19.10.2012 | 00:25
Veturinn tekur sér stöðu
Nú er rétt einu sinni að koma vetur og hlýtur að fara að kólna fyrir alvöru á norðurslóðum. Enda ber norðurhvelskort dagsins það með sér og rétt að fara að fylgjast með atburðum. Hér að neðan verða sýnd tvö kort sem föstum lesendum hungurdiska ættu að vera orðin kunnugleg. En nýjum lesendum og lausum er bent á fyrri fræðslu um þessi efni. Þar er einkum að telja pistil sem birtist fyrst 7. október 2010 en þar má finna viðhengi sem hollt er að lesa. Eitt fyrsta kortið í þessum stíl birtist aftur á móti 13. mars á þessu ári (2012) og þar má finna skýringar á litum og línum kortanna hér að neðan.
Þetta er spá everópureiknimiðstöðvarinnar fyrir hádegi á morgun, föstudaginn 19. október. Svartar línur sýna hæð 500 hPa-flatarins í dekametrum. Þar sem þær eru þéttar er hvasst í háloftunum. Að vanda má sjá fölmargar lægðir en lítið er um hæðir. Þó er ein rétt norðan við Ísland (ekki merkt með H). Þessi hæð sér um það hæga og bjarta veður sem ríkir á landinu þessa dagana.
Litirnir tákna þykktina (fjarlægðina milli 1000 hPa og 500 hPa-flatanna). Hún sýnir meðalhita í neðri hluta veðrahvolfs. Því meiri sem hún er því hlýrra er loftið. Mörkin milli gulu og grænu litanna eru sett við 546 dekametra (5460 metra). Þar eru í grófum dráttum mörk sumar- og vetrar. Grænu litirnir eru þrír og er skipt um lit við hverja 6 dekametra. Ísland er vel inni í græna svæðinu. Að sumarlagi færir veðurlag af þessu tagi okkur sólríka en svala daga - sólin sér þó um að halda síðdegishitanum býsna háum. En nú er því ekki að heilsa - lítið gagn að verða af sólinni sem lækkar óðfluga á lofti. Frost er því inn til landsins og býsna hart um nætur.
En hvað er að gerast? Síberíumegin við norðurskautið er öflugur kuldapollur. Sem stendur er hann nokkuð hringlaga sem þýðir að hann hreyfist ekki mikið. Ef hlýtt loft í formi hæðarhryggja sækir að honum getur hann aflagast og fer þá að verpa eggjum sem geta skotist í ýmsar áttir. Það á einmitt að gerast á sunnudag-mánudag. Yfir Baffinslandi er mun minna kerfi sem hreyfist í austur.
Á mánudaginn (kortið að neðan) hefur það stuggað burt hæðinni við Ísland.
Þéttast þá bæði jafnhæðar- og jafnþykktarlínur norðan við land. Þéttist jafnhæðarlínurnar jafnmikið og jafnhæðarlínurnar vegast þær á og vindur nær ekki til jarðar. Þéttist jafnhæðarlínurnar meira heldur en jafnþykktarlínurnar gerir vestanátt hér á landi, en ef jafnhæðarlínurnar þéttast meir snýst vindur í neðstu lögum við og verður austan- eða norðaustanstæður.
Í bláa blettinum yfir Grænlandi norðaustanverðu er þykktin ekki nema 5040 metrar og hún er neðan við 5100 metra á stóru svæði. Þegar þykktin fer niður fyrir 5100 metra hér á landi er óhætt að segja að vetur sé skollinn á. Vonandi sleppum við enn um sinn. Þótt spennandi verði að sjá þetta lægðardrag fara hjá fellst aðalógnin þó í kuldanum við norðurskautið - en þar hefur kuldapollurinn aflagast og er orðinn að langri pulsu sem er að skiptast í tvennt. Þar má í fyrsta skipti á þessu hausti sjá í fjólubláa litinn - þykktina 4940 metra eða neðar. Vetur konungur mætir á svæðið gjörið þið svo vel.
Nú er þetta bara spá - og vel má vera að fjólublái liturinn bíði enn með að sýna sig í raunheimi. Undanfarna daga hafa spár verðið í miklu hringli með varpið og hvar eggið lendir. Þegar þetta er skrifað eigum við að sleppa naumlega - en Noregur og nágrenni verða fyrir höndinni köldu.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 14:27 | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.3.): 75
- Sl. sólarhring: 212
- Sl. viku: 1124
- Frá upphafi: 2456060
Annað
- Innlit í dag: 72
- Innlit sl. viku: 1022
- Gestir í dag: 71
- IP-tölur í dag: 71
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Held að þetta verði annálaður harðinda og ísavetur svo enginn muni annað eins!
Sigurður Þór Guðjónsson, 19.10.2012 kl. 22:19
Takk fyrir kortin og fróðleikinn. Gott að sjá frá þér þessa færslu.
Kveðja
Gunnar Sæmundsson (IP-tala skráð) 19.10.2012 kl. 23:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.