Meiri afli úr 30-ára međaltalapyttinum

Fyrir nokkrum dögum fjölluđu hungurdiskar um keđjumeđaltöl hita. Ţar var m.a. fjallađ um 30-ára međaltöl og kom í ljós ađ enn vantar herslumun upp á ađ hlýindin á síđari árum nái hćsta 30 ára međaltali hlýindaskeiđsins um miđja 20. öld. Í dag lítum viđ nánar á ţetta mál og fjöllum um ţađ hvernig 30-ára keđjumeđaltöl einstakra almanaksmánađa standa gagnvart 30-ára hitametum. Ţetta er ađallega skrifađ fyrir nördin - ađrir snúa sér sjálfsagt undan og hnusa. Annars er alltaf sú von í gangi hjá ritstjóranum ađ einhverir nýliđar taki nördasóttina.

w-blogg231112

Fyrst lítum viđ á janúar og október. Janúar er valinn vegna ţess ađ hann er nú hlýjastur mánađa í samanburđi viđ eldri hlýindi, en október vegna ţess ađ hann hefur stađiđ sig verst hvađ ţetta varđar. Lárétti ás myndarinnar sýnir ártöl, hafa verđur í huga ađ 30 mánuđir eru ađ baki hvers punkts. Fyrsta 30-ára međaltal myndarinnar er 1823 til 1852 en ţađ síđasta 1983 til 2012, ártaliđ er alltaf sett viđ síđasta ár međaltalsins.

Viđ sjáum vel ađ síđustu 30 janúarmánuđir (blái ferillinn á myndinni) eru komnir vel upp fyrir ţađ sem hlýjast var áđur - eftir mikla dýfu á kuldaskeiđinu síđasta sem margir muna. Ţađ var ţó ekki líkt ţví eins kalt og var á 19. öld. Ef viđ reiknum heildarleitni er hún um 1,0 stig á 100 árum. Reyndar er stranglega bannađ (eđa nćrri ţví) ađ reikna leitni á keđjumeđaltöl af ţessu tagi - en viđ ţykjumst ekki vita ţađ.

Í október er stađan talsvert önnur (rauđi ferillinn). Ţar vantar mikiđ upp á hitann og satt best ađ segja hafa októbermánuđir síđustu 30-ára veriđ lítiđ hlýrri heldur en gerđist á fyrsta ţriđjungi 20. aldar. En hlýnun frá 19. öld er samt talsverđ ţannig ađ heildarleitni er um 0,7 stig á 100 árum - býsna gott. Athugiđ ađ lóđréttu kvarđarnir eru ekki ţeir sömu fyrir mánuđina tvo - októberkvarđinn (til hćgri) er 5,5 stigum ofar en janúarkvarđinn en bilin eru ţau sömu.

Nördum finnst e.t.v. forvitnilegt ađ líta á ţađ hvernig einstakir almanaksmánuđir standa sig í samanburđinum viđ hlýju međaltölin gömlu. Ţann samanburđ má sjá á nćstu mynd.

w-blogg231112b

Hitakvarđi er lóđréttur, núll er sett viđ hćsta 30-ára međaltal 20. aldar. Lítum fyrst á janúar og október. Janúar hlýindaskeiđsins nýja er 0.35°C yfir gamla hámarkinu, október vantar 0.76 stig til ađ ná í skottiđ á eldri hlýindum. Ţađ eru janúar, apríl og ágúst sem hafa ţegar slegiđ gamla tímann út, júlí hefur nákvćmlega jafnađ hann. Viđ súlurnar eru ártöl sem sýna hvađa tímabil ţađ eru sem enn eru hlýjust. Ţau byrja ýmist á ţriđja eđa fjórđa áratugnum.

En ţađ er út af fyrir sig merkilegt ađ fjórir mánuđir skuli nákvćmlega í ár vera í enda 30-ára meta en síđustu fjórir mánuđir ársins mega greinilega bćta sig.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ţetta er afar áhugaverđ fćrsla Trausti. Ef ég skil súluritiđ rétt ţá hefur "hlýindaskeiđiđ nýja" slegiđ út ţrjú gömul 30-ára međaltalshámörk, ţ.e. janúar (+0,35°C), apríl (+0,1°C) og ágúst (+0,1°C). Önnur hćstu 30-ára međaltöl 20. aldar standa óhögguđ. Stađan er ţví í raun 8 - 3 gömlu 30-ára međaltalshámörkunum í vil (júlí á pari). Hvađ varđ um hina geigvćnlegu hnatthlýnun 21. aldarinnar? Fer magn hins meinta skelfilega spilliefnis CO2 e.t.v. minnkandi í andrúmsloftinu?

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráđ) 23.11.2012 kl. 15:49

2 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Hilmar:

Hnatthlýnun á ađ sjálfsögđu viđ um alla kúluna, ekki bara međalhitastig á Stykkishólmi, eins áhugavert og ţađ hitastig nú er...

Sveinn Atli Gunnarsson, 23.11.2012 kl. 19:37

3 Smámynd: Trausti Jónsson

Ţađ er rétt skiliđ Hilmar ađ nýja hlýindaskeiđiđ hefur enn ekki slegiđ út nema 3 til 4 af eldri međaltalshámörkum einstakra mánađa(miđađ viđ 30 ár). En munum ađ nýjaskeiđ er enn drekkhlađiđ ađ nćr hálfu međ níđţungum kuldárum, 1983 til 1995. Öll gömlu metin stefna í ađ falla nema kuldinn snúi af fullum ţunga aftur. Geri hann ţađ ekki verđa öll gömlu mánađametin trúlega fallin innan tíu ára. Viđ kíkjum e.t.v. á ţađ fljótlega í hvađa mánađaröđ hlýindaskeiđiđ gamla hreinsađi upp enn eldri met og hversu lengi ţađ var ađ ná toppunum eftir ađ met fóru ađ falla.

Trausti Jónsson, 24.11.2012 kl. 01:17

4 identicon

Ţakka gott svar Trausti. En ţá kemur óhjákvćmilega önnur spurning: Er 30-ára međaltal ekki marktćkari mćlikvarđi á sveiflur í hitastigi heldur en 5 - eđa 10 ára međaltal? Ef svo er má spyrja áfram: Er 100-ára međaltal ekki marktćkara en 30-ára međaltal?

Ég spyr reyndar af gefnu tilefni. Í sumar greindi Johannes Gutenberg háskólinn frá merkum vísindaniđurstöđum sem virđast kollvarpa reiknilíkunum heimsendaspámanna. Prófessor Dr. Jan Esper leiddi hóp vísindamanna viđ landfrćđistofnun JGU í rannsókn á árhringum steingerđra furutrjáa sem upprunin eru í finnska hluta Lapplands. Ţessi rannsókn gerđi vísindamönnum kleyft ađ sýna í fyrsta skipti fram á ađ langtímaleitni síđustu tveggja árţúsunda hefur veriđ í átt til hnattkólnunar.

Svona líta niđurstöđur vísindamannana út:

Viđ megum ţví fara ađ undirbúa okkur undir meiri kulda á nćstu árum.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráđ) 24.11.2012 kl. 09:09

5 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Hilmar...ţađ er í sjálfu sér ekkert í ţessari grein sem kollvarpar ţeirri stađreynd ađ aukin gróđurhúsaáhrif af mannavöldum hafa áhrif á hitastig jarđar. Virđist vera ágćtis grein, og viđ höfum til ađ mynda á loftslag.is sagt frá ţessari langtímakólnun áđur...til ađ mynda í ágćtum gestapistli eftir Einar Sveinbjörnsson; Veđurfar Norđurheimskautsins frá upphafi okkar tímatals - ţar sem eftirfarandi kemur m.a. fram:

Nú eru ţađ svo sem engin ný tíđindiloftslag hafi fariđ kólnandi á norđurhveli jarđar síđasta árţúsundiđ eđa svo ef 20. öldin er undanskilin. Hin svokallađa fjölvitnaröđ Moberg og hinn frćgi hokkístafur Mann hafa sýnt svipađa ţróun, en báđar byggja ţćr á ýmsum gerđum veđurvitna.

En svona af ţví ađ "efasemdir" Hilmars eru svona ţaulsćtnar, ţá er rétt ađ vísa á eftirfarandi grein til glöggvunar; Efasemdir um hnattrćna hlýnun – Leiđarvísir

Sveinn Atli Gunnarsson, 24.11.2012 kl. 14:22

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

 • w-blogg160424b
 • w-blogg160424a
 • w-blogg120424c
 • w-blogg120424b
 • w-blogg120424a

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (17.4.): 259
 • Sl. sólarhring: 649
 • Sl. viku: 2352
 • Frá upphafi: 2348219

Annađ

 • Innlit í dag: 228
 • Innlit sl. viku: 2061
 • Gestir í dag: 225
 • IP-tölur í dag: 215

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband