Tíu ára mánađameđaltölin - nýi og gamli tíminn

Nú lítum viđ á 10-ára keđjumeđaltöl hita almanaksmánađa í Stykkishólmi á sama hátt og 30-ára međaltölin voru tekin fyrir í fyrri pistli.

Enn eru janúar og október teknir fyrir sem sýnidćmi.

w-blogg251112

Tíu ára međalhiti í janúar er nú um ţessar mundir vel fyrir ofan ţađ hćsta sem hann var á hlýindaskeiđinu mikla 1925 til 1964 - rétt eins og í 30-ára međaltalinu. Október hefur enn ekki náđ fyrri hćđum - og talsverđu munar. Samt er hann nokkuđ hár miđađ viđ enn eldri tíma. Fyrsta tíu ára međaltaliđ á myndinni er frá árunum 1823 til 1832.

Ýmis konar skemmtileg smáatriđi koma fram. Til dćmis voru janúarmánuđir áranna 1975 til 1984 sameiginlega fullt eins kaldir og brćđur ţeirra á 19. öld - en ţetta stóđ stutt. Viđ sjáum líka ađ október kom mun seinna inn í hlýindin eftir 1920 heldur en janúar. Ţrátt fyrir undirliggjandi hlýnun geta komiđ margra ára mjög köld tímabili - líka í nćstu framtíđ.

Eins og síđast skulum viđ bera saman hćstu gildi nýja og gamla tímans fyrir alla almanaksmánuđina. Í keppninni um hćstu 30-ára gildin er stađan: 8 - 1 - 3 gamli tíminn heldur enn hćstu gildunum í átta af mánuđum ársins en sá nýi ţremur, í einum mánuđi er stađan jöfn.

w-blogg251112b

Nýju tíu ára međaltölin standa sig betur, ţau eru hćrri í 8 mánuđum ársins en ţau gömlu. Ţađ eru maí, september, október og nóvember sem enn sitja eftir í keppninni. Í sex tilvikum er tímabil sem endar á árinu í ár (2003 til 2012) í hćsta sćti, en í tveimur (júní og desember) er ţađ tímabiliđ 2001 til 2010 sem á hćsta gildiđ. Stađan 4 - 8.

Á nćsta ári (2013) detta mánuđir ársins 2003 út úr tíu ára međaltalinu - ţađ var sérlega hlýtt ár og ţví er líklegt ađ eftir eitt ár standi 2003 til 2012 enn međ sín sex gildi í metsćtinu en 2004 til 2013 verđi ađeins neđar.

Ţrjátíu ára međaltölin eiga hins vegar mjög góđan möguleika á ađ vera slegin enn á ný á nćsta ári. Júlímánuđur, sem jafnađi eldra met nú í ár, keppir á nćsta ári viđ hinn illrćmda júlí 1983 sem viđ vonum svo sannarlega ađ fari ekki ađ endurtaka sig. Ţá var međalhiti í Stykkishólmi 8,7 stig, en var 11,8 síđastliđiđ sumar. En veđriđ getur tekiđ upp á nćrri ţví hverju sem er.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Enn og aftur afar áhugaverđ fćrsla Trausti. "Á nćsta ári (2013) detta mánuđir ársins 2003 út úr tíu ára međaltalinu - ţađ var sérlega hlýtt ár og ţví er líklegt ađ eftir eitt ár standi 2003 til 2012 enn međ sín sex gildi í metsćtinu en 2004 til 2013 verđi ađeins neđar."

Tölfrćđin segir okkur óyggjandi ađ ţađ er ađ kólna á ísaköldu landi.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráđ) 25.11.2012 kl. 08:58

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Júní 2023
S M Ţ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30  

Nýjustu myndir

 • w-blogg070623a
 • Slide16
 • Slide15
 • Slide14
 • Slide13

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (10.6.): 177
 • Sl. sólarhring: 429
 • Sl. viku: 2853
 • Frá upphafi: 2271219

Annađ

 • Innlit í dag: 172
 • Innlit sl. viku: 2576
 • Gestir í dag: 171
 • IP-tölur í dag: 169

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband