29.7.2012 | 01:44
Korpa - Geldinganes (meðalhitamunur)
Í pistli gærdagsins var fjallað um árstíðasveiflu hitamunar á Akureyri og í Bolungarvík. Þessar stöðvar eru í sitt hvorum landshlutanum. Nú lítum við á árstíðabundinn hitamun á stöðvum sem eru nærri því á sama stað - og þó ekki. Önnur stöðin er Korpa, rétt hjá Korpúlfsstöðum - sjálfvirk stöð þar sem athugað hefur verið síðan 1997 og Geldinganes þar sem athugað hefur verið síðan 2004. Við lítum á vindhraðann í leiðinni.
Talsverður trjágróður hefur vaxið upp í kringum Korpustöðina - svo mikill að sumir telja að athuganir fari að líða fyrir það. Geldinganes er á berangri (nema að gróður hafi vaxið mikið við stöðina alveg nýlega). Það er einnig nær sjó heldur en Korpustöðin.
Hitakvarðinn er til vinstri á myndinni og það er blái ferillinn sem sýnir meðalhitamun staðanna tveggja. Hann er afskaplega lítill. Aðeins hlýrra er þó á Korpu í febrúar til júní og í nóvember og desember. Munurinn er mestur í mars - en í júlí til október og í janúar er hitinn á stöðvunum jafn.
Skyldi skjólið á Korpu valda því að hlýrra sé þar á sólardögum seint á vorin heldur en úti á Geldinganesi? Sé litið á dægursveifluna (ekki sýnd hér) komumst við að því að ívið hlýrra er á Korpu heldur en á Geldinganesi yfir hádaginn. Lágmarkshiti sólarhringsins er lægri á Korpu í öllum mánuðum nema mars - þegar hann er sá sami á báðum stöðvum.
Munur á vindhraða (hægri kvarði - rauður ferill) er minnstur í maí. Athugið að allar tölur eru neikvæðar - það þýðir að vindhraði er meiri á Geldinganesi heldur en við Korpu allt árið - lengst af munar 1,2 til 1,4 m/s. Hvassviðri eru líka algengari á Geldinganesi og þar hefur hámarksvindhraði mælst meiri á samanburðartímabilinu heldur en á Korpu.
Frost hefur mælst í öllum mánuðum ársins á Korpu - en enn hefur ekki mælst frost á Geldinganesi í júní, júlí og ágúst.
Í framhjáhlaupi má geta þess að nú er silfurskýjatímabilið hafið. Ritstjórinn sá fyrstu silfurskýjabreiðuna í kringum miðnætti aðfaranótt laugardags (28. júlí). Silfurský myndast að sumarlagi við miðhvörf lofthjúpsins í um 90 km hæð frá jörðu. Hér sjást þau ekki fyrir 25. júlí vegna næturbirtu - og tímabilinu lýkur um 15. ágúst en þá eru þau hætt að myndast.
Allt of fáir taka eftir þessum fallegu skýjum. Svo virðist sem tíðni þeirra hafi aukist á síðustu áratugum miðað við það sem áður var - sumir telja það stafa af veðurfarsbreytingum af mannavöldum. Ekkert skal um það fullyrt hér. Ritstjórinn hefur nú gefið þeim auga í nærri 40 ár. Hann verður nú orðið helst hissa ef þau sjást ekki á umræddum tíma ef léttskýjað er. - En það kemur fyrir og mjög mismikil eru þau. Um silfurský er fjallað í fróðleikspistli á vef Veðurstofunnar.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 22:53 | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 726
- Sl. sólarhring: 813
- Sl. viku: 2521
- Frá upphafi: 2413541
Annað
- Innlit í dag: 679
- Innlit sl. viku: 2279
- Gestir í dag: 665
- IP-tölur í dag: 649
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.