á ferð vestan hryggjarins - ein alla vega milli Nýfundnalands og Suður-Grænlands og önnur við vötnin miklu í Bandaríkjunum. Þær munu reyna að hnika hryggnum til austurs - en þegar þetta er skrifað er talið líklegast að þær slíti hann í sundur - en slitni jafnframt í sundur sjálfar. Þau átök verða síðar í vikunni og þá skiptir máli fyrir veðrið hér á landi hvar slitin verða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg200125c
  • w-blogg200125g
  • w-blogg200125f
  • w-blogg200125e
  • w-blogg200125d

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 31
  • Sl. sólarhring: 127
  • Sl. viku: 2478
  • Frá upphafi: 2434588

Annað

  • Innlit í dag: 28
  • Innlit sl. viku: 2202
  • Gestir í dag: 28
  • IP-tölur í dag: 26

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband