Þjóðlegur sumarhiti

Ágætt er stöku sinnum að horfa út um aðra meðalhitaglugga en þá hefðbundnu og velja sér önnur tímabil til viðmiðunar. Hér að neðan er mynd sem sýnir meðalhita í Reykjavík íslenska sumarið - frá sumardeginum fyrsta til fyrsta vetrardags. Þessi tími er yfirleitt 184 dagar - en stöku sinnum 191. Ástæða óreglunnar er sú að koma skal í veg fyrir rek árstíðanna yfir lengra tímabil út úr fasa við sólarhæð. En hvað um það myndin sýnir meðalhita íslenska sumarsins í Reykjavík frá 1949 til ársins í ár, 2012.

misseris_sumar_hiti_rvk

Þetta er athyglisverð mynd sem sýnir vel hlýnunina hin síðari ár. Langhlýjast þjóðlegra sumra á þessu tímabili er 2010. en 2011 og 2012 eru nær því sem algengast hefur verið það sem af er þessari öld. Skylt er að taka fram að tvö eldri sumur, 1939 og 1941 voru um það bil eins hlý og 2010 - munurinn ekki marktækur - en engin önnur neitt nærri. Hvað skyldi svo gerast næstu 60 árin?

Þótt þjóðlega sumarið á þessu ári hafi verið eitt hið kaldasta á öldinni í Reykjavík var það langsólríkast - og reyndar það sólríkasta frá upphafi mælinga, 1911.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

 • Slide10
 • Slide8
 • Slide6
 • Slide5
 • Slide4

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (22.4.): 51
 • Sl. sólarhring: 435
 • Sl. viku: 1815
 • Frá upphafi: 2349328

Annað

 • Innlit í dag: 39
 • Innlit sl. viku: 1631
 • Gestir í dag: 39
 • IP-tölur í dag: 38

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband