Stóru veđurkerfin um ţessar mundir (vađiđ á súđum, cccxxiv-kafli)

Viđ lítum á stóru veđurkerfin og hreyfingar ţeirra ţessa dagana. Kortiđ sem gildir um hádegi á miđvikudag 23. október sýnir heimskautasvćđin og norđanvert Atlantshaf. Svörtu línurnar sýna hćđ 500 hPa-flatarins en lituđu svćđin segja frá ţykktinni. Ţví ţéttari sem jafnhćđarlínurnar eru ţví hvassara er. Ţykktin sýnir hitafar í neđri hluta veđrahvolfs, ţví meiri sem hún er ţví hlýrra er loftiđ. Á kortinu er mćlt í dekametrum (1 dam = 10 metrar).

w-blogg231012a

Ísland er ekki fjarri miđri mnd og neđst á myndinni má sjá norđurströnd Afríku. Ísland er á milli mikillar, hlýrrar hćđar suđurundan og gríđarlega öflugs kuldapolls milli NA-Grćnlands og Svalbarđa. Ţar er ţykktin um 4900 metrar ţar sem kaldast er - alvöru vetur. Ţykktin yfir Íslandi verđur ađeins örsjaldan svo lág. Kuldapollurinn sem í dag er viđ norđurskautiđ (hvítt k) hreyfist hratt til suđurs í átt til Skandinavíu.

Mjög hlýtt er í hćđinni suđurundan. Í dag (mánudag) var hún yfir Ţýskalandi (rautt x). Ţar var sumarţykkt í dag, um 5650 metrar ţar sem mest var. Ţađ er einmitt svipađ og ţegar allra best lćtur hér á landi ađ sumri. Nćstu daga stekkur hćđin til vesturs og verđur á miđvikudaginn ţar sem kortiđ sýnir. Undanfarna daga hefur veriđ gert ráđ fyrir ţví ađ hún tćki annađ stökk til vesturs undir lok vikunnar - en eitthvađ er reiknimiđstöđin linari á ţví í dag - ţađ kemur í ljós.

Jökulkalt loft streymir nú suđur međ austurströnd Grćnlands sveigir ţar ađallega út á haf í stefnu á Noreg sunnanverđan - en jafnframt fleygar eitthvađ af kuldanum sig undir hlýja loftiđ sem er yfir Íslandi ţannig ađ viđ sleppum ekki alveg. Verst er ţó ađ sú stađa getur komiđ upp ađ regn falli niđur í kulda og valdi ísingu - rétt ađ hafa hugann viđ ţann möguleika.

Ađ ţessu loknu eiga lćgđardrög (bylgjur) ađ koma yfir Grćnland og fara um Ísland til suđausturs. Fari svo kólnar í áföngum - en of snemmt er ađ segja frá ţví.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

 • w-blogg120424c
 • w-blogg120424b
 • w-blogg120424a
 • w-blogg110424b
 • w-blogg110424b

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (16.4.): 250
 • Sl. sólarhring: 275
 • Sl. viku: 2029
 • Frá upphafi: 2347763

Annađ

 • Innlit í dag: 219
 • Innlit sl. viku: 1751
 • Gestir í dag: 209
 • IP-tölur í dag: 203

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband