28.10.2012 | 01:27
Enn í norðvestanáttinni
Vindur í háloftunum er enn úr norðvestri - en miðað við það er samt furðuhlýtt. Að vísu sér varmatap í björtu veðri til þess að kalt verður inn til landsins. Þessu veldur mjög mikil háloftahæð sem undanfarna viku hefur þokast í rykkjum vestur á bóginn fyrir sunnan land. Staðan á mánudaginn (sé að marka evrópureiknimiðstöðina) er sýnd á kortinu hér að neðan.
Myndin er orðin hefðbundin á hungurdiskum. Jafnhæðarlínur 500 hPa-flatarins eru svartar, þykktin er sýnd í litum. Mörkin milli bláu og grænu svæðanna er við 5280 metra þykkt. Á kortinu er megnið af Íslandi í græna litnum.
Hæðarhryggurinn vestan við land er mjög breiður - svo breiður að hann stendur varla undir sér lengi. Við sjáum ómerkilega háloftabylgju yfir Grænlandi - hún á að kljúfa austurhluta hryggjarins í spað. eftir það snýst háloftaáttin hér á landi meira til norðurs og kaldara loft fær greiðari leið hingað - ekki með miklum látum í fyrstu - en átök og leiðindi eiga síðan að taka við.
Býsna mörg norðanköst hér á landi eru tvíþætt. Fyrst skellur á hvellur með norðanátt bæði í háloftum og niður við jörð - kerfið fer til suðurs eða suðausturs um landið - og heldur síðan áfram til suðurs þar sem það að lokum grípur upp hlýrra loft og sendir til norðurs. Þá gerir hér norðaustanillviðri - sem nær þó ekki nema upp í 2 til 3 kílómetra hæð. Stundum eru báðir þættirnir slæmir - en stundum ekki nema annar. Það virðist eiga að gerast nú, norðanáttin að baki lægðardragsins er ekki svo sterk - en síðari þátturinn á hins vegar að verða leiðinlegur - jafnvel mjög leiðinlegur.
Hungurdiskar munu e.t.v. líta betur á þetta þegar nær dregur - en ritstjórinn er enn í tímafreku sýsli - af veraldlegu tagi.
Fellibylurinn Sandy er undan ströndum Bandaríkjanna á þessu korti og er þar um það bil að taka beygju þá til norðvesturs sem menn vestra óttast hvað mest. Vindur í kerfinu er nú lítið meiri heldur en gerist hér á landi í illum veðrum - en sjór er úfinn og illur og strandvörnum víða ábótavant. Sömuleiðis er mjög mikið af trjám sem bíða eftir að falla - Bandaríkjamenn hafa ekki verið duglegir við að koma raflínum í íbúðahverfum í jörð. Fyrstu fréttir af tjóni eru oft óáreiðanlegar. Við munum vel að þegar fellibylurinn Katrína gekk yfir New Orleans 2005 voru fyrstu fréttir þær að vindur hefði verið minni en búist var við og tjón minna en óttast hefði verið - en síðan kom allt annað í ljós. Í fyrra (2011) gekk fellibylurinn Irene til norðurs með austurströnd Bandaríkjanna - svipað og Sandy nú. Hann olli fárviðrafíklum ákveðnum vonbrigðum - fréttir bárust um að tjón væri frekar lítið. Þegar upp var staðið reyndist veðrið vera eitt hinna allra tjónmestu á þeim slóðum.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.3.): 7
- Sl. sólarhring: 105
- Sl. viku: 1341
- Frá upphafi: 2455667
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 1201
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Ekki bætir úr skák að fullt tungl fylgir með Sandy, þannig að búist er við miklum ágangi sjávar samfara háflóði
Gunnar Th. Gunnarsson, 28.10.2012 kl. 10:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.