Norðurhvel í júlílok

Nú er sumar í hámarki á norðurhveli og héðan í frá fer að halla til hausts. Hafið er þó enn að hlýna og ís mun bráðna í Norðuríshafi í nokkrar vikur til viðbótar. Víðast hvar hér á landi er meðalhiti hæstur síðustu vikuna júlí en lætur lítið á sjá fyrr en um það bil tíu dagar eru liðnir af ágústmánuði. Lítillega er farið að kólna í heiðhvolfinu en sumarhæðin mikla sem nær um allt norðurhvel sýnir enn enga veikleika.

En lítum nú á spá dagsins. Hún er úr safni evrópureiknimiðstöðvarinnar og sýnir hæð 500 hPa-flatarins á norðurhveli suður undir hitabelti á hádegi þriðjudaginn 31. júlí. Jafnhæðarlínur eru svartar og heildregnar og merktar í dekametrum (1 dam = 10 metrar). Þykktin er mörkuð með litaflötum. Hún er einnig tilfærð í dekametrum og mælir hita í neðri hluta veðrahvolfs. Því hærri sem hitinn er því meiri er þykktin. Mörkin á milli grænu og gulbrúnu litanna liggja við 5460 metra. Við viljum helst vera ofan við þessi mörk að sumarlagi.

w-blogg300712

Norðurskaut er rétt ofan við miðja mynd en Ísland rétt neðan miðjunnar við 20°V en sá baugur er lóðréttur á myndinni. Kortið batnar mjög við smellastækkun og verður kvarðinn mun skýrari. Enginn blár litur sést nú á kortinu - í fyrsta sinn í sumar. Þykktin er hvergi minni en 5280 metrar. En kuldapollarnir eru samt nógu krassandi.

Hæðarhryggurinn mikli við Grænland hefur hér tengst öðrum yfir Norður-Noregi og lokar inni kuldapoll sem á kortinu er með miðju norður af Skotlandi en teygir sig til vesturs fyrir sunnan land. Svona eða svipuð verður staðan næstu daga. Það er auðvitað leiðinlegt að þykktin hér á landi sé ekki meiri en þrátt fyrir allt er ekki langt í hlýja loftið og vel má vera að molar af því berist á borð okkar næstu daga. Hér ríkir alla vega hásumar - vonandi sem lengst.

Bláa örin bendir á þann kuldapoll sem gæti helst raskað stöðunni hér við land - en spár greinir enn á um leið hans. Sú reikniruna evrópureiknimiðstöðvarinnar sem þetta kort er úr sýnir hann rúlla alla leið til Íslands - en vonandi verður sá möguleiki horfinn í næstu runu.

Við skulum líka líta á kort sem sýnir hæð 30 hPa-flatarins í rúmlega 24 km hæð. Eins og nefnt var að ofan ríkir þar hæð um allt hvelið og austlægar áttir eru ríkjandi. Á næstu vikum fer hæðin að falla saman og mun um síðir breytast í miklu meiri lægð. Áhugasamir lesendur mega gjarnan leggja stöðuna á minnið. Kortið er úr safni bandarísku veðurstofunnar. Jafnhæðarlínur eru svartar og heildregnar - merktar í dekametrum. Línan næst hæðarmiðju sýnir 2450 dam (= 24,5 km). Litafletirnir sýna hita, kvarðinn verður greinilegri sé myndin smellastækkuð.

w-blogg300712b


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg160424b
  • w-blogg160424a
  • w-blogg120424c
  • w-blogg120424b
  • w-blogg120424a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 87
  • Sl. sólarhring: 124
  • Sl. viku: 1836
  • Frá upphafi: 2348714

Annað

  • Innlit í dag: 78
  • Innlit sl. viku: 1608
  • Gestir í dag: 73
  • IP-tölur í dag: 73

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband