Vetrarbyrjun

Samkvćmt gamla íslenska tímatalinu hófst vetur á laugardaginn var. Októbermánuđur hefur síđustu daga rétt svo hangiđ í međaltalinu 1961 til 1990, en er vel fyrir neđan međallag síđustu 10 ára. Síđustu dagarnir eru ekki hlýindalegir.

w-blogg301012

Kortiđ sýnir spá um ástandiđ í 500 hPa-fletinum síđdegis á ţriđjudag (30. október). Undanfarna viku eđa svo höfum viđ veriđ inni á valdasvćđi mikillar hćđar sem á kortinu er komin vestur til Nýfundnalands. Lćgđarbeygja hefur á kortinu tekiđ viđ af hćđarbeygju og Ísland er komiđ vel norđur fyrir heimskautaröstina. Hes hennar nćr á kortinu alveg niđur í 500 hPa eđa neđar ţar sem hámarksvindur viđ grćnu örina á kortinu er um 50 m/s. Viđ veđrahvörf - en ţar á röstin yfirleitt heima er vindur hins vegar enn meiri eđa um 80 m/s.

Svörtu línurnar sýna ađ vanda hćđ 500 hPa-flatarins en rauđdregnu strikalínurnar marka ţykktina. Ţykktin er hitamćlir neđri hluta veđrahvolfs, ţví minni sem hún er ţví kaldara er loftiđ. Tölurnar sýna dekametra (1 dam = 10 metrar). Međalţykkt um ţetta leyti árs er milli 5300 og 5350 metrar. Bláa örin á kortinu bendir á 5100 metra jafnţykktarlínuna. Hún er tíđur gestur hér á vetrum og er ekki fjarri ţví ađ marka ţađ svćđi sem frost er á allan sólarhringinn. Ţetta er rúmum 200 metrum lćgra en međaltaliđ, ţađ ţýđir ađ hiti er um 10 stigum undir međallagi.

Ađ ţessu sinni rétt snertir 5100 metra línan Vestfirđi en hlýr sjór bćtir sífellt í ţykktina og ţegar kortiđ gildir segir evrópureiknimiđstöđin ađ hitunin úti af Vestfjörđum samsvari um 200 til 300 Wöttum á fermetra. Ţađ ţýđir ađ samfellt ađstreymi af köldu lofti ţarf til ţess ađ ţykktin haldist svona neđarlega.

En ţetta skot mjög lágrar ţykktar stendur ekki lengi ţví hlýrra loft (rauđa örin) sćkir ađ úr austri. Ţađ gengur ţó ekki greiđlega fyrir sig og ástandiđ markast af hvössum norđanvindi nćstu daga. Um síđir á hlýtt loft ađ sćkja ađ úr vestri - en ekki fyrr en kuldapollur sem á kortinu er yfir Vestur-Grćnlandi verđur kominn hjá (svarta örin). Ţađ mun ađ sögn verđa á föstudag. Röstin á síđan ađ ganga aftur austur fyrir land á sunnudag.

Norđanskotiđ sem á ađ standa nćstu daga er nokkuđ samsett ađ ţví er virđist. Ekki er gott ađ segja t.d. hvort hćgari kaflar gangi yfir landiđ á milli meginvindstrengjanna. Sömuleiđis er ekki langt í hlýrra loft austurundan og sjór er hlýr ţannig ađ ţađ gćti komiđ kafli međ slyddu frekar en snjókomu á Norđausturlandi - en áhugasamir fylgjast auđvitađ međ spám Veđurstofunnar. Muniđ ađ hungurdiskar spá engu.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pálmi Freyr Óskarsson

Getur einhver bent mér á tengill sem sýnir vindhrađa á veđurstöđvum ţar sem sem fellibylurinn Sandy fer yfir.

Pálmi Freyr Óskarsson, 30.10.2012 kl. 01:18

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

 • Slide10
 • Slide8
 • Slide6
 • Slide5
 • Slide4

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (22.4.): 242
 • Sl. sólarhring: 442
 • Sl. viku: 2006
 • Frá upphafi: 2349519

Annađ

 • Innlit í dag: 223
 • Innlit sl. viku: 1815
 • Gestir í dag: 220
 • IP-tölur í dag: 216

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband