Fáeinar tölur úr illviðrinu í síðustu viku

Illviðrið í síðustu viku var auðvitað óvenjulegt en ekki er á þessu stigi málsins mögulegt að setja það endanlega í sæti á lista yfir verstu veður. Sú flokkun sem er ritstjóranum tömust skiptir veðrum á 8 vindáttir og reiknar síðan hversu hátt hlutfall stöðva hefur mælt vindhraða yfir tilgreindum mörkum.

Það sem helst veldur vandræðum við samanburð fyrri ára er að stöðvakerfið er nú að breytast mjög ört. Mönnuðum stöðvum fækkar og sjálfvirkum fjölgar. Vindhraðamælingar sjálfvirka kerfisins eru bæði betri og ítarlegri heldur en þær sem gerðar voru með því mannaða. Kerfin tvö hafa enn ekki verið „splæst saman“ hvað illviðraflokkun snertir.

Þótt veðrið í síðustu viku hafi verið slæmt er það ekki meðal þeirra allra verstu á hefðbundna mannaða listanum - og er heldur ekki í allra efstu sætunum á lista mestu illviðra á sjálfvirku stöðvunum. En þegar farið er að taka tillit til lengdar veðursins og hámarksvindhraða vænkar vegur þess talsvert. Þá fer það að keppa við illviðri eins og það sem kennt er við snjóflóðið í Súðavík í janúar 1995 - en það var bæði illt og langvinnt. Af heldur styttri norðanveðrum en nærri því eins vondum má nefna októberveðrin tvö 2004 og mikið norðanveður sem gerði um miðjan janúar 1999 og annað fyrstu dagana í febrúar 2002.

Glæsileg vindhraðamet voru sett á nokkrum stöðvum - en ekki mjög mörgum. Í viðhengi eru listar yfir mesta vindhraða á einstökum stöðvum sem og listi yfir nýju vindhraðametin. Langflest metanna eru ekki merkileg og ættu jafnvel að falla fljótlega - á stöðvum sem hafa starfað mjög stuttan tíma. Innan um eru þó stöðvar sem starfræktar hafa verið í 8 til 15 ár og eru niðurstöður þar trúlega nær því að teljast til marktækra meta. - En e.t.v. eiga sum metin á nýju stöðvunum eftir að standa lengi - hver veit?

En við lítum á meðalvindhraða á sjálfvirku stöðvanna á klukkustundarfresti illviðrisdagana. Á myndinni er útbreiðslan einnig sýnd á sama tíma - hlutfall þeirra stöðva þar sem 10-mínútna meðalvindhraði náði meira en 17 m/s.

iillv_nov2012stg

Á myndinni sést að meðalvindhraði (blátt) náði hámarki kl. 10 að morgni föstudagsins 2. Um svipað leyti (kl. 11) var einnig hvassast á flestum stöðvum. Það var ekki fyrr en upp úr hádegi laugardags sem stöðvahlutfallið lækkaði að mun.

Viðhengið má líma inn í töflureikni og endurraða því þar að vild.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Eiríksson

Ef hlekkurinn virkar ætti að birtast graf af vindhraða við Setur í óveðrinu. Þarna virðist hafa riðið yfir ansi mikil hviða eða nærri 100m/s. Getur þetta staðist?

http://sphotos-h.ak.fbcdn.net/hphotos-ak-ash3/527361_4159781305701_1417856462_n.jpg

Ólafur Eiríksson, 6.11.2012 kl. 20:25

2 Smámynd: Trausti Jónsson

Þetta er ekki raunverulegur vindhraði við Setur - líklega er um rafmagnstruflanir að ræða. Athuganir eru villuskimaðar - en ekki í rauntíma - villur geta því hangið inni á gröfum.

Trausti Jónsson, 7.11.2012 kl. 01:04

3 Smámynd: Ólafur Eiríksson

Já það er líkleg skýring. Takk!

Ólafur Eiríksson, 7.11.2012 kl. 02:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg160424b
  • w-blogg160424a
  • w-blogg120424c
  • w-blogg120424b
  • w-blogg120424a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 33
  • Sl. sólarhring: 112
  • Sl. viku: 1524
  • Frá upphafi: 2348769

Annað

  • Innlit í dag: 31
  • Innlit sl. viku: 1329
  • Gestir í dag: 30
  • IP-tölur í dag: 29

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband