Ískalt á láglendi - en hlýindi ofan fjalla

Þegar þetta er skrifað (rétt eftir miðnætti laugardagskvöldið 20. október) er mjög kalt víða á landinu, kl. 24 var t.d. -8 stiga frost á Þingvöllum og -6 á Hvanneyri í Borgarfirði. Hlýtt loft er hins vegar yfir - og ekki svo langt uppi. Fyrra kortið hér að neðan sýnir ástandið í 850 hPa-fletinum um miðnæturbil.

w-blogg211012a

Svörtu línurnar sýna hæð flatarins í dekametrum (1 dam = 10 metrar). Þeir sem stækka kortið sjá merkingarnar greinilega, það er 1460 metra jafnhæðarlínan sem hringar sig um landið. Hæstu fjöll standa upp úr fletinum. Lituðu svæðin sýna hitann í honum. Talan yfir landinu norðanverðu er 0,0°C - frostmark. Vindur er hins vegar hægur (vindörvarnar) og blöndun því lítil. Yfirborð landsins veit greinilega lítið af þessum góða hita.

Þetta sést jafnvel enn betur á mættishitakortinu hér að neðan.

w-blogg211012b

Mættishitinn sýnir hversu hlýtt loft í einhverri hæð yrði ef hægt væri að koma því niður í 1000 hPa-flötinn - óblönduðu. Þegar loftþrýstingur er hár eins og í dag er sá flötur ekki við sjávarmál. Þrýstingur á Akureyri nú á miðnætti var 1020 hPa og 1000 hPa eru því ofar, á að giska í 160 metra hæð. Litafletirnir á kortinu sýna mættishitann - hann er 10 til 13 stig yfir mestöllu landinu.

Suður í hafi er enn hlýrra loft - mættishiti nærri 20 stigum vestur af Írlandi. Kortið nær ekki norður í kuldann sem ríkir nú í norðurhöfum - en hann þokast nær næstu daga. Vonandi að við sleppum - en sé að marka langtímaspár eiga tveir myndarlegir kuldapollar að fara til suðurs austan við land í komandi viku - þá í stefnu á Noreg, Danmörku og Þýskaland. Við skulum fylgjast með þeim næstu daga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg160424b
  • w-blogg160424a
  • w-blogg120424c
  • w-blogg120424b
  • w-blogg120424a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 159
  • Sl. viku: 1752
  • Frá upphafi: 2348630

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 1533
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband