Ţjóđlegur sumarhiti

Ágćtt er stöku sinnum ađ horfa út um ađra međalhitaglugga en ţá hefđbundnu og velja sér önnur tímabil til viđmiđunar. Hér ađ neđan er mynd sem sýnir međalhita í Reykjavík íslenska sumariđ - frá sumardeginum fyrsta til fyrsta vetrardags. Ţessi tími er yfirleitt 184 dagar - en stöku sinnum 191. Ástćđa óreglunnar er sú ađ koma skal í veg fyrir rek árstíđanna yfir lengra tímabil út úr fasa viđ sólarhćđ. En hvađ um ţađ myndin sýnir međalhita íslenska sumarsins í Reykjavík frá 1949 til ársins í ár, 2012.

misseris_sumar_hiti_rvk

Ţetta er athyglisverđ mynd sem sýnir vel hlýnunina hin síđari ár. Langhlýjast ţjóđlegra sumra á ţessu tímabili er 2010. en 2011 og 2012 eru nćr ţví sem algengast hefur veriđ ţađ sem af er ţessari öld. Skylt er ađ taka fram ađ tvö eldri sumur, 1939 og 1941 voru um ţađ bil eins hlý og 2010 - munurinn ekki marktćkur - en engin önnur neitt nćrri. Hvađ skyldi svo gerast nćstu 60 árin?

Ţótt ţjóđlega sumariđ á ţessu ári hafi veriđ eitt hiđ kaldasta á öldinni í Reykjavík var ţađ langsólríkast - og reyndar ţađ sólríkasta frá upphafi mćlinga, 1911.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Okt. 2019
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

 • w-blogg241019b
 • w-blogg231019a
 • w-blogg191019b
 • w-blogg191019a
 • w-blogg141019a

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (24.10.): 53
 • Sl. sólarhring: 715
 • Sl. viku: 1858
 • Frá upphafi: 1843417

Annađ

 • Innlit í dag: 41
 • Innlit sl. viku: 1630
 • Gestir í dag: 41
 • IP-tölur í dag: 41

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband