Lymskufullt veđurlag

Ţótt ritstjóri hungurdiska fylgist allvel međ veđri er hann ekki međ smásjá í gangi - hefur hvorki ţrek né tíma til samfelldrar spáiđju. Hann reynir ţó ađ láta veđur ekki koma sér í opna skjöldu - en ekki tekst ţađ alltaf. Ţannig var í dag (föstudaginn 19. október). Ekiđ var í björtu veđri ađ morgni í vinnu - gengiđ milli húsa um hádegisbil og horft á ómerkilegan lágskýjabakka á austurlofti. Hugađ var ađ heimferđ um hálfsexleytiđ - og ţá var komin lítilsháttar súld. Ekki fékk ritstjórinn fyrir hjartađ - en samt - rétt var ţó ađ athuga ástandiđ á stćđinu og á bílnum. Ţar var ađeins lítilsháttar raki - alveg meinlaus.

En hversvegna var rétt ađ athuga ástand bíls og vega? Jú, ţví ţetta er reyndar alveg dćmigert hálkuveđur og sérlega varasamt ađ hausti, nú, eftir nćr alveg hálkulausa tíđ á höfuđborgarsvćđinu.

Úrkomuský gerast varla ómerkilegri en ţau sem gengu yfir síđdegis og í kvöld - en nćgja samt til ţess ađ hćttuleg hálka getur myndast. Ekki er rúm eđa ástćđa til ađ rekja úrkomuatburđ dagsins í smáatriđum - enda ţarf til ţess annađ hvort yfirlegu eđa ágiskanir. Úrkoman var svo smágerđ ađ hugsanlegt er ađ hún hafi lifađ alla sína ćfi sem vatnsdropar - ţrátt fyrir frost í flákaskýjunum. Flákaský eru ţrátt fyrir allt úr vatnsdropum. Líklegra er ţó ađ ískristallar hafi fariđ ađ myndast í ţeim, falliđ í átt til jarđar, bráđnađ, og orđiđ ađ súld.

Ritstjórinn var kominn út af svćđinu ţegar fréttaumgetin hálka myndađist og veit ţví ekki nákvćmlega hvenćr og hvernig hún myndađist.

En látum ekki súldarveđur í frostlausu ađ vetri plata okkur til ađ halda ađ hálkulaust sé - viđ eigum einmitt ađ gera ráđ fyrir hinu gagnstćđa. Reiknum frekar međ hálku á ferđum okkar - ţađ ćtti ađ vera meinlaust ađ hafa rangt fyrir sér á ţann veginn.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Maí 2024
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

 • Slide10
 • Slide9
 • Slide11
 • w-1945v
 • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (23.5.): 54
 • Sl. sólarhring: 95
 • Sl. viku: 1595
 • Frá upphafi: 2356052

Annađ

 • Innlit í dag: 50
 • Innlit sl. viku: 1480
 • Gestir í dag: 47
 • IP-tölur í dag: 46

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband