Sparkað burt

Hæðarhryggurinn fyrir vestan land er nú að sparka illviðrinu austur af og ekki aðeins það heldur er lægðinni sjálfri einnig eytt. Þetta er hluti af miklum gangi sem þessa dagana er í vestanvindabeltinu í nágrenni við okkur. Við lítum á 500 hPa hæðar- og þykktarspá evrópureiknimiðstöðvarinnar sem nær um mestallt norðurhvel (norðan við 30. breiddarstig) og gildir um hádegi á mánudag.

w-blogg041112

Jafnhæðarlínur eru svartar en litafletir sýna þykktina en hún er hitamælir neðri hluta veðrahvolfs. Því meiri sem þykktin er því hærri er hitinn. Á mánudaginn fer mjög hlýtt loft yfir Ísland, hluti af hæðarhyggnum áðurnefnda. Mörkin á milli gulu og grænu svæðanna er við 5460 metra jafnþykktarlínuna sem nær nærri því norður til Íslands. Ef vindur verður nægilega hvass á Suðaustur- og Austurlandi getur hiti farið furðuhátt þegar hlýjasta loftið fer hjá.

Það vekur athygli á þessu korti að heimskautaröstin (svæðið þar sem hæðar- og þykktarlínur eru hvað þéttastar) hefur hreinsað upp ýmsar smálægðir sem langoftast eru að þvælast fyrir. Talsverð hæð er þó norður af Rússlandi - en sé að marka spár verður henni sparkað burt líka.

Hryggurinn hreyfist hratt til austurs en hneigir sig um leið til suðausturs og hverfur. Framhaldið er frekar óljóst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Trausti. Er þetta ekki bara ein heljarins haarp-hringavitleysa? Mér dettur það stundum í hug. En ég er að sjálfsögðu hvorki veðurfræðingur né haarp-fræðingur. Þetta eru bara ó-marktækar hugrenningar mínar, sem ég leyfi mér að skrifa hér á síðuna þína.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 5.11.2012 kl. 01:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 56
  • Sl. sólarhring: 65
  • Sl. viku: 992
  • Frá upphafi: 2351193

Annað

  • Innlit í dag: 52
  • Innlit sl. viku: 843
  • Gestir í dag: 48
  • IP-tölur í dag: 48

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband