Akureyri - Bolungarvík (međalhitamunur)

Viđ lítum á mun á mánađarmeđalhita á Akureyri og í Bolungarvík og notum til ţess línuritiđ hér ađ neđan. Ţar er munurinn reiknađur á tveimur tímabilum, annars vegar er öll 20. öldin undir (blár ferill) en síđan fyrstu tíu ár nýrrar aldar (rauđur ferill).

w-blogg280712

Akureyri hefur vinninginn frá ţví í mars og fram í september, en Bolungarvík er hlýrri frá október fram í febrúar. Ástćđa árstíđasveiflunnar er nćr örugglega sú ađ minni munur er á sumar- og vetrarhita í útsveitum heldur en inn til landsins. En ţađ er samt í nóvember sem vinningur Bolungarvíkur er mestur. Ţađ er einmitt í nóvember sem Vestfirđir eru hlýjastir ađ tiltölu miđađ viđ landiđ í heild - apríl er í ţessu hlutverki í Reykjavík en janúar á Austfjörđum. Voru hungurdiskar ekki búnir ađ fjalla um ţađ merkilega mál?

Stöđin vestra hefur ekki veriđ á sama stađ allt tímabiliđ - reynt er ađ leiđrétta fyrir flutningum milli stađa - sömuleiđis er Akureyrartímaröđin ekki alveg hrein. Vonandi hafa slík vandamál ekki mikil áhrif á línuritiđ hér ađ ofan.

Smámunur er á tímabilunum tveimur - ekki gott ađ segja hvort hann er marktćkur. Fyrstu tíu ár 21. aldar voru um ţađ bil 1,0 stigi hlýrri á Akureyri heldur en 20. öldin öll. Munurinn í Bolungarvík er nćrri ţví sá sami eđa 0,95 stig - eigum viđ ađ hćkka ţađ upp í 1,0 eđa lćkka í 0,9? En viđ sjáum ađ árstíđasveiflan á myndinni hefur heldur minnkađ, nú er minni munur á stöđvunum bćđi vetur og sumar en áđur var. Ekki skulum viđ draga neinar magnţrungnar ályktanir af ţessu.

Í framhjáhlaupi má minnast á ađ ţađ hrökk upp úr dönsku veđurstofunni í dag (sjá vef ţeirra) ađ mesti hiti sem mćlst hafi í Scoresbysundi sé 17,5 stig, en hámarkshiti dagsins í dag (föstudagsins 27. júlí) var 17,1 stig. Höggviđ var nćrri meti. Ţađ var um 1980 ađ stöđin var flutt frá Tobinhöfđa inn í ţorpiđ í Scoresbysundi. Ekki er ljóst af fréttinni hvort miđađ er viđ ţann tíma eđa hvort Tobinhöfđaskeiđiđ er taliđ međ. Í skrá um norrćn veđurmeđaltöl og útgildi er sagt ađ hćsta hámark á Tobinhöfđa sé 23,0 stig - og kvu ţađ hafa gerst í júlí 1976 - kannski ţađ hafi veriđ um svipađ leyti og hitametiđ eftirminnilega var sett í Reykjavík? 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Ţórđardóttir

Takk fyrir ţennan fróđlega pistil.  Ţađ má líka geta stađsetningar mćlinganna, en ţađ munar oft einni gráđu á hitastig í Bolungarvík og Ísafirđi. 

Ásthildur Cesil Ţórđardóttir, 28.7.2012 kl. 09:49

2 identicon

Interesting<img src="http://2.s05.flagcounter.com/count/1Jx/bg=FFFFFF/txt=FFFFFF/border=FFFFFF/columns=1/maxflags=1/viewers=3/labels=0/" alt="Free counters!" width="1" height="1" border="0" /><img src="http://2.s08.flagcounter.com/count/hnp/bg=000000/txt=FFFFFF/border=CCCCCC/columns=1/maxflags=1/viewers=Visitors/labels=1/" width="1" height="1" border="0" /><img src="http://2.s03.flagcounter.com/count/FMv/bg=00CC66/txt=000000/border=000000/columns=3/maxflags=54/viewers=3/labels=1/pageviews=1/" width="1"><img src="http://www2.clustrmaps.com/stats/maps-no_clusters/www.magicznerodzenstwo.ownlog.com-thumb.jpg" alt="" width="1" height="1" /><img src="http://rg.revolvermaps.com/h/m/a/0/ff0000/128/0/6szbksffjeh.png" width="1" style="border:0" /><img src="http://flagcounter.com/count/fcrLbn/bg=FFFFFF/txt=000000/border=CCCCCC/columns=1/maxflags=1/viewers=3/labels=1/" alt="" width="1" height="1" border="0" /><img src="http://rf.revolvermaps.com/h/b/40/582kju0d754.png " width="1" style="border:0" /><img src="http://s04.flagcounter.com/count/ySS/bg=FFFFFF/txt=FFFFFF/border=FFFFFF/columns=1/maxflags=1/viewers=0/labels=1/pageviews=0/.jpg" alt="free counters" width="1" height="1" border="0" /><img src="http://2.s03.flagcounter.com/count/tcRC/bg=000000/txt=FFFFFF/border=CCCCCC/columns=1/maxflags=1/viewers=Visitors/labels=1/" width="1" height="1" border="0" /><img src="http://2.s01.flagcounter.com/count/8DD2/bg=000000/txt=FFFFFF/border=CCCCCC/columns=1/maxflags=1/viewers=Visitors/labels=1/" width="1" height="1" border="0" />

Daruber (IP-tala skráđ) 28.7.2012 kl. 13:50

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

 • w-blogg120424c
 • w-blogg120424b
 • w-blogg120424a
 • w-blogg110424b
 • w-blogg110424b

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (15.4.): 22
 • Sl. sólarhring: 147
 • Sl. viku: 1795
 • Frá upphafi: 2347429

Annađ

 • Innlit í dag: 22
 • Innlit sl. viku: 1552
 • Gestir í dag: 22
 • IP-tölur í dag: 22

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband