Hitahjakk

Nú streymir hlýtt loft yfir landið úr vestri og suðvestri og sennilega hlánar á láglendi um land allt. Spár gera ráð fyrir því að síðdegis eða annað kvöld snúist vindur til norðanáttar með kólnandi veðri og frosti. Spurningin er hvort norðanáttin ná til landsins alls því suðvestanáttin sækir aftur á á þriðjudag - en með talsverðu hiki. Ekki er víst að þá hláni norðanlands - og reyndar óvíst hvernig staðan verður um sunnan- og vestanvert landið. Talsverð úrkoma fylgir - en þar sem hitaspáin er óljós er einnig óljóst hvar mörkin milli snjókomu og rigningar verða.

Kortið sýnir hitann í nágrenni landsins seint á mánudagskvöld (5. nóvember) - eins og evrópureiknimiðstöðin spáir honum. Landið er nokkuð einfaldað í líkaninu og þess vegna má ekki taka mark á hitaspá þess inn til landsins - en vonandi eru spár um hita yfir sjó og við strendur betri.

w-blogg051112

Ísland er nærri miðju kortsins. Litafletirnir sýna hita, kvarðinn verður mun greinilegri ef kortið er stækkað með smellum. Örvar sýna vindstefnu og hraða - hraðinn er sýndur með mismunandi lengd örvanna. Við sjáum vel kaldan strók ryðjast suður með Norðaustur-Grænlandi - mestur kraftur fer reyndar til suðausturs - ekki fjarri Jan Mayen - en það loft sem fer suður breiðir úr sér til vesturs og vindhraði minnkar suður á bóginn eftir því sem straumurinn breikkar. Heildregnu línurnar efst á kortinu afmarka svæði þar sem vindhviður ná 25 m/s eða meir.

Hér nær norðanáttin yfir nærri því allt Ísland - en allra syðst á landinu er enn vestanátt. Á þriðjudag berjast kalda og hlýja loftið um Ísland. Hversu sunnarlega nær snjókoman?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 36
  • Sl. sólarhring: 60
  • Sl. viku: 972
  • Frá upphafi: 2351173

Annað

  • Innlit í dag: 34
  • Innlit sl. viku: 825
  • Gestir í dag: 33
  • IP-tölur í dag: 33

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband