Enn í norđvestanáttinni

Vindur í háloftunum er enn úr norđvestri - en miđađ viđ ţađ er samt furđuhlýtt. Ađ vísu sér varmatap í björtu veđri til ţess ađ kalt verđur inn til landsins. Ţessu veldur mjög mikil háloftahćđ sem undanfarna viku hefur ţokast í rykkjum vestur á bóginn fyrir sunnan land. Stađan á mánudaginn (sé ađ marka evrópureiknimiđstöđina) er sýnd á kortinu hér ađ neđan.

Myndin er orđin hefđbundin á hungurdiskum. Jafnhćđarlínur 500 hPa-flatarins eru svartar, ţykktin er sýnd í litum. Mörkin milli bláu og grćnu svćđanna er viđ 5280 metra ţykkt. Á kortinu er megniđ af Íslandi í grćna litnum.

w-blogg281012

Hćđarhryggurinn vestan viđ land er mjög breiđur - svo breiđur ađ hann stendur varla undir sér lengi. Viđ sjáum ómerkilega háloftabylgju yfir Grćnlandi - hún á ađ kljúfa austurhluta hryggjarins í spađ. eftir ţađ snýst háloftaáttin hér á landi meira til norđurs og kaldara loft fćr greiđari leiđ hingađ - ekki međ miklum látum í fyrstu - en átök og leiđindi eiga síđan ađ taka viđ.

Býsna mörg norđanköst hér á landi eru tvíţćtt. Fyrst skellur á hvellur međ norđanátt bćđi í háloftum og niđur viđ jörđ - kerfiđ fer til suđurs eđa suđausturs um landiđ - og heldur síđan áfram til suđurs ţar sem ţađ ađ lokum grípur upp hlýrra loft og sendir til norđurs. Ţá gerir hér norđaustanillviđri - sem nćr ţó ekki nema upp í 2 til 3 kílómetra hćđ. Stundum eru báđir ţćttirnir slćmir - en stundum ekki nema annar. Ţađ virđist eiga ađ gerast nú, norđanáttin ađ baki lćgđardragsins er ekki svo sterk - en síđari ţátturinn á hins vegar ađ verđa leiđinlegur - jafnvel mjög leiđinlegur. 

Hungurdiskar munu e.t.v. líta betur á ţetta ţegar nćr dregur - en ritstjórinn er enn í tímafreku sýsli - af veraldlegu tagi.  

Fellibylurinn Sandy er undan ströndum Bandaríkjanna á ţessu korti og er ţar um ţađ bil ađ taka beygju ţá til norđvesturs sem menn vestra óttast hvađ mest. Vindur í kerfinu er nú lítiđ meiri heldur en gerist hér á landi í illum veđrum - en sjór er úfinn og illur og strandvörnum víđa ábótavant. Sömuleiđis er mjög mikiđ af trjám sem bíđa eftir ađ falla - Bandaríkjamenn hafa ekki veriđ duglegir viđ ađ koma raflínum í íbúđahverfum í jörđ. Fyrstu fréttir af tjóni eru oft óáreiđanlegar. Viđ munum vel ađ ţegar fellibylurinn Katrína gekk yfir New Orleans 2005 voru fyrstu fréttir ţćr ađ vindur hefđi veriđ minni en búist var viđ og tjón minna en óttast hefđi veriđ - en síđan kom allt annađ í ljós. Í fyrra (2011) gekk fellibylurinn Irene til norđurs međ austurströnd Bandaríkjanna - svipađ og Sandy nú. Hann olli fárviđrafíklum ákveđnum vonbrigđum - fréttir bárust um ađ tjón vćri frekar lítiđ. Ţegar upp var stađiđ reyndist veđriđ vera eitt hinna allra tjónmestu á ţeim slóđum.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ekki bćtir úr skák ađ fullt tungl fylgir međ Sandy, ţannig ađ búist er viđ miklum ágangi sjávar samfara háflóđi

Gunnar Th. Gunnarsson, 28.10.2012 kl. 10:48

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Júlí 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Nýjustu myndir

  • w-blogg220724b
  • w-blogg220724a
  • w-blogg210724
  • Slide2
  • Slide1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.7.): 17
  • Sl. sólarhring: 424
  • Sl. viku: 2733
  • Frá upphafi: 2378309

Annađ

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 2421
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband